. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

allt breytingum háð

Ekki fór þetta eins og ráðgert var fyrir. Tengdó hringdi í mig og sagði að þau kæmu bara yfir til okkar. Það var alveg í lagi svo ég komst ekki út fyrr en þau komu. Þá komu þau það seint að ég sá ekki fram á að geta farið fyrst yfir til ömmu áður en ég og Stefán ættum tímann hjá dokksa. Svo ég fór bara beint inn í R-vík á fund tveggja Stefána Óákveðinn. Við Stefán áttum ca 40mín. fund við Stefán Hreiðars barnalækni. Þar kom hellingur fram og sérstaklega hvað HANN vill koma SD í gegnum. Ég var mjög ánægð hvernig hann vildi tækla málin. Nú þarf bara að framfylgja þessu og sjá svo hvað verður.

Ætla samt yfir til ömmu á eftir og jafnvel afa líka. Sé hvernig málin þróast.

Ætla að kyssa tengdó bless.....þau eru víst að fara. Plata þau til að fá sér kaffi og "meððí" með okkur Koss


sparaðu aurinn og hentu krónunni!

ég fór eftir vinnu í gær og sótti fyrst Hólmfríði Sunnu og svo fórum við mæðgur niður á Rauðarárstíg og sóttum hina Hólmfríðina, semsagt tengdó. Þau hjónakorn eru í bænum og ætlaði tengdó að heimsækja okkur á meðan Stebbi væri á fundi eða þess háttar dóti. Á heimleiðinni spurði ég Hófý hvort hún vildi ekki kíkja með mér í nýju búðina í Smáranum, Egg-ið. Jú, hún var til í það. Hlæjandi Við fórum þarna inn og mikið rosalega var margt fallegt þarna inni Gráðugur en það var margt alveg ótrúlega dýrt þarna líka Þögull sem gröfin Við eyddum dágóðri stund í vangaveltur og fórum fram og til baka. Sunna sá prinsessumælistiku sem maður festir á vegg og mælir sig reglulega eftir. Kostaði litlar 2000kr en ég lét mig hafa það. Eftir margar ígrundanir þá ákváðum við að skreppa í RL-búðina við hliðiná. Þá sá maður það svart á hvítu að RL-búðin var með margar vörur svipaðar og Egg-ið og þar kostaði hluturinn jafnvel bara 10% af því sem það kostaði í Egg-inu Óákveðinn Kannski ekki sami framleiðandinn en hluturinn nánast sá sami. Ég keypti mér 2 Damask dúka í RL-búðinni og hvor fyrir sig kostuðu 499kr stk. Svo sá ég líka þessar fínu diskamottur á nýja borðstofuborðið úr taui. þar voru 4 í pakka á 399kr svo tengdó greip 2 pakka og borgaði þá og gaf mér Hlæjandi Ég verð bara að segja það að ég var mjög sátt að kaupa 2 dúka á innan við 1000kr. RL-búðin stendur alveg undir sínu.

Eftir búðarröltið fórum við heim og elduðum  fínan mat. Pabbi og Guðrún Alda komu akkúrat þegar við vorum að fara að borða og auðvitað bauð ég þeim að borða með okkur. Þessi kvöldmáltíð var bara sú ágætasta. Margir góðir saman komnir og mikið spjallað Glottandi

Í dag ætla ég að gera svo margt að ég efa að ég komist yfir það. Ætla reyndar að byrja á því að heimsækja ömmu, hún er ein heima. Býð henni kannski að keyra hana yfir til afa en hann er á St Jósefs í "rannsóknum". Kyssi afa kannski líka hæ Koss. Á fund svo með lækni Söndru Dísar í hádeginu og svo ætla ég að bjóða tengdó aftur að borða í kvöld og tengdapabba líka þ.e.a.s ef þau eru ekki að fara heim í kvöld Gráta

kveðja

Sparigrísinn Ullandi

 


stjörnuhrap

fór út með myndavélina til þess að taka myndir! Óákveðinn Ekki gekk það eins og ég ætlaði mér. Labbaði niður í fjöru og mundaði myndavélina hægri vinstri. Svo sá ég ekkert í myrkrinu en hélt áfram að taka myndir eins og MF! Svo var ég að skoða myndirnar sem komnar voru þá fannst mér þær e-ð svo skrýtnar Skömmustulegur Fór þá að skoða þetta nánar og komst að því að stóri ormurinn minn hefur verið að skoða vélina og breytt stillingum með þeim afleiðingum að allar stjörnurnar mínar voru í Sepia!!!! Gráta Mér fannst það ekkert sérlega sniðugt. Allavega sáust engar stjörnur!

Ég fór svo að velta því fyrir mér hvurslags völd e-r kall hefur. Segir bara; "hey! þið! nenniðiggi bara að slökkva öll götuljós í borginni til að sýna smá LIST?!?!?!" Jú, hvað er gert....öll götuljós slökkt. Ekki málið Óákveðinn Ég er farin að velta því fyrir mér hvað ég get sagt eða beðið um að gera Ullandi Ekki það, ég veit alveg að ég hef engin völd...........ENNÞÁ....

Eins og Ingólfur H. Ingólfsson sagði á námskeiðinu í gær; "Hvað er markmið? Jú, það eru dagdraumar með dagsetningu" Hissa Ég held að það sé bara nokkuð rétt Glottandi Annars hafði hann margt til málanna að leggja í gær þessi ágæti kappi. En ekkert var það sem maður vissi ekki! Maður veit jú margt, en kannski fer ekki eftir öllu Glottandi


Löööööööööng helgi framundan

já. Það er sko löng helgi framundan í skólanum. Það er ekki þar með sagt að maður sé í FRÍI!! ónei. Ég fer þá bara að vinna á fullu í staðinn. Hansi greyið hefur alveg setið á hakanum Fýldur. ég er bara búin að komast að því að ég er ekki "super-woman" ótrúlegt en satt Gráta. Það var rosalega erfitt að viðurkenna það en ég verð þar sem ég næ ekki að anna öllu því sem þarf að gera.

í kvöld ætlum við Stefán að skella okkur á einhverskonar "fjármálanámskeið" hjá www.spara.is það verður fróðlegt.

until next.


þá er það staðfest

jebb...staðfest. Við hjónakornin erum á leið til Kúbu 14.janúar Hlæjandi

ég náði að nota ALLA mína töfra til þess að kreista Jaaaaaaaaaaááá út úr kallinum mínum (var samt ekki með mjög fast kreist á hreðjunum)Koss hann er sötsa svíthart Brosandi. ég hef alltaf staðið líka föst á því að hann er yndislegur.

well...áður en ég fer að taka túrverkina út hér segi ég "yfir og út"!


Hversvegna skapaði Guð verki??

ég væri sko til í að vita afhverju guð skapaði verki.......og hvað þá TÚRVERKI!!! ég get alveg orðið græn þegar þessir helv"#$% túrverkir eru í gangi Öskrandi það eru allir í kringum mig sem tipla á tánum þegar ég er sem verst. Mér finnst alveg óhæft að vera bryðjandi verkjalyf út í eitt þegar maður er á túr. En hvað á maður að gera???

Sá/sú sem hefur svar við þessari spurningu er vinsamlegast beðin/n um að tjá sig Óákveðinn


Er Kúba málið?

Jæja. Nýr dagur. Óákveðinn vonandi þessi verði e-ð betri en sá sem var í gær.

ég fór og lagði mig um þrjú-leytið í gær með Stefáni. Greip nokkrar íbúfen töflur til að lina sársaukann í móðurlífinu. ER alveg að gefast upp á þessum bölvuðu verkjum. Það tók langan tíma fyrir töflurnar að virka en þegar þær byrjuðu að virka, stein-rotaðist ég Skömmustulegur Ég var svo ekki vör við neitt fyrr en Stefán minn kom aftur uppí til mín og fór að knúsast í mér og kitla. Hann hafði laumað sér fram einhverntíman eftir að ég sofnaði og ég varð ekki vör við neitt. Leit á klukkuna og taldi mér trú um það að ég hefði dottað í 40-50 mín Óákveðinn en ekki aldeilis. Klukkan var að skríða í 6!! ég hafði gjörsamlega rotast. Ég drattaðist framúr, aðeins betri í skapinu og fór að sinna krökkunum. Þær voru búnar að vera ótrúlega góðar (aldrei þessu vant). Fengum okkur að borða og chilluðum svo fram að háttatíma Sunnu.

um kl 21 kom svo Addú til mín og við kláruðum skýrsluna í eðlisfræði Hlæjandi loksins búið. Hún fór um kl 11 og þá SKREIÐ ég upp í rúm aftur og rétt náði að smella koss á Stefán áður en ég sofnaði. Ef Þetta heitir ekki svefnsýki þá veit ég ekki hvað.! Óákveðinn

Pabbi hringdi svo í morgun og spurði hvort ég og Stefán hefðum áhuga á að koma með Hafás.ehf í ferð til Kúbu Hlæjandi Auðvitað langar mig til Kúbu og allt það. Einn galli....pabbi ætlar ekki að borga (sem er náttúrulega ótrúlega ósanngjarnt) og í öðru lagi....þá skýt ég ekki seðlum! Gráta En ég sagði að sjálfsögðu bara já! allavega á ég tvo frátekna miða. Svo hringdi ég í Stefán og sagði honum að ég væri BÚIN að panta ferð til Kúbu (Helga litla kann alveg klækina sko). honum fannst þetta e-ð dýrt svo ég bauðst bara til að fara ein!! en ég veit ekki afhverju en hann vildi það ekki.

Fundur verður settur í kvöld um hvort við eigum að fara eða ekki og þar sem ég þekki mig og minn mann hef ég fulla trú á því að hann samþykki þetta Koss nota mína töfra við þetta Ullandi Svo ef af þessu verður förum við 14 janúar til Kúbu.....sem passar bara akkúrat í útskriftar ferðalagið mitt Glottandi

until næst.

 


allt öfugsnúið

þegar ég vaknaði í morgun var ég ekki viss hvort ég hef sofnað yfir höfuð um nóttina. Vaknaði afskaplega þreytt og afundin. Börnin höfðu svo mikinn hávaða að það var ekki nokkur leið að snúa sér á hina og reyna að leggja aftur augun.

Við áttum von á gestum í hádegismat svo það var ekki seinna vænna að skella sér í sturtu og reyna að gera það sem ekki hefur gerst lengi......þrífa húsið!!

Stefáni fannst það snilldar ráð að skella sér í ræktina og fór rétt um kl 9. Ég ákvað að reyna að snúa mér á hina og reyna að hvíla mig smá stund og athuga hvort skapið lagaðist ekki. Ég gafst upp rétt fyrir hálf tíu og fór í sturtu. Kom fram og ákvað að vera algjörlega eins og stormsveipur og klára þetta einn tveir og bingó. Ég get alveg staðfest það að eftir því meira sem leið á morguninn þá lagaðist ekkert skapið sko! Skömmustulegur ég var um það bil að vera eins og kallinn með tjakkinn! Var náttúrulega pisst yfir því að Stefán skuli hafi valið sér að fara frekar í ræktina heldur en að hjálpa mér að taka til og þrífa. Ég þurfti að gera þetta ALLT ein...á meðan hann TJILLAÐI í ræktinni!! En eins og ég sagði, þá var ég í þannig múdi að það hefði verið alveg sama hvað minn maður gerði fyrir mig, ég hefði ALLTAF verið afundin.

ég kláraði húsið á met-tíma og var orðin renn sveitt fyrir vikið. Sá ekki þann tilgang að hafa farið í sturtu ÁÐAN...en ekki eftir. Stefán kom heim með góssið úr búðinni og ég var eins og naut í flagi við hann. Aumingja maðurinn vissi ekki hvað hann hefði gert til að eiga þetta skilið. Ég fór að yfirfara afhverju ég var svona skapstygg og komst þá að því að ég var að drepast úr verkjum í öllum skrokknum!! þar kom skýringin. Óákveðinn ekki skánaði það þegar ég áttaði mig á því hverskonar verkir þetta voru....helv túrverkir Gráta Það er allt eins.

Ég reyndi að róa taugarnar. Svo komu gestirnir og áttum við voða notalega stund saman. Svo fóru þau og þá áttaði ég mig á því hversu ÞREYTT ég var. Óboj...og ég sem ætlaði að bæði að læra og að vinna fyrir Hansa. Jæja, nóg um það. Ég ætla að breiða sængina yfir höfuð og athuga hvort dagurinn á morgun verði ekki betir!! (Efast reyndar um það þar sem skólinn er á morgun og á nógu að taka í þeim efnum)

well...until 2 morrow.


Fyrsta bloggfærsla

Jæja, spurning hvort maður sé tilbúin í "menninguna"!! Miðað við hvað hefur gengið vel að blogga fyrir minnsta krílið er ég ekki bjartsýn....en batnandi mönnum er best að lifa! Hlæjandi


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 259677

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband