. - Hausmynd

.

allt er breytingum háð.

Ég fór með litla stýrið mitt til barnaskurðlæknis í dag. Ég vissi ekki hverju ég átti von en ekki þeirri niðurstöðu sem þessi ágæti læknir kom með.

Hún er með svokallaða Branchiogen sinus sem myndi þýðast sem "þistilgöng". Þetta er svosem ekki banvænt (held ég) en allavega nógu slæmt að þetta kostar innlögn á spítala í 2-3 dag og skurðaðgerð.

Á netinu fann ég að þetta væri nokkurskonar æxli sem þyrfti í öllu falli að skera í burtu, ef það er ekki gert, getur æxlið umbreyst í illkynja. Fann síðu sem er á þýsku sem lýsir þessu vel og hvað er gert og hvers vegna þetta kemur en þar sem ég er ekki það sleip í þýskunni ætla ég ekki að reyna að þýða meira!

Ekki ætla ég að kvarta yfir einhverri spítalavist því ég hef búið á spítala með mið-stelpuna í heilt ár samfleytt og kvartaði aldrei yfir því. Þetta einstaka starfsfólk spítalanna gerðu okkur dagana bærilega í þá daga. Margir eyða meiripartinum af sínu lífi á spítala svo maður á ekki að geta kvartað. Með hraustasta barn ever.

Á morgun fáum við að vita hvenær innlögnin verður en hann vildi flýta því sem allra mest (og ekki veit ég afhverju en það er oft þannig að okkur "venjulega" fólkinu er kannski ekki sagður allur sannleikurinn. Ég vona að það sé ekki í þessu tilfelli) Við munum taka þessu með jafnaðar geði eins og svo mörgu öðru.

Á heimleiðinni í dag missti ég úr slag! Var stopp á rauðu ljósi í talsverðri umferð og lít í spegilinn en þá sé ég skelfingarsvipinn á ökumanninum þegar hann áttaði sig á því að hann var að klessa á. Með naumindum stoppaði bíllinn hans, örfáum sentímetrum fyrir aftan minn!! sjæsinn hvað mér leið illa lengi á eftir. Langar síst af öllu að lenda aftur í aftanákeyrslu. Það er eitt af því versta sem hefur hent mig á minni lífsleið....so far! Errm

Sunnu skott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vona að þetta sé ekki eins hræðilegt og maður vill mála á vegginn... sendi þér stuðningskveðjur frá Svíaríki.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Ólafur fannberg

og héðan af hafsbotninum

Ólafur fannberg, 5.6.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.6.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 259720

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

232 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband