. - Hausmynd

.

Legoland

Í gær fór stórfjölskyldan í Legoland. Liðið var vakið kl 03:30 og allir komnir út í bíl rétt rúmlega 04:00 Við vorum svo komin á völlinn rétt fyrir 05:00 og þar beið glaðningur fyrir yngri kynslóðina. Þau fengu bakpoka frá Flugleiðum og í honum var Bangsimon litabók, trélitir, stuttermabolur með merki fyrirtækisins, derhúfa og DVD mynd með 4 sígildum teiknimyndum. Mjög rausnarlegur poki.

Það var svo ekkert annað að gera en að tékka okkur inn og fara upp í Dutyfree store Kissing. Við vorum svo komin í vélina kl 06:00 og korteri síðar komin í loftið. Flugið var rosalega fínt og lent í Billund kl 10:30 (að staðartíma) og þar biðu okkar rútur sem flutti hópinn í Legoland.

Við skemmtum okkur öll alveg konunglega allan tímann. Veðrið var svona sannkallað íslenskt veðurfar, skiptist á skin, skúrir, logn og rok en sem betur fer var mest af skini en minnst af skúrir og meira af logni heldur en roki Smile

Auðvitað var ekki hægt að fara í Legoland nema að kaupa lego föt....ég keypti galla á þá yngstu og hann kostaði 799dk en í Hagkaup kostar hann "einungis" 15.000kr Gasp (þetta var spurning um að kaupa eins og 10 stk af göllum úti og fara svo heim í Hagkaup og skipta/skila og nota inneignarnótuna í eitthvað annað LoL)

Kl 17:00 (að staðartíma en þá var klukkan 15:00 heima á Fróni) var haldið út úr garðinum og í flugstöðina aftur. Það var ekki laust við að maður var orðinn nokkuð lúinn. Vélin beið okkar og um leið og allir voru komnir var kallað út í vél, langt á undan áætlun og haldið heim á leið.

Við vorum komin í Keflavík rétt uppúr kl 20 svo það var ekkert annað að gera en að ná í tollinn og fara heim að SOFA Sleeping

Þess má geta að Icelandair lánaði flugvélina, Flugleiðir gáfu gjafir, Nói Síríus gáfu gjafir líka, Legoland sló 50% af hverjum miða og mér skildist það flugfreyjurnar sem voru með okkur voru flestar ef ekki allar þarna í sjálfboðavinnu. Eflaust er eitthvað meira sem ég gleymi en allir þeir sem stóðu að þessari ferð eiga skilið rós í hnappagatið Wink

Þó svo að fjölskyldurnar hafi ekki þurft að borga ýkja mikið fé til þess að fara þessa ferð má samt geta þess að allir sem fóru í þessa ferð eru aðilar að SKB. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að eiga barn sem greinst hefur með krabbamein, barn í meðferð eða barn sem hefur dáið úr krabbameini.

Ég er alveg sannfærð um það að hver og ein einasta fjölskylda hefði vilja skipta við einhvern um þetta sæti í flugvélinni fyrir heilbrigt og heilsuhraust barn en svona ferðir eins og þessar eru með það markmið að létta börnunum lífið, sum hver fá aldrei að fara svona ferð aftur.

Takk fyrir okkur. Þetta var æði. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður tárfellir þegar maður les um svona lagað... þetta er æði.

PS.Kíktir þú á móður mína í Vandel?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.9.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259714

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband