. - Hausmynd

.

myndir

Loksins búin að setja inn myndir frá ferðalaginu.

"Mamma" Rósa varð fimmtug í byrjun ágúst. Hún vissi það eitt að hún ætlaði ekki að vera heima á afmælisdaginn, hún vissi heldur ekki hvert hún ætlaði að fara. Hún var ákveðin í því að bjóða ENGUM þangað sem hún færi heldur voru allir velkomnir sem myndu hringja í hana og bara muna eftir henni.

Um miðjan júlí sagðist hún hafa fengið bústað í Ölfusborgum og öll börnin hennar 8 ásamt tengdabörnum og barnabörnum ætli að koma í bústaðinn, hún vissi ekki um aðra.

Ég lét Stefán vita af þessu og hann hringdi í félagið sitt og kom þar í ljós að annar bústaðurinn var laus sem var rétt hjá bústað Rósu. Hann ákvað að taka hann og rífa sig lausan frá vinnu í viku. Eins hugsuðum við það að ef fleira fólk kæmi (sem var ekkert ólíklegt), gæti það jafnvel gist hjá okkur þar sem 18 manns voru þá og þegar komin í bústaðinn til Rósu (bara 3 af hennar börnum ásamt mökum og barnabörnum) Eins var búið að fá leyfi fyrir tjöldum ef til þess kæmi.

Þessi vika var æðisleg og kynntist maður loksins almennilega fólkinu að vestan og ég tala nú ekki um að hafa fengið heila viku með mömmu Rósu InLove. Afmælið gekk vel og voru símhringingar til Rósu ansi tíðar yfir afmælisdaginn og bauð hún öllum þeim sem hringdu að koma og borða með sér. Tæplega 50 manns voru þegar mest var í þessum litla bústað, en gekk þetta samt sem áður ótrúlega vel og frábær grillmatur í boði.

Með söknuði kvaddi ég alla hersinguna og ekki laust við að maður fengi kökk í hálsinn.

Beint úr bústaðnum var haldið norður í Skagafjörð og þar gistum við öll í bústaðnum hjá pabba og konunni hans. Það var alveg frábær helgi sem við áttum þar og fórum við á Fiskidaginn mikla á Dalvík ásamt því að kíkja á Grettislaug og Hóla í Hjaltadal. Konan hans pabba er óþrjótandi upplýsingabrunnur um bæina í Hjaltadal enda átti heima þar í mörg ár.

Frá Skagafirðinum var haldið sem leið lá til Akureyrar.

Frekari sögur koma síðar Wink

Flott gömul steinbrú í Ölfusborgum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með Mömmu Rósu elsku Helga mín og um leið óska ég að þú eigir ánægjulega helgi framundan.

Knúsi knús og bestu kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:16

2 identicon

Það hjómar eins og þú hafir haft yndislegt frí. Vona að við sjáumst í haust. Kær kveða til ykkar allra.

Selma (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Techy

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 13:58

4 identicon

Hæ kella - ég verð að biðjast afsökunar...svona enn og aftur á því að hafa ekki náð að drekka með þér eins og einn kaffibolla!  Síðasta vika var nebblega engu skárri en sú fyrri hvað varðar tímaskort.  Það bara hlýtur að ganga betur næst....

Bestu kveðjur suður,

Hulda Sif og Bergþóra Lísa

Hulda Sif (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 19:33

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hljómar eins og þú hafir átt skemmtilegt sumarfrí..... það er hálferfitt að skólarnir séu að byrja og maður sé að fara inn í vetrarrútínuna aftur. Þetta sumar er aaaallllllt of stutt

Lilja G. Bolladóttir, 19.8.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband