Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
31.1.2009 | 11:14
Rósar þema
Mér hefur alltaf fundist rósir algjört æði. Ég var svo heppin um daginn að ÓH frænka kom með fullt fangið af rósum sem við ætluðum að mynda. Fjöldi rósanna var á bilinu 50-60. Einhverjar fengu strax að fjúka í ruslið þar sem þær voru full slappar fyrir myndatöku en hinar allar fóru í risa stóran vasa og var samt þröngt á þingi!
Ég naut þess endalaust að fikta við rósirnar, finna lyktina og snerta þær.
Það endaði á því að ég myndaði ein þessar rósir en hún horfði á. Ég sá þetta fyrir mér í rósar þemað sem ég var að reyna að koma mér upp og er ég komin með slatta í safnið. Nú þarf ég að halda áfram með Gerberu þemað en ég er bara komin með tvær myndir af Gerberum.
Hér er rósar þemað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 21:03
bit yfir þjóðarmálum
Ekki það að ég nenni að blogga eitthvað um þessi blessuðu þjóðarmál en ég bara verð að segja að mér líst ekkert á þetta!!!
Út í léttari sálma....enn og aftur er ég að mynda. Ég og ÓH frænka höfum verið að fikra okkur áfram í hinum ýmsum myndatökum.
Hér er eitthvað en svo er meira á flickr.com
Svo er hér uppsetningin á stúdíóinu. Algjört kreppustúdíó...en þræl-virkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 20:38
Út fyrir endimörk alheimsins
Þessar tilraunir mínar eiga sér engin mörk. Enn og aftur eru það vatnstilraunirnar sem eiga hug minn í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2009 | 17:29
Quality moment
Litla systir (4.ára) hefur verið hjá okkur síðan á fimmtudag. Hún á margar gullnar setningar og er mjög skemmtilegur krakki. Sunna og Guðrún ná vel saman þrátt fyrir aldursmun en það virðist ekki skipta máli.
Í gær vildi Guðrún fara í tölvuna á meðan Sunna væri í afmæli hjá vinkonu sinni og sat ég með mína tölvu í fanginu og sagði við hana að hún verði að fara í stóru tölvuna í horninu. (Það er borðtölva) Hún jánkaði því og hljóp inn í horn. Skömmu síðar kemur hún alveg niðurbrotin og segist ekki geta farið í stóru tölvuna. Hún er svo þung að hún geti ekki loftað henni!!! Ég er náttúrulega svo mikill púki að ég skelli hló yfir þessu.
Guðrún er af þeirri kynslóð að spurning hvort hún muni þegar hún verði eldri hvernig borðtölvur líti út!?!
Annars höfum við ÓH frænka verið að gera tilraunir í macro-stúdíóinu okkar. Höfum átt alveg yndislegar stundir saman.
Það er gríðarlegt magn af myndum á flickr síðunni minni fyrir þá sem hafa áhuga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 12:03
Hvítlaukurinn
Ég fór að prufa að taka macro mynd af hvítlauk. Þetta var fyrsta skotið og tókst svona með ágætum vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 22:03
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Ég og ÓH erum búnar að vera duglegar að mynda undanfarið.
Skruppum í leiðangur og þar tók ég þessar myndir af Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Skellti mismunandi myndvinnslu á myndirnar. Þið megið dæma sjálf hvað ykkur finnst.
Fríkirkjan í Hafnarfirði er staðsett á:
og hér eru myndirnar:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2009 | 00:54
óendanleg myndagleði
Ég og ÓH frænka höfum verið að sjóða saman stúdíó og höfum hertekið stofuna til þess arna. Við erum búnar að eiga frábæran dag og tókst okkur að gera ýmsar tilraunir og læra af þeim. Þegar við vorum búnar að fá nóg í bili af inni myndatökum, skelltum við okkur út fyrir dyr að mynda. Svo komum við heim aftur til að halda áfram í stúdíóinu og gera tilraunir.
Ætla að deila með ykkur nokkrum myndum en fleiri myndir má finna á flickr síðunni minni fyrir þá sem það vilja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 00:01
heilsa, hollusta og gott útlit!
Við skelltum okkur í smá göngutúr í dag í þessu líka dásamlega veðri. Sleðinn var gripinn með til að draga þessa yngstu á og það kom í hlut Stefáns að draga....ég sá um að halda á myndavélinni
Enduðum svo í kaffi hjá yndislegum hjónum í Mosfellsbæ og fengum að sjá nýja slotið þeirra. Ekki laust við að manni finnist sitt hús óskaplega gamaldags miðað við þeirra!!
Hér eru svo nokkrar myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2009 | 13:17
jólarósin
Fyrir jólin kom mamma færandi hendi. Hún kom með jólarós og peppaði mig uppí það að reyna að halda henni á lífi. Ég er fræg fyrir allt annað en að halda blómum á lífi en hef átt eitt blóm í dálítinn tíma sem er enn á lífi.
Nú er ég búin að eiga jólarósina í heilan mánuð og hún virðist ekkert vera farin að fölna. Ákvað að skella mynd inn af fallegum rauðum blöðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2009 | 21:48
Poker Face!
Þegar maður fær skrítnar hugmyndir í kollinn...þá á maður til að framkvæma þær.
Snéri stofunni við og breytti henni í stúdíó til að geta tekið nokkrar póker myndir. Ekki hvarflaði að mér að sitja fyrir sjálf og ekki er minn maður til í slíka vitleysu svo þessi mállausu voru gripin fram til að pína!!!
Mikki er fyrirsætan og alveg til í að taka smá snúning í póker
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín