. - Hausmynd

.

Fokk after mí!

Ég fór á leiksýninguna með Ladda, 6-tugur. Frábær sýning, þar komu fram allar persónurnar hans Ladda ásamt Ladda sjálfum. Ég dáðist að því hvað hann var fljótur að skipta um gervi. Við hjónaleysin fórum með Viktoríu á sýninguna, sátum á fremsta bekk nánast í miðju og vorum með allar persónurnar beint í æð LoL

Ég hef nú oft verið talin algjör ljóska en ég viðurkenni það bara, ég ER ljóska og ekkert við því að gera nema að ljóskuhátturinn náði held ég hámarki þegar ein persónan kom fram á sviðið. Karakterinn var semsagt Guide, hann var með "hóp" útlendinga sem hann var að draga á fornfrægar söguslóðir. Þessi "hópur" útlendinga átti að fara þessa leið á hestum. Guide-inn blandaði mjög skemmtilega saman íslensku og ensku og það var mjög fróðlegt að hlusta á þetta bull. Guide-inn skellti sér á bak og snéri sér að hinum útlendingunum og sagði svo hátt og skýrt: "fokk after mí" og tölti áfram á sviðinu með 4 útlendinga á eftir sér. Skyndilega snar-stoppaði Guide-inn með þeim afleiðingum að hinir 4 klesstu aftan á hann, við það öskraði Guide-inn: "dónt fokk só klós"!

Ég lít á Viktoríu og Stefán og sá að þau voru um það bil að detta úr stólnum af hlátri, ég náði allavega ekki sambandi við þau á þessu stigi máls en ég bara gat ekki skilið það afhverju þau hlógu svona mikið AKKÚRAT þarna!! Shocking Ég ákvað að halda höfði og spáði ekki meira í Því. Næst fer Guide-inn að tala um sögufrægar slóðir eins og "barbeque Njál". Þá andaðist ég úr hlátri. Fannst þetta skemmtileg þýðing á Brennu-Njálu.

Í hléinu ákvað ég að herða mig upp í það að spyrja Stefán út í það afhverju þetta "fokk after mí" var svona fyndið. Þegar ég bar upp spurninguna, missti bæði Viktoría og Stefán sig gjörsamlega úr hlátri Frown. Ég fékk svo útskýringuna þegar þau voru búin að jafna sig á ljóskunni. Auðvitað var þetta "ríðið á eftir mér"....þau voru jú á hestum!! LoL

Ljóska ársins 2007 segir að Laddi 6-tugur sé alveg peninganna virði að sjá Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 259685

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband