. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Austurgatan í Hafnarfirði

Tók þessa mynd rétt fyrir jól. Mér hefur alltaf fundist vera mikill sjarmi yfir Austurgötunni. Þessi var tekin frekar seint um kvöld og ný búið að snjóa.

austurgata


mont!

Ég verð að monta mig á þessari líka flottu mynd sem ég tók.

Fyrir nokkrum vikum tók ég þátt í ljósmyndakeppni og vann. Verðlaunin voru prentun á striga svo ég lét prenta þessa mynd á striga. Margir hafa hváð þegar þeir sjá myndina en hún er tekin yfir Pollinn á Akureyri.

Ég fór svo með myndina í innrömmun sem kostaði augun úr en vel þess virði að láta gera. Gaurinn í innrömmuninni var rosalega hrifinn af myndinni en ég fékk samt engan afsláttDevil ....óréttlátt! (allt í lagi...ekki svo óréttláttKissing)

Hér er hún svo komin á vegginn.Sideways

málverk

Orginal myndi er hér.

Akureyri

 


Söknuður

Á morgun 9. janúar eru 10 mánuðir frá því að stjúpi minn dó. Ég dró stelpurnar með mér að gröf Ásgríms og áttum við notalega stund saman. Yngri dömurnar tóku smá leik og fengu að hlæja aðeins.

Hér er svo útkoman af samverustundinni.

söknuður-3

söknuður

 Svo fengu vinkonurnar að bregða sér á leik

söknuður 2

 


Skynsamlega tekið á málum

Það hafa margir spurt mig hvað varð úr þessari kvörtun með jólamatinn.

Ég semsagt hringdi og talaði við verslunarstjórann í Hagkaup Garðabæ sem kom mér svo í samband við þá í Ferskum kjötvörum. Hann vildi láta okkur hafa sárabætur fyrir jólasteikina og eins og hann sagði réttilega að það er ekkert sem bætir jólamatinn en þá er þetta allavega eitthvað smávegis. Hans afsökun var að þetta hafi verið hrútur sem hafi verið slátrað of seint.

Skömmu síðar hringdi verslunarstjóri Hagkaup Garðabæ til að heyra niðurstöðuna og bað svo um að fá að gera eitthvað fyrir okkur líka.

Ég hafði svo samband við kappana þegar við komum í bæinn og byrjuðum við í Hagkaup og það bauð hann okkur upp á kjöt úr kjötborði að eigin vali og þegar valið hafði verið tekið fór hann á bakvið og kom með til baka 3.5kg af kjötinu og sagðist ætla að fara með þetta á þjónustuborðið og hann skyldi setja eitthvað með í pokann.

Við kláruðum að versla og fórum svo að borga og þegar okkur var afhentur pokinn kom í ljós ekki bara kjötið heldur líka ísterta frá Jóa Fel og vegleg ostakarfa með öllu tilheyrandi. Við skildum sátt og ég mjög ánægð með þessa þjónustu.

Svo hittum við þá í Ferskum kjötvörum og létu þeir okkur hafa Svínalundir, lambalæri og lambafile svo sá matur myndi sennilega duga fyrir 10-15 manns. Við skildum sátt þar líka.

Við buðum svo fólki í mat og voru svínalundir eldaðar og ístertan var í eftirrétt. Þegar ég fékk mér væna sneið af þessari líka dásamlegu tertu, dró ég út úr mér ágætan skammt af límbandi úr miðri tertunni!!!!

Spurning um að kvarta Devil

 

Fór í smá tilraunastarfsemi og tók mynd af sjálflýsandi önd!

Sjálflýsandi önd

jólin kvödd

Nú eru jólin formlega búin og síðasti séns að taka myndir af jólaskrautinu!!! W00t

Jóla-engill
Jóla-engill
Jóla-kúla

Situr 66°N ekki við sama borð?

Ég veit ekki betur en að 66°N láti sauma sitt dót í Kína og það sé einnig að finna loðkraga í hettum hjá þeim!

Væri gaman að heyra hvort þeir séu með eitthvað "betri" vöru!


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár kæru netverjar

Byrja árið með því að skella inn nokkrum myndum frá áramótunum. Wizard

áramót 3

 

áramót 4

 

áramót 2


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband