. - Hausmynd

.

vel heppnuð Kínaferð

Nú er maður loksins kominn aftur á klakann eftir ótrúlega vel heppnaða Kínaferð. Maður er reynslunni ríkari sem er ómetanlegt. Ekki bara reynslunni ríkari, heldur líka eitt stykki myndavél ríkari Grin. Ætlaði ekkert að versla....en "gleymdi" því þegar ég var í Hong Kong! Hvernig er annað hægt þegar allt kostar brot af því sem það kostar hér?!

Við Þyrnirós ferðuðumst víða um Kína og komum við á mörgum stöðum bæði til að skoða verksmiðjurnar í kringum tækin sem við vorum að skoða og til að funda við þessa eigendur fyrirtækjanna. Þessir Kínverjar eru ansi drykkjuglaðir og matglaðir að það hálfa væri meira en nóg. Ég er ekki mjög mikið í drykkjunni svo ég var mjög spök í því en oftar en ekki var kallað "Kampei" sem þýðir skál í botn og ef maður kláraði ekki úr glasinu fékk maður það "óþvegið" Tounge (lenti sjálf svosem ekki í Því....lét ekki reyna á það allavega) Þyrnirós bað um sjávarfang í matinn með öllum þessum "köllum" sem við átum með en ég var orðin ansi græn á þessum sjávarréttum. Mér var þá bara tjáð um það að ef ég bæði um kjöt, gæti ég allt eins fengið hund, apa eða eitthvað álíka "girnilegt".

Eitthvað vöfðust prjónarnir fyrir mér í byrjun og var ég hið mesta skemmtiefni fyrir þá Shocking. Ég gaf mig ekki svo auðveldlega og lærði á þessa andsk$#%& prjóna Joyful. Var bara orðin nokkuð góð í þessum prjónum á endanum. Cool

Örþreytt eftir 2 sólarhringa ferðalag lentum við á Keflavíkurflugvelli. Stefán og yngri dömurnar sóttu mig á völlinn og þegar ég kom inn í bílinn beið mín bleik rós í sætinu InLove. Þegar ég kom heim, mætti mér ilmandi matarlykt. Viktoría og Stefán sáu um að elda góðan mat handa mér og opnuð var kampavínsflaska og rauðvín með matnum Heart. Þau höfðu tekið húsið í gegn og þrifið hátt og lágt svo ég kæmi heim í hreint umhverfi. Ég ætti kannski bara að fara oftar svona langt í burtu, það er svo gaman að koma heim Tounge

Nú er það harkan sex, ég mætt í vinnu og farin að kenna samstarfsmanni mínum á 3D forrit svo hann geti teiknað eftir okkar hugmyndum og sent út. Sideways

Svona litu salernin út í Kína......mmmmm....langar svooo að fá svona heim!! NOT!!

Gat í gólfið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gott að þú ert komin heim.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.12.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Eyrún Linnet

Velkomin heim!

Kannast við þessi klósett... kosturinn við þessi klósett var samt að maður þurfti ekkert að vandræðast með hvort maður ætti að setjast á setuna... sem svo hefði getað verið misskítug

Eyrún Linnet, 1.12.2007 kl. 21:22

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil ekki svona klósett
Velkomin heim til Íslands...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 259733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

227 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband