. - Hausmynd

.

Finding Nemo

Eitthvað virtist dælan í fiskabúrinu vera farið að gefa sig svo vatnið varð gruggugra með hverjum deginum sem leið. Loks blöskraði mér þetta framtaksleysi í sjálfri mér svo ég ákvað að taka fiskabúrið í gegn. Náði mér í fötu og vatnssugu (sem er með stórum hólk framan á og virkar sem ryksuga á sandinn og mjó slanga sem fer úr hólknum og ég beintengi við salernið) Hefst handa við að dæla vatninu af búrinu með ryksugunni. Öðru hvoru helli ég einni skúringafötu af köldu vatni ofan í búrið til fiskanna svo ég fái pínu hreyfingu á sandinn á botninum.

Fiskarnir eru frekar stórir eða frá 8cm-ca 15 cm langir. Eftir langa mæðu náði ég dælunni og fór að vinna í því að hreinsa hana og finna skýringuna á því hvers vegna hún stoppaði, á meðan sá ryksugan um að tæma búrið af vatninu.

Skyndilega fannst mér hljóðið í vatnsslöngunni vera eitthvað skrýtið svo ég fór að aðgæta það og sá mér það til skelfingar að einn gullfiskurinn okkar, hann Herra Varir, hafði gert tilraun til að heimsækja klósettið upp á eigin spýtur og notað til þess aðferðir sem voru brúkaðar í teiknimyndinni um Leitin að Nemo, eða stungið forvitnu nefinu upp í ryksuguna svo hann sogaðist upp um rörið og sat fastur  innst inn í því við sigtið og gat sig hvergi hreyft.

Í panikki vissi ég ekki til hvaða bragðs skyldi taka svo ég tók á það ráð að rífa suguna upp úr búrinu svo vatnið tæmdist þar en eftir sat fjandans fiskurinn og gat sig hvergi fært!

Með því að hrista suguna vel og vandlega losnaði fiskurinn og fór aftur til vina sinna í búrinu. Eftir þetta setti ég blátt bann á að fiskarnir fengju að horfa meira á Nemó....meiru ósiðirnir í þessum óþekka trúðfisk GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær færsla Og ég meina það

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 259689

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband