. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Vissir þú að:

Fékk "lista" lánaðan hjá Jónu bloggvinkonu Smile

Vissir þú að:

- Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.

- Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum

- Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.

- Lærbeinið er hart sem steinsteypa.

- Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.

- Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.

- Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlmenn.

- Við notum 300 vöðva, bara til að halda jafnvægi meðan við stöndum.

- Konur eru nú búnar að lesa allan listann

- Karlar eru enn að skoða á sér þumalinn!.


Á breytingaskeiðinu

Á þessu heimili er allt á fullu. Búið er að mála allt húsið í hólf og gólf, húsgögnum komið fyrir í geymslum og sum hver seld og iðnaðarmennirnir koma næstu helgi til að setja gólfefnið á húsið.

Það þarf að endurskipuleggja sjónvarpskrókinn svo ég settist niður til að fara á hugarflug og hanna sjónvarpseyju og endurskipuleggja húsið.

Þetta er niðurstaðan. Þeir sem þekkja til vita hvernig þetta var en hinir verða bara að láta þetta duga Joyful

Svo er bara spurning hvort maður fái einhver viðbrögð við þessu frá lesendum! Smile

Sjávargata 3D

Svo er nærmynd af sjónvarpseyjunni:

sjónvarpseyja


mamma beyglar alltaf munninn, þegar hún maskarar augun og er að far´á ball

Bráð myndarlega "mamma" mín kom um síðustu helgi í bæinn til að fara á ball. Við ÓH hjálpuðum henni að taka sig til, ÓH þó aðallega í að sparsla upp í hrukkurnar. Ákvað að smella mynd af þeirri "gömlu" til að minna hana á hvað það getur nú verið flott að punta sig svona mikið upp einstaka sinnum.

Þess má geta að hún keypti þennan kjól á sig þegar hún fór til Póllands fyrir nokkru. Rosalega flottur kjóll og smekklegur.

 

Rósa Guðrún Linnet
Rósa Guðrún Linnet

Matur er mannsins meginn!

Ég var fengin til þess að mynda í fermingarveislu um síðustu helgi. Veislan var haldin heima hjá fermingarbarninu og fór ég þangað að mynda. Það er alltaf jafn skrítið að fara í heimahús að mynda, einhvernvegin þægilegra að fara í veislusali. En burt séð frá því þá heppnaðist þetta ljómandi vel. Ég missti mig alveg yfir matnum sem var einn sá glæsilegasti sem ég hef séð. Smellti af nokkrum myndum.

Grafið naut

Paté

 

Reyktur lax

 

Súkkulaði rjómaskál

 

Karamellu búðingur

 

Kökuteningar

 

Fermingartertan, rósir sprautaðar úr smjörkremi

 

Glæsilega skreytt kransakaka

 

Skemmtileg hugmynd af Rice crispy köku


Frænkur og vinkonur

Á þessu heimili er búið að vera stuð....mikið stuð....

Er á kafi í fermingarmyndatökum og svona til ánægju og yndisauka þá smellti ég litlu systur í stúdíóið og vinkonunum Sunnu og Fanney.

Eyddi samt aðfaranótt miðvikudags í vitjun læknis heim og svo deginum inn á barnaspítala. Dísin mín fagra veiktist skyndilega og leist okkur ekkert á blikuna um tíma. Sem betur fer er þetta ekki alvarlegt og hún verður búin að ná sér á strik þegar kemur að páskaeggja áti Joyful

Fimmtudagurinn strembin og von á strembinni helgi en það virðist vera þannig að allir sem okkur þekkja hafi komið sér saman um að koma til okkar akkúrat þessa helgi...meira að segja vinkona mín frá Svíþjóð ætlar að koma þessa helgi og eiga með okkur vonandi yndislega helgi. Smile Það er bara gaman að þessu og hlakka bara til að fá allt þetta fólk í heimsókn.

Hér eru svo nokkrar úr stúdíóinu.

Hófý Sunna

 

Guðrún Alda

 

Guðrún Alda

 

Fanney Lísa


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband