. - Hausmynd

.

Frekar illa farin

Það er hreint ótrúlegt hvað ein nótt getur skemmt mikið.

Á miðvikudag fór ég í rúmið nálægt miðnætti sem hefði alveg verið í lagi nema að ég vakna aftur um kl 2 við það að Viktoría hafði sofnað út frá bókarlestri með tónlist á og allt upp ljómað svo ég fór frammúr og slökkti á öllu hjá henni. Lagðist upp í rúm og sofnaði.

kl 3 hrekk ég upp við það að hurðin að svefnherberginu er alltaf að skellast. Glugginn var opinn í herberginu og komst að dragsúgur að hurðinni sem aldrei náði að lokast almennilega svo hún skelltist alltaf aftur. Frammúr fór ég enn einu sinni til þess að opna hurðina upp á gátt.

Rétt fyrir 5 hringir bakvaktarsími Stefáns og hélt ég í fyrstu að þetta væri vekjaraklukkan. Reyndi ítrekað að slökkva en allt kom fyrir ekki svo ég ýtti við Stefáni og bað hann um að slökkva á klukkunni sinni...hann rauk þá á fætur til að svara símanum. Hann rauk svo út í framhaldi af því.

Korter yfir fimm kemur litla dýrið mitt og segist þurfa að fara að pissa.

hálf sex hringir vekjaraklukkan hans Stefáns. Hann hafði gleymt að slökkva á henni áður en hann fór og var ekki kominn aftur svo ég neyddist til að fara og slökkva á henni.

klukkan 7 hringir mín vekjaraklukka og þá var ég svo hrikalega búin á því að það var ekki til staður á líkamanum sem mig verkjaði ekki í Frown

Frammúr drattaðist ég og kom krökkunum á sinn hvern staðinn og skellti mér svo í ræktina...sem ég held að hafi ekki verið mjög skynsamlegt því nú er öxlin endanlega farin aftur og nú duga engin verkjalyf Crying

Nú er kominn föstudagur og ég er enn sárþjáð í bölvaðri öxlinni. Þetta ætlar að taka tíma að jafna sig þetta drasl GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 259674

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband