. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Leitin mikla

Senn líður að fermingu hjá mið-prinsessunni. Stóri dagurinn er 16.mars 2008. Boðskortin eru reddy, þarf bara að prenta þau út og senda...í tölvuleysinu sem hefur hrjáð þessa fjölskyldu undan farna daga Shocking (held að ég hafi farið verst út úr því...allavega var ég mest háð fartölvunni minni Tounge) Það stendur allt til bóta, búin að finna mér vél sem ég ætla að versla að utan. 

Ég vildi fá Dísina mína til þess að koma með mér í bæinn að kaupa fermingaföt á sig. Hún vildi ekki koma, sagðist eiga föt sem hún vildi vera í. Ég hváði yfir þessu og spurði hvaða föt það væri, ætlaði sko ekki að láta hana komast upp með að vera í gallabuxum Pinch Hún segir voða rólega að hún vilji vera í kjólnum sem hún var í á brúðkaupinu okkar í haust. Ég vildi endilega að hún kæmi með mér í bæinn til þess að velja önnur föt en hún var alveg ákveðin í því að í bæinn færi hún ekki til þess að fá önnur föt...í kjólnum ætlaði hún að vera. Ég vildi þá stytta kjólinn en það var ekki tekið í mál...svona á kjóllinn að vera og við það ætlaði hún að standa.

Ég náði að lokka hana með mér á þeim forsendum að það þyrfti að kaupa jakka og létta peysu á hana sem hún gæti sveipað yfir sig yfir kjólinn. Fórum á nokkra staði en enduðum á að kaupa rosa flottan jakka og létta kasrmír peysu í Benetton. Reyndi að ota að henni flottum fötum en ef ég vogaði mér það fór hún í baklás...þver neitaði að skoða frekar.

Ég verð að leyfa henni að ráða þessu sjálf. Ef hún vill þetta endilega þá verður það bara að vera svo. Nú þarf ég bara að ná í hárgreiðslumeistarann og athuga hvort hún sé ekki tiltæk í hárgreiðslu daginn stóra Cool


Sunnudagur til sælu

Á sunnudaginn ákváðum við að skella okkur í smá ljósmyndajeppaleiðangur. Ég vopnuð myndavélinni minni og Stefán á sínum fjalla bíl. Sandra Dís var að fara á tónleika en það var svo gott veður að við fórum á flakk.

Æddum í Bláa lónið til að taka myndir og þurfti ég að skrifa undir samning þess eðlis að ég selji ekki þessar myndir frá mér. Þeir eiga kaupréttinn. Ekkert mál enda bara til gamans gert.

Skunduðum svo í Bláfjöll til að leyfa þessari yngstu að renna sér á sleða. Þegar við komum að Bláfjöllum, sáum við bílaflota sem náði yfir marga kílómetra svo við snérum við og lékum okkur í jaðrinum. Stelpurnar skemmtu sér ágætlega, Stefán skemmti sér við jeppaleiðangurinn og ég skemmti mér við að taka myndir...og allir hamingjusamir Cool

Ég setti inn fullt af myndum inn í albúmið.

Bláa lónið

R.I.P

Fór með fartölvuna mína til míns elskulega bróður og bað hann um að finna út hvað væri að. Hann skoðaði tölvuna og kætti mig með því að þetta væri ekki skjárinn, heldur skjákortið. Þá er málið einfalt. Hann ætlar að opna tölvuna og skoða hvernig skjákort er í henni, ég átti svo að fara í dag og kaupa nýtt kort, hann setja það í og VOLLA....alles klar!!!!

Hann skrúfar ca 100 skrúfur úr botninum og víðar úr tölvunni og kemst að innvolsinu og þá fölnaði hann.....skjákortið er sambyggt móðurborðinu sem þýðir nýtt móðurborð....sem þýðir ný vél Crying Hann rétti mér harða diskinn úr henni ásamt geisladrifinu, minniskortinu og sagði að þetta væri það eina sem ég gæti nýtt mér úr vélinni....EF ég gæti nýtt það GetLost

Heim fór ég með tölvuna í frumeindum Undecided

sorgarkveðja

HHH Frown


bravó og húrra fyrir öllum þeim sem komu að þessum tónleikum

Þetta eru frábærar fréttir. Dísinni minni var boðið af SKB á þessa tónleika og var hún himin lifandi yfir þessu öllu. Nefndi það í gær þegar hún kom heim að þetta hafði verið frábært og það hafi komið einhver "óperukall" sem söng svo hátt að hún fékk illt í eyrun....!!! W00t Hélt ég yrði ekki eldri, væntanlega var hún að tala um Garðar Thor Cortes LoL

Þetta er mjög þarft málefni því ekki gerir ríkið ráð fyrir því að börn geti veikst og endar það oft með að foreldrar þessara barna eiga nánast ekki salt í grautinn. Því er gott að eiga félagið að sem hjálpar fólki fjárhagslega séð, þegar mest á reynir.


mbl.is Söfnuðu þremur milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helga hin heppna..................NOT!

Lukkan virðist elta mig á röndum þessa dagana.....eða þannig. Vildi samt að ég ynni lottó vinning W00t

Fartölvan mín bilaði og virtist sem skjárinn hefði andast á honum. Það er mjög óvenjulegt fyrir Toshiba en er þekkt fyrirbæri á nokkrum öðrum merkjum (leyfum þessu að njóta vafans) Tounge.

Ég ákvað að leita nótuna uppi af tölvunni því ég man að ég keypti sennilega dýrustu tölvuna á sínum tíma því hún var með svo langri ábyrgð. Vissi að mér veitti ekki af því þar sem ég er svo ótrúlega seinheppin þegar kemur að kaupum hjá mér á rafmagnsvörum.

Ég fann nótuna og sá ég mér til mikillar hamingju að hún var enn í ábyrgð......eða það taldi ég... Hún rann úr ábyrgð 18.janúar 2008......og á föstudaginn var 18. janúar 2008 W00tW00tW00tW00tW00t. Nú til að toppa það, þá var klukkan átta um kvöld svo það var búið að loka verkstæðinu.....og ekki bara það, þá er tölvan keypt í Tæknival og þeir eru löngu farnir á hausinn og BT teknir við og ekki svo víst að þeir taki við ábyrgðinni! Gasp

Ég hringi svo í morgun í verkstæðið til að kanna stöðuna og þar sögðu þeir mér að þeir tækju bara VERKSMIÐJUÁBYRGÐINA en ekki Tæknivals ábyrgðina....sem þýðir að tölvan rann úr ábyrgð á föstudaginn en hún er að sjálfsögðu framleidd einhverjum vikum/mánuðum áður en ég kaupi hana svo hún er dottin úr verksmiðjuábyrgð! Ég vildi þá vita hvað kostar að gera við skjáinn....og svarið var einfalt.....

60-80 þúsund W00tW00tW00tW00t

Hann benti mér á að ég gæti reynt að fara í mál við þrotabúið.....yeah right! GetLost

Ætla ekki að láta gera við hana fyrir þennan pening.....GetLost

Ljóst er, að ég þarf að vinna meira...og meira...og meira....tja...eða reyna að fá kauphækkun!!! (ásamt því að vinna meira) því ég þarf á annarri tölvu að halda.....hver getur verið tölvulaus í dag???? ég bara spyr Joyful


Fiskur á þurru landi

Það er búið að koma í veg fyrir lekann....sem betur fer. Það hafði verið eitthvað slappt kíttið í búrinu efst svo það lak þar meðfram. Ég náði að þerra skenkinn að mestu en enn vantar uppá að skúffurnar passi almennilega í ennþá, þær bólgnuðu vel út sumar hverjar. Það gæti átt eftir að ganga til baka. Smile Búrið sæmir sér bara vel í stofunni. Ekki of stórt, bara passlegt. Tók eina mynd til að sýna DA Wink

Fiskabúrið í stofunni

Sjaldan er ein báran stök samt sem áður. Ég ætlaði aldeilis að fara að vinna í myndum fyrir DA en það vildi ekki betur til en að fartölvan mín hrundi Crying. Veit ekki hvað það getur kostað að láta laga hana en þangað til verður maður eins og fiskur á þurru landi....algjörlega handalaus.

Það hlýtur að fara að hægja á þessum ósköpum. Spurning um smá "Secret" á þetta! Pinch


Allt á floti!

Það gengur ýmislegt á hjá stórfjölskyldunni!!!

Fór beint eftir vinnu að sækja litla dýrið og kerruna til að geta sótt skenkinn fína. Sunna var ekki á því að fara með, vildi vera heima að leika í snjónum (skiljanlega) en ég sagði við hana að ég yrði að koma við í dýrabúðinni og kaupa sand í nýja fiskabúrið. Hún samþykkti að koma með, með þeim skilyrðum að hún fengi að velja einn fisk! Shocking Ég neyddist til að samþykkja það svo með það lögðum við af stað á jeppanum með kerruna aftan á.

Í Dýraríkið skunduðum við og hittum það á frábæran strák sem afgreiddi okkur um allt sem við þurftum og fengum ráðleggingar um eitt og annað. Tíminn flaug hratt svo ég varð að flýta mér því ég ætlaði að hitta Stefán fyrir utan vörulager Tekk Companys í Holtagörðum til að sækja skenkinn.

Var á mínútunni sex fyrir utan vörulagerinn og skelltum þessu á kerruna sem by the way Stefán þurfti að byrja á því að moka því ég hafði ekki "rænu" á að tæma hana sjálf af snjónum áður en við lögðum af stað Whistling

Þegar heim var komið, var ekkert um annað að velja en að bretta upp ermar og bera skenkinn inn með Stefáni. Greip undir kassann en eitthvað beitti ég mér vitlaust svo ég fékk hrikalega sinaskeiðabólgu í höndina (eða tognaði illa í úlnliðnum) svo ég var gráti næst af sársauka en beit á jaxlinn og gafst ekki upp.

Þegar búið var að forfæra sjónvarpið og allar hinar græjurnar yfir á nýja skenkinn og færa þann "gamla" sem átti að bera alla 165 lítrana (fyrir utan búr og sand sem gæti vegið um 30 kíló), fór ég að vinna í því að þrífa nýju steinana til að gera stóra búrið klárt. Eftir nokkra klukkutíma bras, var komið að því að setja vatnið í búrið og undirbúa fiskana fyrir ný og stærri heimkynni. Allt gekk að óskum svo nýju fiskarnir tveir (Sandra Dís fékk að velja einn og Sunna einn) máttu fara í heimsókn til hinna.

Fljótlega sá ég að stærsti fiskurinn okkar hann Gulli, byrjaði að vera vondur við þessa nýju og þá sérstaklega Fíónu (Sunnu fisk) en Silfri (SD fiskur) lét sig hverfa á bakvið dæluna og lét ekki á sér kræla frekar. Gulli gerði ekki annað en að reyna að bíta í sporðinn á honum, synda utan í hann og lagði hann í bókstaflegri merkingu í EINELTI Woundering Ákvað að láta þá eiga sig, lítið annað hægt að gera svo ég gaf þeim bara aðeins að borða.

Hentist svo yfir til mömmu með hitt búrið til að aðstoða hana við uppsetninguna á því og koma því búri í gang.

Þegar ég kem heim, rétt um miðnætur bil, skoðaði ég aftur fiskana vel og vandlega til að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki fengið of mikið sjokk við þessi nýju heimkynni. Slekk á búrinu og fer að sofa.Sleeping

Í morgun þegar ég vakna, ákvað ég að leyfa Sunnu að skoða nýju fiskana og búrið (hún var farin að sofa áður en ég náði að klára í gær) og ætlaði að kveikja ljósið í búrinu. Þegar ég kem nær finn ég hvar skvampaði í inniskónum! Ég kveiki frekar ljós og sé þá mér til mikillar skelfingar að fiskabúrið hafði LEKIÐ og allt á FLOTI!!!!!!!!! Það fyrsta sem ég hugsaði var "fjandans fiskarnir" en skenkurinn minn er líklega ÓNÝTUR W00t Reif allar skúffurnar út til að þurrka það sem ég gæti þurrkað en gólfið var það blautt að bara það skemmir fæturna á skenknum. Ég sá allt í einu fyrir mér að 170.000 kr skenkurinn öðlaðist vængi á haugana Crying Það hvarflaði ALDREI að mér að þetta búr myndi leka svona svakalega. Ég leitaði eftir skýringu og þreifaði á öllu búrinu til að leita eftir hvar það lekur en fann það hvergi. Tappaði 10 lítrum af því til að byrja með, reyndi að þerra allt sem ég gat og krossaði fingur og fór í vinnu. Nú kemur það í ljós þegar ég kem heim á eftir hvernig útkoman er. Sé það alveg fyrir mér að þurfa að tappa af öllu búrinu aftur til að reyna að þurrka stofuna.... Frown


Dýrar framkvæmdir heimilisins

Ég er að tala við DA vinkonu á MSN þegar hún segir mér að nú sé hún komin með 400L fiskabúr. Það fannst mér vel af sér vikið og einhvernvegin þá tókst þessari yndislegu vinkonu minni á að sannfæra mig á því að mig "sárvantaði" annað fiskabúr....hún vildi endilega að ég tæki hennar búr sem er 165L. Ég held að hún sé gædd einhverju sannfæringartöfrum því ég var búin að segja já áður en ég náði að hugsa um hæð og þyngd (allavega vill maður ekki hugsa um þyngdina og er alltaf jafn svekktur yfir hæðinni svo það var skiljanlegt).

Það lá svo mikið á að nokkrum klukkustundum síðar var fiskabúrið komið heim og fyrir mér blasti ekki fiskabúr, heldur ferlíki!! Shocking Ég átti ekki neina hirslu undir búrið svo nú voru góð ráð dýr....í orðsins fyllstu merkingu. Þetta kallaði á meiriháttar skipulagningu í stofunni og ekki bara það, heldur endaði ég inn í Tekk Company og verslaði mér þar annan sjónvarpsskenk sem er í stíl við borðstofuborðið til þess að taka skúffuskenkinn og setja hann undir fiskabúrið. Með þessu fylgdi að sjálfsögðu að ég varð að taka eitthvað út úr stofunni í staðinn svo fyrir valinu var gamli bókaskápurinn sem er ekkert annað en antík og hefur tilfinningalegt gildi.

Þegar ég skoðaði mig um í Tekk Company, þá sá ég það að ég hefði NAUÐSYNLEGA þurft að skipta út sófaborðinu og fá annað sem er í stíl við nýja skápinn og borðstofuborðið og þá losa mig við síðasta húsgagnið í stofunni sem var úr kirsuberjavið. Ég hlýt að geta farið fram á skaðabætur!! Ég trúi ekki öðru en að DA sé einfaldlega bótaskyld í þessu máli LoL

vintage_tv_skenkur


Strákar mínir...passa sig betur næst ;)

Tær snilld og frábær "óvart" tímasetning lögreglumanna. Ótrúlegt hvað sumir leggjast lágt við að ná nokkrum þúsundköllum. Óhætt að segja að um seinheppna þjófa sé að ræða. Police
mbl.is Ræningjar staðnir að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins í dag....

Við getum aldrei verið svo öllum líki, þess vegna gildir það að vera sjálfum sér samkvæmur og vinna í sátt við sjálfan sig.

Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 259674

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband