. - Hausmynd

.

Nafnabreyting

Dísin mín óskaði eftir að fá breytingu á rithætti nafn síns. Vildi fella niður föðurnafnið og fá ættarnafn fjölskyldunnar í staðinn. Okkur foreldrunum fannst þetta bara sjálfsagt svo ég sótti um breytingu hjá Þjóðskrá. Auðvitað virkar það batterí eins og traktor svo við þurfum bara að bíða róleg í kerfinu. Við vonumst samt til að þetta nái að ganga í gegn áður en hún fermist. Það er ekkert ósennilegt.

Nafnalisti fermingarbarnanna er kominn á netið og er hún titluð Linnet þar svo í einhverja spotta hefur presturinn kippt í. Wink

Dísin mín er alsæl með þessa breytingu. Það nægir okkur að vita til þess að nú hefur hún fengið ósk sína uppfyllta. Smile


Kraftur í kellu

Stefán krafðist þess á laugardagskvöldinu að við myndun skella okkur saman í Sporthúsið og taka einn skvass-leik þar á sunnudagsmorgninum. Ég var alveg til í það en langaði það svo bara alls ekki þegar hann sagðist ætla að vera farinn út kl 9:00 um morguninn....minnz þarf að lúlla svolítið á sunnudagsmorgnum svo ég nennti því nú ekki.

kl 9:00 vakti minn maður mig og sagði mér að fara að koma mér frammúr...við værum að fara í skvass. Auðvitað drattaðist ég á lappir, hafði fötin mín til ásamt sundfötum svo við gætum skellt okkur í pottinn á eftir.

Ég hef aldrei tekið í skvass-spaða, hvað þá leikið skvass svo þetta var mín frumraun á því sviði. Vopnuð spaða og agnar litlum bolta, fórum við í skvass salinn. Ég byrjaði að reyna að slá boltann en þetta var eins og að spila "lúft gítar" hér í gamla daga. Sama hvað ég reyndi, aldrei hitti ég kvikindið. Stefán hló eins og geðsjúklingur að klaufaskapnum og ég hvæsti á hann að sá hlær best sem síðast hlær GetLost ég skyldi ná þessu á mettíma.

Eftir margar misheppnaðar tilraunir var ég á því að gefast upp. Sá á Stefáni að honum fannst þetta ekkert spennandi lengur...náðum aldrei að spila boltanum almennilega. Svo allt í einu var eins og fingri væri smellt og ég "bondaði" boltann og spaðann (eftir nokkrar ferðir inn á gervigrasvöllinn að sækja kvikindið og yfir í hinn salinn). Fór að geta spilað og þá var orðið fjör. Stefán hljóp um allan völlinn til að geta náð boltanum og í hita leiksins náði hann boltanum á mínum helming og skaut honum í vegginn, ég sá í hendi mér að ég næði boltanum líka svo ég stekk af stað til að ná litla gerpinu, með spaðann i vinstri hendi reiddi ég til höggs, þrumaði spaðanum í boltann og eins og góður kylfingur sveiflaði ég spaðanum yfir öxlina en það vildi ekki betur til en að þar stóð Stefán, tilbúinn í slaginn og spaða druslan beint í andlitið á honum W00t Ég fékk að sjálfsögðu tremma yfir þessu en hann hélt um andlitið, reif niður gleraugun og leitaði eftir því hvort andlitið væri heilt ennþá. Eftir smá hlé komumst við að því að þetta fór betur en á horfðist svo leikurinn hélt áfram. Ég reyndi ekki aftur svona tilþrif...þau verða að bíða betri tíma Joyful


Revíusöngvar

Við Stefán skelltum okkur á Revíusöngva í Iðnó á fimmtudaginn. Þetta eru söngperlur úr íslenskum revíum. Örn Árna og Soffía Karlsdóttir sungu og verð ég að segja að þetta var bara rosalega flott. Þau eru ótrúlega góð og túlkun Soffíu var rosalega skemmtileg. Hún kom skemmtilega á óvart. Örn Árna er alltaf samur við sig og virðist ekkert hafa fyrir þessu.

Sýningin var heldur stutt en þau sögðu sögur af revíunum sem þau sungu sem gerði okkur kleift að átta okkur á því um hvað var sungið og í hvaða tilefni.

Nú er bara spurning hvaða leiksýning verður næst fyrir valinu. Smile


Frekar illa farin

Það er hreint ótrúlegt hvað ein nótt getur skemmt mikið.

Á miðvikudag fór ég í rúmið nálægt miðnætti sem hefði alveg verið í lagi nema að ég vakna aftur um kl 2 við það að Viktoría hafði sofnað út frá bókarlestri með tónlist á og allt upp ljómað svo ég fór frammúr og slökkti á öllu hjá henni. Lagðist upp í rúm og sofnaði.

kl 3 hrekk ég upp við það að hurðin að svefnherberginu er alltaf að skellast. Glugginn var opinn í herberginu og komst að dragsúgur að hurðinni sem aldrei náði að lokast almennilega svo hún skelltist alltaf aftur. Frammúr fór ég enn einu sinni til þess að opna hurðina upp á gátt.

Rétt fyrir 5 hringir bakvaktarsími Stefáns og hélt ég í fyrstu að þetta væri vekjaraklukkan. Reyndi ítrekað að slökkva en allt kom fyrir ekki svo ég ýtti við Stefáni og bað hann um að slökkva á klukkunni sinni...hann rauk þá á fætur til að svara símanum. Hann rauk svo út í framhaldi af því.

Korter yfir fimm kemur litla dýrið mitt og segist þurfa að fara að pissa.

hálf sex hringir vekjaraklukkan hans Stefáns. Hann hafði gleymt að slökkva á henni áður en hann fór og var ekki kominn aftur svo ég neyddist til að fara og slökkva á henni.

klukkan 7 hringir mín vekjaraklukka og þá var ég svo hrikalega búin á því að það var ekki til staður á líkamanum sem mig verkjaði ekki í Frown

Frammúr drattaðist ég og kom krökkunum á sinn hvern staðinn og skellti mér svo í ræktina...sem ég held að hafi ekki verið mjög skynsamlegt því nú er öxlin endanlega farin aftur og nú duga engin verkjalyf Crying

Nú er kominn föstudagur og ég er enn sárþjáð í bölvaðri öxlinni. Þetta ætlar að taka tíma að jafna sig þetta drasl GetLost


Til hamingju stelpur með daginn :)

rós - macro 

Ég fór að velta því fyrir mér á hvaða tímapunkti ég breyttist úr stelpu í konu. Eða er ég kannski enn stelpa? Ég man ekki eftir einhverjum skilum þarna á milli svo ég lít enn á mig sem unga stúlku. Jú, vissulega er ég þriggja barna móðir...og börnin eldast hratt...allavega hraðar en ég!! Woundering Ég þver tek fyrir að horfa á mig sem konu...því orðið kona finnst mér eiga bara við mömmu og KONUR á þeim aldri Joyful

Annars sváfu litlu systkinin mín hjá mér í nótt. Litla skottið sem er 3 ára var himin lifandi að fá að gista hjá mér sem mér fannst bara æði. Sunna og Guðrún ná rosalega vel saman þrátt fyrir 2 ára aldursmun á milli þeirra. Logi var hinsvegar ekki eins kátur, vill bara vera heima og hvergi annarstaðar. En svona er þetta bara, drengurinn kominn langt á 13 ár svo ég skil hann alveg fullkomlega. Undecided

Í morgun heyrði ég svo í litlu skottunum þegar þær vöknuðu. Vissi það að Stefán minn þurfti að fara í vinnuna og vera mættur 7:30 í morgun svo hann var farinn. Ég ákvað að leyfa stelpunum litlu að vekja mig, nennti ómögulega fram strax. Næsta sem ég viss var að ég vaknaði við koss frá manninum mínum. Spurði mig hvort ég ætlaði að sofa í allan dag. Ég leit í örvæntingu á klukkuna og sá mér til mikillar gremju að hún var ekki einu sinni orðin NÍU Pinch Ég ákvað samt að dröslast frammúr og það sem mætti mér í eldhúsinu var hlaðborð af girnilegum kræsingum og stór blómvöndur. Þessi elska skaust heim úr vinnunni, kom við í bakaríinu og blómabúðinni og eins og öll hin árin á undan, þá skildi hann hinar dömurnar ekki útundan og þær fengu sína rósina hver.

Um leið og allir voru komnir að matarborðinu og farnir að háma í sig kræsingar, þurfti hann að fara aftur í vinnu. Frown

konudagsblómin

 

Það er nóg að gera hjá mér í dag við að sækja og senda litla grislinga (og hunda) og svo var ég víst búin að lofa DA uppkasti af búðinni...svo það þarf víst að spýta í lófana ef ég á að ná öllu í dag áður en ég skelli mér á æfingu í kvöld. Cool


Deildu ekki við dómarann!

Það átti að vera myndataka í leikskólanum hjá Sunnu litlu í dag. Þetta vissi ég í byrjun mánaðarins og ákvað að undirbúa hana undir þessa myndatöku því ég vissi að ef hún grípur eitthvað í sig, þá er henni ekki aftur snúið, þvílíkur þrákálfur sem hún er.

Ég vissi alveg hvað klukkan sló hjá minni þegar hún benti mér á það að hún færi ekki í neina asnalega myndatöku. Sama hvað ég reyndi að rökræða við hana, þá gaf hún sig ekki, ætlaði sko EKKI að vera með á myndinni og hvað þá fara í einstaklings töku!

Svona gekk þetta í 2 vikur og alltaf var sama svarið, ÆTLA EKKI AÐ FARA. Svo ákvað ég að reyna aðra leið. Hún VÆRI að fara og spurning um fataval. Lét það líta út voða spennó að nú væri hún að fara í myndatökuna og ég ætlaði sko að greiða henni voða flott og allt það.

Skyndilega snéri hún uppá sig, gekk inn í herbergið sitt, opnaði fataskápinn og sagðist geta farið í þessa myndatöku ef hún fengi að fara í þessum kjól GetLost

Ég leit á kjólinn, sem er sparikjóll og með uppgjafartón gafst ég upp og sagði að hún mætti fara í þessum kjól með því skilyrði að hún myndi BROSA og vera góð í myndatökunni. Þetta var díll.

Í morgun vaknaði hún spræk, tilbúin til að fara í kjólinn en ég ákvað að reyna að rökræða örlítið við dömuna um annan klæðnað en hún stóð fast við sinn keip....ekki í annan...þetta er kjóllinn. Pouty

Hún fór í kjólinn, ég greiddi henni og glöð hélt hún af stað í leikskólann, klædd í sínu fínasta pússi.

flott í jólakjólnum

Og svo er sagt að ÉG sé þrákálfur....döööh...held ekki Pinch


Dvínandi stjarna....eða hvað

Almáttugur hvað maðurinn er skemmdur. Eftir allt sem á hefur gengið hjá mann greyinu, þá ætti hann að vera þakklátur fyrir það eitt að hafa verið boðinn þarna á annað borð Shocking
mbl.is Jackson rekinn af hátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mömmur!!

Dálítið mikið til í þessu. Gjörsamlega frábært myndband.....rosalegt að REYNA að fylgjast með textanum LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

82 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband