14.3.2008 | 10:38
sársaukinn
Ég vissi ekki að væri til svo mikill sársauki að manni finnst maður ekki standa uppréttur á eftir.
Þannig hefur mér liðið undanfarna 6 daga. Hnúturinn í maganum virðist ekkert ætla að minnka. Ég veit að það er ekki hægt að forðast dauðann en þegar svona ungt fólk eins og fósturfaðir minn var, þá finnst manni dauðinn vera óréttlátur.
Ása minn hef ég þekkt frá því ég man eftir mér fyrst. Ótrúlega skemmtilegur maður. Honum fylgdu alltaf svo góðir straumar. Alltaf var hann tilbúinn að hlaupa til ef einhvern vantaði aðstoð, það var sama hver var. Okkur reyndist hann góður og rosalega góður við "barnabörnin" sín. Ekki síður reyndist hann góður vinur hans Stefáns. Þeir náðu rosalega vel saman og ýmislegt sem þeir brölluðu í gegnum árin. Skarðið sem hann skilur eftir sig er svo stórt að manni finnst að það muni aldrei gróa. Ég veit að þetta er erfitt eins og er og mun vera erfitt næstu mánuði og jafnvel ár.
Ég er að fara að ferma Söndru Dís á sunnudaginn. Þessi undirbúningstími hefur verið afskaplega erfiður sérstaklega þar sem móðir mín hefur átt rosalega erfitt og er enn í losti yfir því að aldrei aftur mun Ási koma inn um dyrnar. Ég hef reynt að vera mömmu til handar en ég er með takmarkað loft í mínum kútum og því miður þá er loftið að þrotum komið. Ég reyni að halda höfði en það virðist vera ótrúlega erfitt. Sérstaklega á Dísin mín erfitt því hún var með Ása þetta kvöld sem hann lést.
Ég er ótrúlega tóm innra með mér. Finnst dagarnir líða hægt. Minningarnar streyma inn algjörlega óumbeðnar. Það gerir þetta enn erfiðara.
Aldrei hefur mér dottið til hugar að ég þyrfti að sjá um jarðaför einhvers náins einstaklings. Nú hef ég staðið botnlausa vakt við að ákveða eitt og annað. Sjá um allt sem við kemur jarðaför. Þetta hefur verið rosalega erfiður tími hjá okkur.
Litla skottið mitt sem gjörsamlega dýrkaði Ása afa teiknaði mynd handa honum. Myndin er ótrúlega táknræn. Ég vissi ekki að hún gerði sér svona grein fyrir þessum hlutum en þar skjátlaðist mér.
Efri myndin sýnir Ása vera að fljúga upp til himna. Neðri myndin átti að sýna Ása í kistunni sinni og allt dökkt í kring. Veit ekki hvort það sé heillvænlegt að láta mömmu hafa þá mynd!! Efri myndin á samt að fara í kistuna til Ása...ég lofaði henni að láta hann hafa myndina áður en hann færi til englanna.
Hnúturinn lagast ekkert í maganum. Lystaleysið er mikið en ég veit að ég þarf að standa í fæturna fyrir börnin. Dísin mín verður að eiga ánægjulegan fermingardag. Ég legg allt í sölurnar fyrir það.
Eigið ánægjulega helgi. Ekki gleyma að halda utan um hvort annað og láta ástvini vita hversu mikið þið elskið þá. Lífið er ekki sjálfsagt.
Ástin kveikir ljós sem varir að eilífu. - www.zedrus.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.3.2008 | 09:53
Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú.
Að ljósið bjarta skæra.
Veki þig með sól að morgni
Veki þig með sól að morgni
Drottinn minn faðir lífsins ljóss.
Lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós.
Tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól.
Lýsa upp sogmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta.
Vekja hann með sól að morgni.
Vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál.
Svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál.
Slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei skal ég þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Ásbjörn Kristinsson Morthens
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2008 | 19:05
Kom huggari, mig hugga þú
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
sacer-Sb. 1886-Valdimar Briem
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2008 | 14:45
misskilningur
Undan farin tvö ár (ef ekki meir) hef ég sett inn nýtt "Gull úr smára" á "skilaboðalínuna" á MSN hjá mér. Þessa málshætti eða Gull úr smára finn ég á vefsíðu sem heitir zedrus.
Dagurinn hjá mér byrjar á því að ég fer á þessa vefsíðu og afrita öllu jöfnu þriðja efsta málsháttinn en ástæðan fyrir því að ég tek þriðja efsta er sú að ég vil geta átt val um annan ef það er mjög langt spakmæli sem er þann daginn. Stundum lengist þessi listi og stundum styttist. Ég er aldrei með sama spakmælið 2x.
Ég veit um þó nokkra sem bíða eftir næsta spakmæli í þessum glugga á hverjum degi. Það er bara ágætt. Mér finnst þetta mjög gaman og ekkert verra en að skrifa eitthvað persónulegt í þennan reit.
Allir þessir málshættir eða spakmæli eru svona "random", aldrei hef ég lagt einhverja merkingu til minna vina, kunningja eða ættingja. Hver og einn getur túlkað þetta spakmæli eins og hver vill.
Ef svo óheppilega vill til að einhver málshátturinn á vel við einhvern, hvort sem það er af hinu góða eða slæma, þá á ég engan þátt í því annan en þann að þetta var/er tilviljun.
Ef einhver er ósáttur við þessi spakmæli er gott að hafa samband beint við eigendur zedrus síðunnar og skammast í þeim.
Aldrei hef ég viljað nokkrum manni eitthvað illt. Ég frekar legg allt í sölurnar til að halda friðinn. Því biðst ég afsökunar ef einhver spakmælin hafa komið illa við kaunin á einhverjum
Spakmæli dagsins í dag eru:
Ef þú berð virðingu fyrir öðrum uppskerðu virðingu annarra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2008 | 13:54
Að búa til barn. !!!
Jónas og frú gátu ekki eignast barn svo þau ákváðu að fá sæðisgjafa til að koma af starta fjölskyldu. Daginn sem "sæðisgjafinn" átit að koma í heimsókn, kyssti Jónas konuna sína bless og sagði "jæja, elskan, ég er þá farinn í vinnuna, maðurinn kemur fljótlega."
Hálf tíma síðar, er fyrir tilviljun, barnaljósmyndar, staddur í hverfinu hennar og hringir á bjöllunni í þeirri vona að fá verkefni. Góðan daginn frú, sagði hann, ég er komin til að....... "Ó, þú þarft ekkert að útskýra sagði Jóna feimnislega, ég átti von á þér. Í alvöru, sagði ljósmyndarinn. Nú það er ánægjuleg, vissirðu að börn eru mín sérgrein?? Ja, það er nú akkúrat það sem við hjónin vorum að vonast eftir. Gjörðu svo vel og komdu inn á fáðu þér sæti.
Eftir smástund sagði hún, vandræðalega, "hvar byrjum við?" "Láttu mig bara sjá um allt. Ég byrja yfirleitt í baðkarinu, svo á sófanum og loks nokkrar á rúminu. Stundum er meira að segja stofugólfið heppilegast, það er hægt að teygja svo vel úr sér það "
"Baðkarið, stofugólfið, hugsaði Jóna, Engin undra að þetta gekk ekkert hjá okkur hjónum -
"Já, frú mín góð, ég get ekki lofað fullkomnum árangri í hvert skipti, en ef við notum mismunandi stellingar og ég skýt frá mismunandi sjónarhornum, þá þori ég að lofa að þú verður ánægð með útkomuna."
Vá, það er aldeilis mikið sagði Jóna með andköfum.
"Frú mín góð, í mínu starfi verður maður að gefa sér góðan tíma í hlutina. Ég mundi gjarnan vilja skjótast í þetta en ég er viss um að þú yrðir ekki ánægð með útkomuna. "
Ætli maður kannist ekki við svoleiðis, tautað Jóna lágt. Ljósmyndarinn dró upp nokkur sýnishorn af barnamyndum og benti Jónu á árangurinn.
"Mér tókst sérstaklega vel til með þessa tvíbura sagði ljósmyndarinn, eins og mamma þeirra var þó erfið". -
"Var hún erfið, spurði Jóna ?"
"´Ég er nú hræddur um það. Ég varð að fara með hana í lystigarðinn til að ná að ljúka verkinu vel. Fólk safnaðist að og fylgdist með.
"Fylgdist með? sagði Jóna og gapti af undrun"
- og þetta tók í allt 3 tíma. Móðirin hrópandi og kallandi allan tímann - ég gat varla einbeitt mér, svo þegar það byrjaði að dimma varð ég að gefa í, en það var ekki fyrr en íkornarnir voru farnir að narta í græjurnar þá varð ég að hætta og ganga frá.
Jóna hallaði sér fram og sagði "voru þeir í alvöru farnir að narta í .... græjurnar?
Þetta er alveg satt frú mín góð.
"Jæja ef þú ert tilbúin þá ætla ég að gera þrífótinn kláran "
ÞRÍFÓTINN???
"Ó já, frú Jóna. ÉG verð að nota þrífót "to put my Canon on, It's much too big to be held in the hand very long."
ÞAÐ STEINLEIÐ YFIR FRÚ JÓNU.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 11:51
Hvað með konur?
Það stendur hvergi í "reglunum" að hún vilji ekki taka á móti konum
maður "gúgglar" síðuna "erotískt nudd"...sennilega þessi efsta á listanum. Verðskrá og alles
Hvíti riddarinn klikkar ekki og setur þessa síðu upp
Hér sjáum við svo alvöru erótiskt nudd
![]() |
Vændi á netsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 17:46
Ken Lee
Ég hélt í alvörunni að þetta væri grín...en konu ræfillinn er bara gjörsamlega grafalvarleg yfir þessu.
Úr Búlgarska Idolinu. Konan ætlar að syngja lagið sem Maria Carey gerði sem vinsælast hér um árið. Sígilt lag sem heitir Can´t live without you. Fylgið textanum á laginu...
vertu bara ekki með fulla þvagblöðru þegar þú hlustar á þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 18:04
Verð á leiguíbúð
Leiga á íbúð.
Kaupsýslumaður utan af landi fór í viðskiptaferð til Reykjavíkur. Hann hitti þar unga og huggulega konu og fékk að njóta ásta með henni næturlangt. Umsamið verð fyrir greiðann var kr. 30.000
Daginn eftir mundi kaupsýslumaðurinn að hann var ekki með reiðufé á sér, bara greiðslukort, sem hann gat ekki notað til að borga konunni. Því samdi hann við hana um að ritari sinn myndi senda henni greiðskuna, það yrði búin til nóta og á henni stæði Leiga fyrir íbúð svo allt liti nú vel út. Með þetta skildu þau.
Þegar heim kom fannst manninum að greiðinn hefði ekki verið 30.000 kr virði, og hann fór að sjá aðeins eftir þessu, samviskan lét á sér kræla, enda var hann giftur. Hann lét því ritara sinn senda konunni helming greiðslunnar kr. 15.000 sem leigu fyrir íbúðina, ásamt eftirfarandi athugasemdum:
1. Það kom í ljós að íbúðin hefur áður verið notuð. Því er þetta of há leiga.
2. Það var enginn almennilegur hiti í íbúðinni.
3. Þessi íbúð var alltof stór, til þess að líða vel í henni og hafa það notalegt.
Því mun ég ekki greiða nema kr. 15.000 fyrir húsaleiguna.
Nokkru seinna barst kaupsýslumanninum eftirfarandi bréf frá konunni:
1. Auðvitað hefur svona falleg íbúð verið notuð áður. Það væri heimska að álíta annað.
2. Hitinn var nægur, en þú kunnir ekkert á að stilla hann.
3. Íbúðin var alls ekki of stór, en þú hafðir engin almennileg húsgögn til að fylla upp í hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
82 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín