. - Hausmynd

.

Rep from London

Þetta er búið að vera frábær dagur. Þrömmuðum frá hótelinu í Notting Hill inn á Kensington Garden, Hyde park, inn á Oxford Street og hún gengin að enda og þar ætluðum við að taka strætó til baka þar sem fæturnir gátu ekki mikið meira og eins þar sem stutt var í að sýningin Mamma mía myndi hefjast.

Eins og sönnum túristum þá vorum við ekki með smámyntina á hreinu svo við stóðum eins og álfar að telja klinkið því ég var búin að finna það út að vagn númer 390 myndi stoppa á Oxford Street og fara með okkur nálægt hótelinu. Sáum miðakassa þar sem við gátum keypt miða í strætó. Kostaði 2 pund á mann svo við þurftum að telja klinkið og finna út hvort við ættum nóg fyrir því.

Það passaði akkúrat, við áttum 4.50 pund í vösunum okkar svo það var bara að skella sér í miðakaupin. Skellti klinki í kassann og fékk einn miða, snaraði meira klinki í kassann (restinni af því sem við áttum) og ætluðum að fá annan miða en það vildi nú ekki betur til en að kassa fíflið ÁT klinkið okkar!!!

Nú voru góð ráð dýr...

Ég leit í kringum mig og sá Esprit verslun og sagði við Stefán að við skyldum hlaupa þangað inn og versla einn bol eða svo, borga með stærri seðli og fá klink til baka.

Röltum á milli rekka og loks fann ég einn flottan bol á 14.90 pund og fór með hann að kassa. Stefán reiðir fram 20 punda seðil og stelpan gefur okkur 5 punda seðil til baka, hann biður um að skipta en þá segist hún ekki geta gert það...eigi ekki nógu mikið klink sjálf!!!!

Nú voru góð ráð dýr.

Hálf áttavilt á hvað við ættum að gera röltum við af stað aftur upp Oxford, með einn strætómiða í veskinu sem var um það bil að renna út á tíma. Rak augun í skiptibanka og hljóp þar alsæl með 5 punda seðilinn og bað um skipti. Jú, loks gekk það.

Hlupum að næsta miða kassa og keyptum miða. Í þetta sinn át hann ekki miðann. Nú var að bíða eftir strætó númer 390.

Nú fór gamanið að kárna. Þegar ég skoðaði strætókortið kom það í ljós að vagn númer 390 kemur ekki í þetta skýli. Hálf ringluð áttaði ég mig á því að hann hlyti að koma í annað skýli svo við ákváðum að ganga áfram og lesa á öll skýlin. Ekki leið á löngu þegar það var fundið og fegin settumst við niður til að bíða eftir vagninum. Ekki nema 6 mínútur í vagninn.

Ekki tók skárra við.

Í skýlið kom vagn nr 94. Við biðum eftir að hann færi. Sáum svo hvar vagn 390 silaðist í áttina til okkar. Við vissum að vagn nr 94 væri að fara en þá runnu tvær grímur á mig. Vagninn ætlaði sér aldrei að fara í stoppistöðina. Hann stoppaði út á miðjum vegi til að hleypa farþegum út...en engum inn!! Ég sagði við Stefán að við yrðum að hlaupa til að ná honum en hann trúði því bara ekki að vagninn myndi ekki koma. Jú, passaði...vagninn fór...ÁN OKKAR!!

Við urðum að bíða enn frekar og voru nú 18 mínútur í næsta vagn. Og við biðum. Í þetta skiptið ætlaði ég sko EKKI að láta hann framhjá okkur fara.

Næsti vagn gekk eftir áætlun og komumst við upp á hótel, örþreytt en ánægð að hafa komist alla leið. Ég skaut því að Stefáni að það væri munur að hafa mig með til að rata fyrir sig (en hann er töluvert ratvísari en ég) en hann skaut því að mér um hæl að ef hann hefði fengið að ráða, þá værum við LÖNGU komin inn á hótel!! með leigubíl. Fannst þetta ekki hætishót fyndið og benti honum á það að þetta væri sko miklu skemmtilegra svona.

Klæddum okkur upp í sparigallann og tókum leigubíl að Prince of Wales Theatre á sýninguna Mamma mia. Fengum okkur fyrst að borða á Angus steakhouse.

Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið á þessa sýningu. Algjörlega hitt þessi frábæra sýning.

Nú er bara að plana morgundaginn. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Og bestu óskir um yndislega góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mikið skemmtilegri minning þessi strætóferð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.5.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband