. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ég gaf vitlausum manni blómið!

Þetta fékk ég að heyra frá 7 ára gamalli dóttur minni. Ég vissi ekki um hvað hún var að tala en hún var rosalega miður sín yfir því að hafa gefið vitlausum manni blómið.

Ég ákvað að fá meiri upplýsingar upp úr barninu og spurði hverjum hún ætlaði að gefa blóm. Svarið sem ég fékk var að hún ætlaði að gefa Ása blóm á leiðið. Þegar hún fór að leiðinu stóð hvergi "Ási" heldur eitthvað annað svo hún fór að næsta leiði en þar var heldur enginn "Ási". Hún stóð ráðvillt í smá tíma þar til hún ákvað að taka á sig rögg og hugsa hvað hann Ási okkar hafi heitið í alvörunni og eina nafnið sem hún fann var Ásgeir.

Ásgeir var hvergi að finna á þeim stað sem hún mundi eftir að hafa farið á áður svo hún rölti um kirkjugarðinn að leita af Ásgeiri. Á endanum fann hún einn Ásgeir og lét hann hafa blómin en var ekki viss hvort hún væri með réttan mann eða ekki.

Daginn eftir var þetta enn að þjaka hana svo hún spurði mig hvað hann Ási okkar hafi heitið í alvörunni. Ég svaraði því að hann hafi heitið Ásgrímur og þá runnu á hana tvær grímur og hún stundi þungan og sagðist hafa gefið vitlausum manni blómið.

Ég sagði að þetta væri allt í lagi, við færum bara fljótlega saman og settum blóm hjá Ása okkar.

Er ekki viss hvort hún hafi samt verið sátt við þessa niðurstöðu.


15 ára í einn dag!!!

Ég og Selma vinkona peppuðum hvor aðra í það að fara í Liseberg tívolíið í Gautaborg. Svo var spurningin hvor okkar var meiri hæna svo hvorug okkar gaf sig og á endanum fórum við í ÖLL tækin...líka þau sem fóru nokkra hringi!!!

Hrikalega skemmtum við okkur vel og urðum svo sannarlega 15 ára aftur. Mættum kl 12:30 í tívolíið og fórum heim uppúr kl 20:00 en það var bara vegna þess að við fórum í vatnstækin og urðum öll rennandi blaut. Stefán minn er ekki sami adrenalíns fíkillinn og við en lét sig hafa það að fara með okkur í nokkur tæki sem ekki litu út fyrir að vera mjög hættuleg en þess á milli var hann töskuberi...og hann var meira en sáttur við það Tounge

Þegar heim var komið var tekið til við eldamennsku og svo var fjörinu haldið áfram í Singstar....til 4 um nóttina W00t. Mikið skemmtum við okkur vel.

Í dag verður förinni haldið til Ullared sem er stærsta búð ever í Svíþjóð og að Selmu sögn sú ódýrasta ever!

Stefáni finnst vissara að taka visa kortið af mér.....en ég er bara með annað LoL

Nokkrar myndir tók ég í gær í tívolíinu og hér fá nokkrar að koma.

Selma & Ég

 

Selma & Stefán rennandi blaut

 

Liseberg

 

Liseberg

 

Liseberg


Húsið að verða full klárað

Loksins er maður farinn að sjá fyrir endann á framkvæmdunum á heimilinu. Flísarnar komnar á og húsgögnin komin aftur í hús. Þetta er búið að vera ótrúlega strembinn tími en óskaplega er maður ánægður með útkomuna.

Hér koma svo nokkrar myndir Smile

sjávargata 6266
sjávargata 6263
sjávargata 6259
sjávargata 6258
sjávargata 6249


Vatn verður að víni!!

Ég komst að því að á þessum síðustu og verstu tímum að auðvelt er að breyta vatni í vín!

Ég greip tóma bjórdós sem var á eldhúsborðinu og skolaði hana vel og vandlega og notaði hana til að vökva blómin mín. (sem eru ekkert óskaplega mörg...en þau sem eru þurfa jú vatn)

Ég var búin að vökva eitt blómið þegar ég lagði bjórdolluna frá mér til þess að hagræða að næsta blómi. Því næst gríp ég aftur bjórdolluna til að vökva en þegar ég helli þá kemur bara bjór! W00t Ég tók ekki strax eftir þessu en um leið og ég átta mig á mistökunum hætti ég snarlega að sjússa blómið og greip rétta bjórdós Joyful

Ég var með afmælisveislu um helgina....eða réttara sagt ég átti afmæli og ætlaði ekki að bjóða neinum en minn elskulegi maður tók þetta í sínar hendur og bauð fullt af fólki án þess að segja mér neitt sérstaklega frá því og kom mér því á óvart.

Auðvitað sá hann til þess að það yrði nóg af bakkelsi og fékk "kokkinn" til að smyrja "nokkrar" snittur.

Allt heppnaðist þetta ljómandi vel og var ég al-sæl með þessa óvæntu veislu.

Hér koma svo nokkrar myndir úr veislunni.

Ólöf og kærastinn

Fallega frænkan og kærastinn hennar

 

Örverpið mitt

Litla skottið mitt

 

Litla sys

Guðrún Alda litla systir...algjör skvísa

 

Amman

 Föðuramma mín

 

Móðirin

Móðir mín

 

Frænkurnar

Frænkurnar (og vinkonur mínar)

 

Stefán & Kokkurinn

Stefán og "Kokkurinn" í góðum gír


Gler sófaborð til sölu

Ég er með þetta fína gler-sófaborð til sölu.

Sér ekkert á því og er rosalega flott. Glerplatan er 8mm massíft hert gler og er alveg svakalega þungt og solid.

glerborð

glerborð2


Gangurinn

Svefnherbergisálman er nú tilbúin. Aðeins eftir að hengja upp myndir Smile

Svefnherbergisálman


Margt komið...en vantar slatta...

Nú fer að síga á seinni hlutann í þessu flísa-ævintýri.

Flísararnir farnir eftir að hafa þurft að taka upp slatta af flísum. Einhverjar voru gallaðar og aðrar hafa kvarnast og ekki þýðir að vera með flott granít-gólf og ekki hafa það 100% !!!!

Veggurinn fyrir sjónvarpið er kominn upp og verið að leggja rafmagn í hann. Þessi veggur skilur að borðstofu og sjónvarphorn og svo stofan við hliðina sem samtengir svæðið. Glerskápurinn er í smíðum og panta ég glerið í hann á morgun. Vonandi verður þetta komið fyrir vikulok...það bara VERÐUR að vera komið fyrir vikulok! W00t

Hér eru nokkrar myndir teknar í gær.

Allt rýmið áður en veggurinn kom
Stofa, borðstofa og sjónvarpskrókur
Sunnuskott
Sjónvarpshornið

 


Vinnuglaðir flísarar.

Við höfum verið heppin með flísarana okkar sem eru ótrúlega nákvæmir í sínum verkum. Stoppa ekki...eru eins og jarðýtur þegar þeir byrja.

Komu klukkan 7:30 í morgun. Ég átti ekki von á þeim og var á brókinni að koma úr sturtu þegar þeir æddu inn. Man það bara næst að vera ekki að strippa Tounge

Þeir eru búnir að vera í 2 1/2 dag að flísa og eru ótrúlega langt komnir. Hlakka rosalega til þegar þetta klárast og verður aftur að HEIMILI.....úff....

Hér eru svo nokkrar myndir.

Hálfkláruð stofa

Hálfkláraður gangur

Megnið af stofunni komið


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband