. - Hausmynd

.

Það er FRÚ Helga sem talar :)

Nú er allt yfir staðið. Allur dagurinn stóðst undir væntingum. Ég vildi skemmta mér og að aðrir myndu skemmta sér eins vel....allavega ekki verr en mér.

Ég var alltaf búin að ákveða það að brjóta aðeins formleg heitin upp í kirkjunni en vissi ekki hvort ég myndi þora því svona öllu jöfnu. Ég var aldrei stressuð, leið alltaf voðalega vel allan tímann, fór yfir það í huganum hvar og hvað og hvernig ég ætlaði að brjóta þetta formfasta kirkju brúðkaup upp. Þegar ég var orðin ákveðin í að brjóta það upp (ég var þá ennþá við hlið pabba í kirkjunni þegar ég ákvað þetta) þá fór ég virkilega að stressast upp. Ég hugsaði margt og fannst það á þessum tímapunkti að ég mætti ekki gera NEITT fyrr en ég væri orðin LÖGLEG FRÚ Kissing.

Við krupum við altarið eftir að búið var að setja hringa og þá ákvað ég að klípa létt í rassinn á honum....og ég gerði það. Það kom kliður um kirkjuna og þá áttaði ég mig á því að það sáu þetta kannski bara flestir....jæja....var það ekki bara ágætt??? Markmiðinu mínu var allavega náð....að brjóta þetta aðeins upp Wink

Veislan heppnaðist ótrúlega vel í alla staði. Maturinn var súper góður, veislustjórinn frábær og allir þeir sem treystu sér upp á svið að "bulla" voru æði. Sigga svilkona sló í gegn með video show-inu en fimm mín í brúðkaup ákvað ég að kenna henni á movie maker svo hún gæti sett upp video-show-ið. Ég fann til myndir og lét hana hafa tilbúnar myndir en svo setti hún texta og svoleiðis skemmtun inn á. Ég skemmti mér konunglega yfir þessu en Stefán minn fölnaði nú yfir einhverjum myndum sem við Sigga fundum Grin.

 

brúðkaup 164 (Medium)
Humble

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir með brúðkaupið.

Kveðjur, Helena, Örvar og Elma Katrín. 

Helena og familí (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 19:58

2 identicon

ELSKU HELGA OG HERRA...  VILDI BARA KASTA Á YKKUR KVEÐJU OG ÓSKA YKKUR INNILEGA TIL HAMINGJU BRÚÐKAUPIÐ.  ÞIÐ ERUÐ STÓRGLÆSILEG Á MYNDUNUM!!!  tIL HAMINGJU.... KVEÐJA   hLÍN BLAKVINKONA

hLÍN (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband