. - Hausmynd

.

Snilldar taktar eða bölvaður ósiður!

Þegar ég ferðaðist með DA vinkonu seint á síðasta ári lærði ég helling skemmtilegt af henni. Til að mynda lærði ég það hvernig maður á að koma í veg fyrir að einhver sitji við hliðina á manni í flugvél ef sætin eru þrjú en aðeins tveir ferðalangar. Þessi elska bað um gluggasæti fyrir mig og gangsæti fyrir sig, þá myndaðist autt sæti á milli og það vilja það ansi fáir svo hættan á að einhver sæti við hliðina á manni var ansi lítil nema ef um var að ræða sneisa fulla vél eins og við lentum í frá Hong Kong til London með Britis Airwaves. En ÖLL hin skiptin virkaði þetta og voru þær ekki fáar vélarnar sem við ferðuðumst með. Cool

Ég lék þennan leik út og bað um gluggasæti fyrir mig og gangsæti fyrir Stefán. (vil alveg hafa hann við hliðina á mér...en bara þægilegt að hafa vel rúmt). Þetta fannst Stefáni mínum alveg hrikalega dónalegt af mér. Ég sagði bara mína meiningu og þar með stóð það.

Sama leikinn lék ég svo heim og þakkaði DA í huganum fyrir að hafa kennt mér þennan snilldar leik. Vélin var nánast full bókuð heim og tók ég eftir að fólk þurfti að sitja saman sem ekki þekktist og ég gat ekki annað en brosað út í annað.

Stefán hafði orð á því að svona ósiði geti ég lært af vinkonu minni!! Ég snéri mér þá að honum, leit í augu hans og sagði: "Stefán minn, ósiður, ekki ósiður....þá er þetta allavega nytsamlegur ósiður". Þar með dó málið og enn og aftur áttum við bekkinn ein. Joyful

 

 

 

DAMN...og nú er ég búin að kjafta frá leyndarmálinu Pinch

Forvitinn íkorni
tekið á símann minn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

"DAMN...og nú er ég búin að kjafta frá leyndarmálinu"

Ég get huggað þig við það að allir stunda ekki svona ósiði... svo það er kannski bara ég, þú og vinkona þín sem komum til með að stunda þetta 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 16:23

3 identicon

já enginn sem fattar þetta, þó "uppskriftin" hafi verið birt á netinu !!!!

 DAMN !!!!!!!!!!!!!!!

DA (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband