. - Hausmynd

.

nú er úti veður vont

í orðsins fyllstu merkingu W00t

Þessi dagur byrjaði á öfugum enda.....eða ég fór öfugumegin frammúr!!

Leikskólinn var í fríi svo ég þurfti að finna einhvern sem var á "lausu" til að passa litla skottið. Dramatíska drottningin mín var upptekin svo ég talaði við Rósu frænku (mömmu Rósu) og hún var alveg til í að passa. Ég þurfti bara að koma með skottið yfir. Stelpurnar fóru e-ð seint að sofa í gær þar sem foreldrarnir voru bæði á fundi annarsvegar og fóru svo á markað hjá SVH. Stelpurnar voru eftir hjá mömmu Rósu og Stefán ætlaði svo að sækja þær þangað.

Svo í morgun um sjö vakti ég Sunnu og við vorum komin út 7:40 í hífandi vitlausu roki. Rósa tók á móti okkur niðri og fór með barnið en hún áttaði sig á því skyndilega að ég væri að fara og hún átti að vera ein eftir hjá Rósu!! Crying skinnið var bara dauð-þreytt og ekki endilega upplögð að fara svona snemma út. Ég þurfti að vera mætt í stærðfræðitíma korter yfir átta svo þetta mátti ekki tæpara standa, ég er jú 25 mín að keyra í skólann Pinch

Tíminn í skólanum var jú ágætur. Svo mætti ég í næsta tíma og þá var bara óvart próf Sick ég hafði ekki hugmynd um helv#$%& prófið en lét sem ekkert væri og sat fja"#$% prófið Shocking. Ekki nóg með það að það hefði verið próf heldur gilti þetta próf 20% af loka einkunn svo það er betra að ég nái með góðum einkunum GetLost. Svo var verkleg eðlisfræði og það gekk eins og í sögu.

Ég sæki litla skottið svo eftir skólann og var orðin gríðarlega þreytt eftir daginn. Kem heim alveg úrvinda af þreytu og var ekki í stuði fyrir neitt. Var samt búin að ákveða það að hafa grjónagraut í matinn. Plataði Stefán til að fara með Sunnu í íþróttaskólann og ég ætlaði að undirbúa matinn á meðan. Þau fara í íþróttaskólann og ég byrja að elda. skelli grjónum og því sem þarf í pott og ákvað að hafa tvo potta þar sem ekki allir eru sammála um hvort eigi að hafa rúsínur eða ekki í grautnum. (Það vilja allir nema Stefán rúsínulausan graut). Ég hræri samviskusamlega í pottinum og hugsa svo með mér að potturinn byrjar að "tikka" (lokið er með ventli sem lætur vita þegar byrjað er að sjóða) svo ég skrepp aðeins fram. Í því hringir síminn og ég tala smá stund í símann og átta mig svo á því að ég hafði ekkert heyrt í pottunum svo ég fer fram í eldhús. Þegar ég er komin í dyragættina sé ég að elhúsgólfið er orðið hvítt og eldavélin sem var svört var hvít ásamt borðinu.....semsagt ég steikti grjónin, brenndi vatnið og teppalagði eldhúsið af mjólk Errm. Mér féllust hendur, 2 lítrar af mjólk látu út um allt elhús! grjónin brennd og all vonlaust. Ég þerraði það mesta, hringdi svo í Stefán og sagði við hann að ég hefði klúðrað matnum svo ég ætlaði að bjóða honum og krökkunum út að borða á American Style.

Ég vippa mér í skó og jakka og skelli mér af stað á Yarisnum mínum í Hafnarfjörð. Síminn minn hringir og þá er það litla skottið mitt sem er á línunni og segir; "mamma, ég er í vinnubílnum með pabba og við erum að fara á Amjerrikan stæl. Ætlaru að koma með?". Mér fannst þetta voða krúttlegt og gleymdi brunalyktinni heima og sóðaskapnum í eldhúsinu. Beið eftir þeim fyrir utan stælinn og fórum inn og fengum okkur mat sem ekki var búið að brenna Grin

Nú er ég að "læra" fyrir Stefán!! Tounge. Hann er að fara í próf á mánudag úr smásögu sem hann var að lesa og þarf að vera klár á öllum karektörunum í bókinni. Er að reyna að gúggla þetta á netinu og gengur ágætlega. Svo þarf hann bara að læra þetta eins og páfagaukur fyrir mánudag.

Jæja...þarf víst að vinna í sturtunni á morgun...besta að vera hress þar....

until next.

Helga og brunarústin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 259720

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

232 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband