. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Það er FRÚ Helga sem talar :)

Nú er allt yfir staðið. Allur dagurinn stóðst undir væntingum. Ég vildi skemmta mér og að aðrir myndu skemmta sér eins vel....allavega ekki verr en mér.

Ég var alltaf búin að ákveða það að brjóta aðeins formleg heitin upp í kirkjunni en vissi ekki hvort ég myndi þora því svona öllu jöfnu. Ég var aldrei stressuð, leið alltaf voðalega vel allan tímann, fór yfir það í huganum hvar og hvað og hvernig ég ætlaði að brjóta þetta formfasta kirkju brúðkaup upp. Þegar ég var orðin ákveðin í að brjóta það upp (ég var þá ennþá við hlið pabba í kirkjunni þegar ég ákvað þetta) þá fór ég virkilega að stressast upp. Ég hugsaði margt og fannst það á þessum tímapunkti að ég mætti ekki gera NEITT fyrr en ég væri orðin LÖGLEG FRÚ Kissing.

Við krupum við altarið eftir að búið var að setja hringa og þá ákvað ég að klípa létt í rassinn á honum....og ég gerði það. Það kom kliður um kirkjuna og þá áttaði ég mig á því að það sáu þetta kannski bara flestir....jæja....var það ekki bara ágætt??? Markmiðinu mínu var allavega náð....að brjóta þetta aðeins upp Wink

Veislan heppnaðist ótrúlega vel í alla staði. Maturinn var súper góður, veislustjórinn frábær og allir þeir sem treystu sér upp á svið að "bulla" voru æði. Sigga svilkona sló í gegn með video show-inu en fimm mín í brúðkaup ákvað ég að kenna henni á movie maker svo hún gæti sett upp video-show-ið. Ég fann til myndir og lét hana hafa tilbúnar myndir en svo setti hún texta og svoleiðis skemmtun inn á. Ég skemmti mér konunglega yfir þessu en Stefán minn fölnaði nú yfir einhverjum myndum sem við Sigga fundum Grin.

 

brúðkaup 164 (Medium)
Humble

to day is THE day

Loksins komið að stóru stundinni. Allt orðið þokkalega klárt svo nú er bara að láta að fara að dekra við sig Kissing

Eftir 7 klukkustundir verð ég orðin heiðvirð FRÚ Smile og ekki laust við að manni er farið að hlakka mikið til.

Hafið það gott í dag kæru hálsar. Wink


uppáhalds myndin

Þetta er ein af mínum uppáhalds myndum. Rakst á hana þegar ég var að skoða gamlar myndir.

Þessi mynd er tekin þegar ég flaug með frænku minni og manninum hennar frá Suðureyri til Reykjavíkur  29.júní 2003. Þarna erum við rétt að fara að lenda á Reykjavíkurflugvelli.

flugbrautin

 


Fall er fararheill......eða er það ekki

Það er ansi margt búið að ganga á hjá okkur undanfarnar vikur. Til að rifja upp hluta þá byrjaði það þannig:

Jeppinn bilaði og átti viðgerðin að kosta okkur tæpa millu. Sluppum með minna...en skellur samt. Við fáum bílinn úr viðgerð...en hann fer aftur inn í viðgerð daginn eftir. Fáum bílinn enn einu sinni úr viðgerð...en sökum óvandaðra vinnubragða fór hann inn í 4 sinn í viðgerð. Ok, hann er í lagi núna! Woundering

Hringarnir voru skemmdir fyrir okkur. Get ekki beinlínis sagt OK við því en getum ekkert gert en að bíta í það súra og "sætta" sig við þetta. Búið og gert! GetLost

Stefán ákvað að máta "ódýru" jakkafötin frá Sævari Karli á sunnudaginn og komst að því að þeir styttu buxurnar svo mikið að hann hefði léttilega geta leikið trúð í veislu í buxunum og skyrtuna afhentu þeir svo litla að ekki var fræðilegur að hneppa tölunum. Með jakkafötin fór hann og þeir verða gjöra svo vel að redda þessu á staðnum. Það er jú 5 mín í brúðkaup W00t

Ég fer í sakleysi mínu í brúnkumeðferð sem endar með því að auðveldlega er hægt að rugla mér saman við næstu skjöldóttu belju sem fyrir verður á veginum! Blush

Ég fór með brúðarkjólinn minn í hreinsun í gær svo nú verð ég að krossa fingur um að ekkert komi fyrir kjólinn og ég geti notað hann um helgina. Pouty

Hvað verður það næst? Pinch


baulaðu nú búkolla mín ef þú ert einhverstaðar nálægt!

Ég fór í ræktina í gær eins og svo oft áður. Ég var á stigavélinni að puða þegar ég var að lesa auglýsingaskiltin í salnum (það er skemmtilegra að lesa þau en að spá í þá sem eru mættir í salinn). Ég sá þar auglýsingu frá Smára sól (eða hvað þetta heitir) og þeir segja og fullyrða að maður geti orðið brúnn á einungis fimm mínútum. Þetta vakti athygli mína þar sem mér skildist að maður fer ekki í ljósabekk heldur í einhverskonar klefa. Ég er alfarið á móti ljósabekkjum almennt séð en það sakaði ekki að spyrja.

Ég fer í sturtu eftir æfinguna og ákvað að tala við þær í Smárasól. Þar var ung og lagleg stelpa sem vildi allt fyrir mig gera og sýna mér hvernig þetta virkaði. Ég marg spurði hana hvort maður verði ekki flekkóttur í þessu en hún full vissaði mig á því að maður verður það ekki. Það myndi manneskja vera með mér og aðstoða mig í gegnum þetta. Ég hafði mestan áhuga á því að losna við þessar brúnkuskellur sem ég var með fyrir eftir ALLAR utanlandsferðirnar í ár Wink. Ég panta þá tíma og stelpan ráðlagði mér að fara í sturtu rétt áður og nota skrúbb-hanska til að taka allar dauðar húðflögur og svo framvegis. Ákveðið var að ég mætti kl 21 um kvöldið.

Ég skelli mér í sturtu, nota hanska og skrúbb-efni og alles og fer galvösk í þennan tan-klefa. Þar var önnur ung og lagleg stelpa sem sýndi mér allt og sagði mér frá því sem hún vissi og hvar á að bera sérstakt krem og hvar ekki. Ég fylgist með öllu því sem hún segir og ræddum um hvaða lit væri best fyrir mig að fá. 3 litir voru í boði en þar sem ég var svo mikið brún á höndunum ákváðum við að best væri fyrir mig að fá milli litinn, sá ljósasti væri kannski full ljós miðað við að ég ætlaði að losna við hvítu rendurnar á öxlunum og svo leiðis. Ég les leiðbeiningarnar vel og vandlega 2x yfir áður en ég hófst handa við að smyrja mig bak og fyrir. Inn í klefann steig ég og ýtti á takkann. Maskínan talaði við mig og bað mig um að snúa mér allavega og þéttur úði helltist yfir mig alla. Ég steig út úr klefanum og lít í spegilinn og sá brúnu taumana leka hér og þar niður kroppinn. Ég náði mér í þvottapoka og byrjaði að dampa mig hægri vinstri en ekki of mikið svo ég myndi ekki þurrka allan litinn af mér. Þetta gekk bara vel en ég var samt hissa á því að starfsstúlkan myndi ekki gera þetta, hún ætti jú að hafa meira vit á þessu en ég og ég næ ekki að þurrka allt bakið með þvottapokanum svo ég var ekki að átta mig á því afhverju ég þurfti að gera þetta sjálf. En allavega reyndi ég að gera mitt besta.

Ég kem fram og hitti þar á afgreiðslustúlkuna sem var sannfærð um að við breyttum rétt að ég hefði ekki mátt fara í ljósari lit en þetta. Í fljótu leit þetta bara fjarska vel út svo ég ákvað að fara bara heim þokkalega sátt við allt. Ekki of brún og ekki flekkótt (alveg eins og mér var lofað)

Stefán sér mig svo heima og var bara mjög sáttur við árangurinn og vildi bara fara líka Grin. Ég taldi honum hughvarf á að fara, fannst þetta kannski ekki eins sniðugt fyrir svona loðfíl eins og hann er Tounge. Við förum svo bara að sofa en fjandans lyktin var að gera mig brjálaða. Ég þorði samt ekki að skreppa í sturtu svo allur liturinn færi ekki bara en to tre.

Í morgun hringir klukkan og ég teygi mig í hana til að slökkva á henni. Lít til hliðar og sá bara einhverja hönd vera á undan mér að slökkva á klukkunni. Ég hrekk upp og opna betur augun og sá að þetta var MÍN hönd, með það sama þyrlaðist ég fram úr rúminu og lít í spegil, þá fyrst fékk ég sjokk!! W00t Helv$%& liturinn dökknaði svo svakalega í nótt að ég var dekkri en svertingi í útliti...og ekki bara það...heldur var ég svo SKELLÓTT að flekkustu beljurnar myndu bara skammast sín fyrir litleysi miðað við mig Woundering

Ég hentist inn á bað og greip þvottapoka og svo var bara nuddað og nuddað en því miður án árangurs...þetta er komið til að vera næstu 10-14 dagana....og brúðkaupið er eftir4 daga W00t En það sem er verst í þessu öllu var að ég notaði að sjálfsögðu þvottapoka við verknaðinn í smárasól en þeir voru ekkert að segja mér frá því að ég yrði að þvo mér vel inn í lófunum....Hugsaðu þér kolaverkamann...og hvernig hendurnar á honum líta út ef hann notar ekki hanska.... ég er VERRI Crying

Hér er mynd af mér...í felum á bakvið tré!

Helga í felum


hvar klikkaði þetta?

Annað hvort hafa verkfræðingar/tæknifræðingar og/eða smiðir klikkað á einhverju "smáatriði". Hrikaleg mistök.
mbl.is Fjórir létust er ný brú hrundi í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísir býður í bíó

ég fékk einn auglýsinga e-mailið um daginn frá visir.is. Þar var manni boðið að taka þátt í einhverskonar bíó potti, maður þurfti bara að setja nafn og gsm númer og samþykja að gera visir.is að upphafssíðu í tölvunni og þá var maður kominn í pottinn. Þeir draga út nokkra vinningshafa sem geta skellt sér í bíó.  Ég fór í gegnum allt ferlið og ýtti á samþykkja og svo kom að vinningshafar fá sms.Smile

Mér til mikillar undrunar fékk ég sms. Það barst rétt upp úr kl 12 á hádegi nokkrum dögum síðar og í skeytinu stóð að það yrði að sækja miðana fyrir kl 16 og svo hvert. Ég var akkúrat á leiðinni út þegar ég fékk skeytið og hugsaði mér þá bara að skjótast og sækja miðana og klára útstáelsið í leiðinni.Joyful

Ég mæti á staðinn, rétt klukkutíma eftir skeytið en þegar ég ætla að opna dyrnar sá ég að það var búið að líma á hurðina A4 blað: "Vinningshafar á visir.is, athugið að miðarnir eru búnir"W00t

Ég leit á klukkuna og ákvað að kafa í skilaboðin, laukrétt, það var rétt liðinn klukkutími frá því ég fékk skeytið!Woundering

Mér fannst þetta frekar lélegt og þeir eru alveg búnir að fyrirgera því að ég taki þátt í svona skrípaleik aftur. GetLost


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband