. - Hausmynd

.

daginn í dag gerði drottinn Guð

Ég og Sunna fórum í sunnudagaskólann á Álftanesinu. Hún alsæl söng með öllum lögum. Gaman að sjá hvað þessi kríli hafa út úr þessu Brosandi

Eftir skólann fórum við í bakaríið og keyptum bakkelsi með kaffinu til að færa pabba (Stefáni) en hann var að þrífa jeppann í Hafás og ætlaði að þrífa Yarisinn þegar við kæmum. Skruppum aðeins í heimsókn til Lang-afa á spítalann. Þar var amma líka og þau að borða hádegismat. Afi leit ágætlega út en ég hef séð hann betri Skömmustulegur. Ég veit ekki hvað verður með kall greyið. Gráta

ég og Sunna fórum í Hafás með bakkelsið og þar var Ási. Hann hafði líka hugsað svona hlýtt til Stefáns og kom LÍKA með bakkelsi, það var að vísu aðeins á hollari nótum Ullandi Við Sunna keyptum sko snúð og salat á brauð Glottandi. Ási fór og þá var tekið til við að tvista....allavega með tusku og þrifum bílana hátt og lágt. Svo þar sem ég var í "stuði" og blöskraði þennan KALLA-VINNUSTAÐ, þá tók ég til og þreif aðeins í eldhúsinu en svo var mér litið á baðið......óboj....ekki fögur sjón svo það var náð í sótthreinsigræju og baðið þrifið líka Hissa Pabbi hringdi svo um kvöldið í "sjokki" og sagðist um það bil að hafa verið að hringja á rannsóknarlögguna.....þetta hafði ekki gerst lengi að það hefði verið þrifið Skömmustulegur Strákar mínir....verði ykkur bara að góðu Glottandi

já. Ég, Stefán og Sunna fórum á bíómyndina Í óbyggðum. Sandra Dís átti miða á Garfield 2 og vildi frekar fara á hana heldur en að koma með okkur. Hún hafði nú  svosem engan til að fara með og var hörð á því að fara ein Óákveðinn ég athugaði hvar var verið að sýna Garfield og svo óbyggðirnar og komst að því að Garfield var í Smárabíó en óbyggðirnar í Álfabakka. Ekki svo langt frá hvort öðru Brosandi Þar sem hún vildi þetta þá var ákveðið að skutla henni í Smárabíó og við færum svo yfir í Álfabakka. Ég fylgdi henni inn og fékk miðann og ræddi við hana og vonaði það besta. Þegar við vorum að skríða út úr bíóinu þá hringir prinsessan, alsæl Hlæjandi Við skutumst og náðum í hana. Ég er alveg gríðarlega stollt af henni að láta sig hafa það að fara ein í bíó. Þetta var henni hjartans mál að fara á Garfield þar sem hún átti frímiða. Þessi elska kemur alltaf jafn mikið á óvart Glottandi

Ég rétt náði heim og skaust þá á blakæfingu. Það var massa gaman að blakast aðeins. Vorum úti í fínni aðstöðu. Rosa gaman. Brosandi Kom heim alveg endurnærð Koss

ætla í háttinn eftir viðburðarríkan dag.

Góða nótt Svalur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 259684

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband