. - Hausmynd

.

Einu sinni var......

Tíminn er ótrúlega fljótur að líða. Jólin komu og jólin....tja....fóru! FootinMouth Ég var búin að undirbúa mig undir erfið jól en það ótrúlega gerðist....þau voru bara alveg ágæt Smile

Skelltum okkur norður til Akureyrar milli jóla og nýárs. Gistum hjá tengdó og það fór sko óskaplega vel um okkur þar. Hittum fólk....reyndar færri en við ætluðum okkur...en það verður að hafa það....bætum okkur bara næst Wink

Elsta daman mín er komin með æfingaleyfi á bíl. Fór með hana í bíltúr að versla inn skólabækur fyrir skólann. Fórum að sjálfsögðu á mesta anna tíma og það á föstudegi, leyfði henni að keyra....jájá... hún stóð sig ágætlega greyið. Auðvitað var þetta að henda henni beint í djúpu laugina en hún kláraði sig alveg á þessu. Mamman með nokkur auka feilpúst á hjarta.....en það sem ekki drepur mann herðir Tounge

Þegar ég kom heim í dag beið mín lítill pakki. Ég kíkti í pakkann og var það bloggvinagjöfin frá henni Mörtu sem beið mín. Óskaplega fallegur hálsklútur í brúnu og gylltu. Takk Marta. Þetta var æði InLove

Skellti mér í ræktina í gær. Var kannski ekki alveg nógu góð fyrir en þetta skánaði ekki svo ég hringdi í sjúkraþjálfann aftur. Hann tók mig inn á teppið og eftir pot og pikk ákvað hann að gefa mér raflost! W00t Raflostið átti að kveikja á svokölluðu endorfíni sem er "verkjalyf" sem líkaminn býr til sjálfur og virkar á taugakerfið. Ég var í raflosti í einhverjar 30-40 mínútur og varð ég strax mikið skárri af verkjum svo ég ákvað að skella mér og versla mér eitt svona tæki eða svo.....allavega heilnæmara en að gleypa reiðinnar býsn af verkjalyfjum.....!!! Eftir tímann var ég rosalega eftir mig og langaði mest heim upp í rúm. Ég var með svo mikinn krampa í hendinni að ég barðist við sinadrátt í nokkra klukkutíma á eftir frá öxl fram í fingurgóma. Sjúkrinn sagði að þetta sem væri að hrjá mig væri svokallaður taugakrampi í öxlum og hálsi sem leiðir út í hendur.....æði ekki satt...

Veit ekki hvort þetta eru eftirköstin eftir raflostið en annar fóturinn frá tám og upp að nára er svo viðkvæmur fyrir snertingu að allt sem heitir snerting, fatnaður eða annað, virkar eins og sé verið að rispa mig inn í hold. Ekki sérlega þægilegt því ég þarf jú að stíga í fótinn....og það er einfaldlega VONT! Þetta verður vonandi búið í fyrramálið því ég þarf jú að vinna frá 9-15 í www.sturta.is svo ekki þýðir að vera eitthvað farlama þar!!

jólakúla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2008 kl. 12:55

2 identicon

Hæ, hæ, hæ, hæ þú ó þú!

Gleðilegt ár mín kæra. Og þú verður nú að vera svolítið varkár. Ekki gott með alla þessa verki. En endilega láttu sjúkrann nudda þetta úr þér. Jólin eru alltaf góð, það er okkar að ákveða hvernig við ætlum að hafa þau.... Ekki satt?

Sjáumst, knús Hmj.

Helena Mjöll (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 259683

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband