19.2.2008 | 11:32
skömmuð!!
Nú fékk ég það sko óþvegið hjá gigtarlækninum mínum í morgun. Ég er að drattast til hans fyrst núna eftir slysið mitt 24.sept 07. Hann varð æfur yfir því afhverju í ósköpunum ég hefði ekki komið fyrr til hans, honum þætti ekkert varið í það að moka sama skurðinn oft!
Kláraði lyfin mín í síðustu viku og hef ekki tekið þau síðan og þar með er ég komin á byrjunarreit hvað það varðar og hann var ekki kátur. Benti mér á það (dálítið æstur) að við hefðum verið svo langt komin í meðferðinni og nú víst ég asnaðist ekki til þess að koma til hans strax og stöðva ógæfuferlið, þá værum við á núll punkti aftur...semsagt ný meðferð að hefjast (átti kannski eftir ár til þess að geta útskrifað mig...en þau verða víst fleiri...út af asnaskap í mér) En eins og ég sagði við hann að ég hélt bara að þetta hefði ekki verið neitt og er alltaf að átta mig á því að þetta er miklu meira en það....
jæja...ég verð víst að sætta mig við þetta. Búið og gert. Vonandi fara verkirnir aftur að minnka héðan í frá.
Stefán minn hló að þessu og sagði að það hefði verið kominn tími til að einhver læknirinn minn skammaði mig...ég kannski myndi hlusta betur næst
það verður ekkert NÆST!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2008 | 18:00
we say hey hey hey
Ég er dálítið mikið að fíla þetta lag...og vona það innst inni að þetta fari út í okkar Eurovision keppni í ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 17:55
Macro myndir
já...ég viðurkenni það...ég ER skrítin...og mun allaf vera það
Setti inn macromyndir inn. Ef þú nennir að skoða...þá er það bara frábært.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 15:48
búin að tapa glórunni!!
Mig hefur dreymt um svokallaða macro linsu á vélina mína. Fann jú eina sem mig langaði að kaupa og ætlaði að setja hana í "favorite" á netinu hjá mér en snarlega hætti við þegar ég sá að hún kostaði litlar $2800 , nei...geymi það aðeins.
Las mig til á netinu um hinar ýsum stillingar og jafnframt bent á það að það sé hægt að nota hinn endann á linsunni líka...smá maus...en á sumum vélum er það hægt. Auðvitað opnuðust mín augu á staðnum svo ég ákvað að fara að gera tilraunir með myndavélina. Í fyrstu kom ekkert að viti upp en svo smátt og smátt áttaði ég mig á því hvernig þetta virkar.
Fyrsta tilraun og sko alls ekki sú síðasta í minni "macro" pælingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2008 | 14:53
með hor út á kinn
Agalegt hvað maður verður slappur þegar maður verður svona kvefaður.
Lagð af stað í vinnu í morgun en hætti við, snéri við og hringdi mig inn veika. Kvefið fer allt í augun á mér svo ég sé ekki út og tárast út í eitt.
Lagðist upp í rúm og lokaði augunum. Var þar í 1-2 tíma, gafst upp og strunsaði fram í sófa til að reyna að glápa á e-ð í imbanum. Ekki tókst betur en það að helv#$% myndlykillinn frá Símanum var bilaður svo ég gat ekki leigt neitt skemmtilegt. Langaði þá bara að fara að dunda mér með myndavélina en komst að því að ég hef heldur ekki heilsu í það!! þá er mikið sagt
læt eina fylgja af tilraunum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 18:02
Mannþekkjarinn ég
Ég er svo ótrúlega góð að muna andlit og nöfn og allt það....eða EKKI!! Oftar en ekki hefur mér fundist ég þekkja fólk og svo ekki gert það og svo hefur líka komið fyrir að ég hef strunsað framhjá fólki sem ég þekki mjög vel, án þess að heilsa!! sumir verða móðgaðir og aðrir ekki.
En fyrir nokkrum árum síðan var ég á gangi í Kringlunni og hitti þar manneskju sem ég þekkti. Hugsaði með mér hvort ég ætti að stoppa hana og heilsa eða hvort ég á að labba framhjá. Ég vel oftast síðar nefndu leiðina en ákvað að taka rögg á mig og heilsa að fyrra bragði. Ég ákvað að heilsa og viðkomandi manneskja heilsar mér, hægir á sér, fannst samt eitthvað skrítið hvað mér fannst ég þekkja konuna (mundi ekki nafnið, frekar en fyrri daginn) en samt fannst mér að ég ætti ekki að þekkja hana.
Við vorum báðar mjög vandræðalegar yfir þögninni sem myndaðist eftir að við heilsuðum en svo þar sem hvorug okkar sýndi frumkvæði á að starta umræðuefni (svona fyrir utan blessuðu blíðuna) kvöddumst við aftur. Þetta fannst mér samt allt mjög undarlegt en ákvað að hrista þessa hugsun í burtu því ég mundi ekki nafnið á viðkomandi manneskju eða hvernig við ættum að þekkjast.
Um kvöldið sama dag áttaði ég mig loks hver manneskjan var.....
Þetta var bara Elín Hirst fréttaþulur
Eftir þetta ákvað ég að vera ekki að heilsa af fyrra bragði...héðan í frá verður viðkomandi að heilsa mér af fyrra bragði svo ef ég heilsa ekki....ekki vera móðguð....sýnið þið frumkvæði...ætla ekki að láta svona nokkuð koma fyrir mig aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2008 | 23:49
Ætli fjarstýringin virki líka á karlpeninginn? *c:
Gott ef þessir uppfinningamenn gætu hannað nokkra hnappa til viðbótar á fjarstýringuna sem gætu virkað á alla þá þætti sem okkur konum þóknaðist Þá myndu konur rúlla yfir heiminn
![]() |
Fjarstýrðar sáðfrumur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 17:45
óforskammað tilboð
Ég held að ég hafi sjaldan orðið jafn reið og móðguð og nú í dag. Þannig er mál með vexti að við ætlum að selja Yarisinn okkar og fá annan og örlítið stærri bíl. Ég sendi myndir af bílnum á bílasölu og bið um að hann fari á söluskrá og þeir meti verð á svona drossíum sem þessum. Matið kom frá þeim strax og er hann metinn á 1.250.000 sem er held ég mjög eðlilegt verð á bílnum. Ég skoðaði aðra bíla, samskonar og voru þeir allir á þessu sama róli +-50.000, fór eftir akstri og fleiru.
Eins og svo mjög margir, þá eru bílalán á drossíunni og stendur það í ca 950.000 svo ég setti inn að viðkomandi þyrfti bara að borga 300.000kr út og taka við láninu sem eru liðlega 20.000 á mánuði.
Ég ákvað að setja þessa sömu auglýsingu á www.barnaland.is og í orðsins fyllstu merkingu kóperaði textann hjá bílasölunni og setti inn á auglýsinguna á þessu barnalandi.
Ég fæ svo "gylliboð" frá einum notenda barnalandsins og er þetta tilboð svo hljóðandi:
Skv BGS er raunverð þessa bíls 1.070.000.-
Býð yfirtöku og 20þ á milli.
Ég hélt ég myndi missa mig og ákvað að svara fyrir mig þarna:
það má vera að BGS sé með annað mat á bílnum en það er nú bara þannig að þeir eru ekki í taktinum á því hvað er sett á þessa bíla.
Við erum með þennan bíl skráðan á bílasölu og þar settu þeir þetta verð sjálfir á. Eins ef þú skoðar bara þennan bílamarkað og þá sér í lagi þessa tegund sem ég er að selja, þá sérðu það svart á hvítu að verðið á þessum bílum er svona hátt.
Skoðum annað dæmi.
2005 | 65 þ.km | 6.950 þ. | ![]() ![]() ![]() |
mat BGS
Toyota - Land Cruiser 100 - VX Turbo - 4200 - 5.dyra - Dísel - Sjálfskiptur
5.951.000 krónur
Hvað varð um þessa millu?? Ætlar þú að reyna að þrúkka um verð við viðkomandi þar sem þetta BGS segir annað raunverð????
og eins og BGS segir: "Athugið að þetta er einungis til viðmiðunar, einstakar bifreiðir geta verið metnar hærra eða lægra eftir ástandi og aukabúnaði."
Mér liggur ekki á að losna við bílinn. Ég get allt eins hirt lánin af honum sjálf og selt hann beint. En Flestir vilja fá lánin með því ekki eru margir sem liggja með aur á lager.
Ef þú skoðar betur www.bilasolur.is og slærð inn þennan leitarstreng, færðu út þessa bíla
|
Með öðrum orðum. Nei takk. Ég vil fá meira á milli en 20 þúsund. Við skulum tala saman ef þú bætir eins og einu núlli til viðbótar fyrir aftan 20 þúsund
--------------------------------------------------------------------
ég er kannski rosalega tannhvöss þarna...en hvað með það?! Meira að segja þá fáum við hærra verð fyrir bílinn með því að setja hann uppí nýjan hjá öðru umboði en Toyota en þessi einstaklingur vill borga nú þegar miðað við BGS (og meira að segja 100.000 undir)
Hvað með þegar fasteignamat á íbúð er x millur...og ásett verð er xx millum fyrir ofan fasteignamatið....hvað þá?? Svona er þetta bara. Eitt er viðmiðunarverðið og hitt er ásett verð og svo er það viðkomandi kaupandi sem ræður hvað hann er sáttur við að borga.
já, ég veit...ég ER pirruð yfir þessu.!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
82 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín