. - Hausmynd

.

Dýrar framkvæmdir heimilisins

Ég er að tala við DA vinkonu á MSN þegar hún segir mér að nú sé hún komin með 400L fiskabúr. Það fannst mér vel af sér vikið og einhvernvegin þá tókst þessari yndislegu vinkonu minni á að sannfæra mig á því að mig "sárvantaði" annað fiskabúr....hún vildi endilega að ég tæki hennar búr sem er 165L. Ég held að hún sé gædd einhverju sannfæringartöfrum því ég var búin að segja já áður en ég náði að hugsa um hæð og þyngd (allavega vill maður ekki hugsa um þyngdina og er alltaf jafn svekktur yfir hæðinni svo það var skiljanlegt).

Það lá svo mikið á að nokkrum klukkustundum síðar var fiskabúrið komið heim og fyrir mér blasti ekki fiskabúr, heldur ferlíki!! Shocking Ég átti ekki neina hirslu undir búrið svo nú voru góð ráð dýr....í orðsins fyllstu merkingu. Þetta kallaði á meiriháttar skipulagningu í stofunni og ekki bara það, heldur endaði ég inn í Tekk Company og verslaði mér þar annan sjónvarpsskenk sem er í stíl við borðstofuborðið til þess að taka skúffuskenkinn og setja hann undir fiskabúrið. Með þessu fylgdi að sjálfsögðu að ég varð að taka eitthvað út úr stofunni í staðinn svo fyrir valinu var gamli bókaskápurinn sem er ekkert annað en antík og hefur tilfinningalegt gildi.

Þegar ég skoðaði mig um í Tekk Company, þá sá ég það að ég hefði NAUÐSYNLEGA þurft að skipta út sófaborðinu og fá annað sem er í stíl við nýja skápinn og borðstofuborðið og þá losa mig við síðasta húsgagnið í stofunni sem var úr kirsuberjavið. Ég hlýt að geta farið fram á skaðabætur!! Ég trúi ekki öðru en að DA sé einfaldlega bótaskyld í þessu máli LoL

vintage_tv_skenkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei þú misskilur málið algerlega, ég ætti að fá laun fyrir að mubla upp stofuna hjá þér ! Allt þetta sem þú varst ekki búin að sjá að þig vantaði !!!!

 DA

DA (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Helga Linnet

Dísess...þú ættir að taka að þér vinnu hjá Innlit/útlit

Víst ég misskildi þetta svona, þá hlýt ég að fá MISKABÆTUR

Helga Linnet, 17.1.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Flottur skenkur-kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hefði ekki verið betra að sleppa þessu búri?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 259668

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband