7.4.2008 | 12:42
í skólanum í skólanum er.....
Stundum tekur maður ákvarðanir sem maður áttar sig ekki á afhverju maður tók á annað borð.
Heilsan hefur verið að skríða til baka....hægt og rólega. Læknirinn sagði mér það að þar sem þetta er ekki gengið lengra til baka en þetta, þá er ekki mikil von um bata!!! Akkúrat það sem ég þurfti...eða ekki. Ég hef svosem tengt þetta líka við það að ef ég fæ "stórmennskubrjálæði" t.d. við flutninga á húsgögnum, meiri vinnu eða þ.h. þá verð ég verri og nú hefur álagið verið mikið undanfarið og þá hrundi stoðkerfið eins og það leggur sig um leið og ég ákvað að reyna að slaka á.
Nú til að bæta það þá var ég búin að skrá mig í grafíska hönnun í kvöldskóla og nú er hann byrjaður og auðvitað gat ég ekki bakkað með það svo nú er maður á kafi við að læra. Þetta nám er á sennilega fimmföldum hraða sem gerir það að verkum að ef ég sest ekki niður til að æfa mig eða prufa, þá gleymir maður þessu jafn hraðan!!!!!
Nú til að toppa þetta þá er gjörsamlega klikkað að gera í vinnunni svo ég hef þurft að vinna laugardaga og sunnudaga og helst frameftir á kvöldin svo með öðrum orðum....FRÁBÆRT
Vann til miðnættis eitt kvöld í síðustu viku og mér finnst ég enn vera þreytt!
Hjálpaði frænku minni fyrir vestan að gera eitt stk. fermingarboðskort, bíð spennt eftir niðurstöðu úr því. Fannst það koma mjög vel út miðað við ýmislegt. Ákvað að taka það í gegnum photoshop til að æfa fyrri lærdóm...og það heppnaðist bara mjög vel...held ég. Ég hef semsagt lært eitthvað í þessum tímum.
Fékk eitthvað ofnæmiskast í gær og er enn að súpa seyðið af því í dag....en eins og allt annað...þetta lagast....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 17:09
í hreinskilni sagt.....
við mæðgur, þ.e. ég og Viktoría sátum saman í bílnum á leið í vinnu og skóla. Ég ætlaði, eins og venjulega að skutla henni í skólann og fara svo beint í vinnu.
Í leit minni að sumri sem engan árangur hefur borið hingað til ákvað ég samt að fara í gallajakka í stað einhverrar peysu/lopapeysu. Ég leita af jakkanum sem ég mundi eftir að hafa hengt inn í skáp þegar vetur konungur skall á fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þennan jakka keypti ég í einhverri forlátri verslun í Kringlunni fyrir tveimur árum og finnst hann bara nokkuð móðins ennþá. Nema hvað að ég ætlaði að sýna Viktoríu minni að það er hægt að ganga í fötum oftar en 2x og eiga lengur en 1 mánuð!!
Eftirfarandi samræður áttu sér stað í bílnum á leiðinni.
ég: er ég ekki bara fín?
Viktoría: ha! ka meinarru (og hún renndi augunum yfir klæðaburð móður sinnar)
ég: nú...gallajakkinn...finnst þér hann ekki bara góður??
Viktoría: Jújú...alltílæ sosem
ég: Hann er sko orðinn TVEGGJA ÁRA GAMALL :D
Viktoría: sé það
ég: hvað meinar þú með því? finnst þér hann svona ljótur?
Viktoría: mamma, ég vil ekki móðga þig...hættum að ræða þetta!
þegjandi saman sátum við í bílnum og næstu orðaskipti voru einföld....
Bless!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2008 | 11:17
Gálgahúmor 6. ára grislings
Ég var að vinna til miðnættis í gærkvöldi. Hentist heim til að sækja stuttu í leikskólann og koma henni í pössun í 90 mínútur, eða þar til Stefán tæki við henni.
Renni mér í vinnuna og er á kafi í teikningum til miðnættis og þá var ég loks búin og fór heim gjörsamlega búin á því.
Stillti klukkuna mína 7:50. Nennti ekki að mæta kl 8 í vinnu, ákvað að mæta kl 9 í staðinn.
Klukkan 7:30 heyrði ég í Sunnu koma hlaupandi og mikið niðri fyrir. Kallaði á mig:
Mamma, mamma...það er síminn til þín...afi er í símanum.....fljót....!!
ég rís upp og reyni að nudda þreytu stírurnar úr augunum og sé litla gerpið mitt fyrir framan mig með símann. Réttir mér símann og ég tek við honum ringluð...enda ekki vöknuð ennþá. Sé á skjánum á símanum að það var enginn þar.....
litli hrekkjalómurinn skríkti af kátínu og kallaði til mín á leið út úr herberginu:
FYRSTI APRÍL
Ég var ekki alveg sammála þessum hlátri hennar sem fylgdi í kjölfarið...ég var ÞREYTT!!!
Skömmu síðar heyri ég dyrabjöllunni hringt. Ég bíð átekta eftir hljóðum en ekkert heyrðist. Aftur er dyrabjöllunni hringt og þá heyri ég í pískrið í litla dýrinu. Ég gat alveg ímyndað mér að það myndi enginn heilbrigður maður dingla dyrabjöllunni svo árla morguns svo ég beið bara átekta í rúminu og þver tók fyrir að fara frammúr.
Skömmu síðar finn ég kaldan andvara nálægt mér en þar stóð krakkinn orðinn kaldur á að bíða fyrir utan dyrnar eftir að ég svari dyrabjöllunni og spyr mig hvort ég ætli virkilega ekki að svara dyrabjöllunni. Ég neita því staðfastlega og sagði að hún gæti bara svarað sjálf þar sem hún er frammi hvort eð er . Hún var alskostar ekki sammála mér þar og vildi að ég færi....fyrir utan dyrnar stendur ógurlegur maður...
Ég lít á hana og spyr: "tja...er ekki fyrsti apríl??"
Hún leit á mig með vanþóknun og fór fram og kveikti á Disney Channel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2008 | 15:20
Ég er fegurðardrottning og bros´í gegnum tárin....
Ólöf Helga frænka mín fór enn og aftur á stúfana með Viktoríu að taka myndir. Þarna fer saman góður ljósmyndari með auga fyrir hlutunum og svo yndislega fallegt módel. Þetta er hreint yndisleg sería af Viktoríu minni.
Endilega kíkið á Ólöf Helgu og skoðið myndirnar hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2008 | 14:50
Framtíðarmyndin með Arnold Swartznegger

![]() |
Þungaður karlmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2008 | 14:05
Afmælisprinsessan
Á þessum degi fyrir nákvæmlega sex árum síðan, fæddist lítil stúlka sem fékk nafn Hólmfríðar ömmu sinnar og seinna nafn frá sveitabænum Sunnuhlíð. Þetta er hún Hólmfríður Sunna prinsessa.
Litli púkinn minn kom hlaupandi til mín í morgun og bað um afmælisknús í tilefni dagsins. Rölti svo inn til systra sinna og bað um það sama frá þeim.
Uppáklædd fór svo daman í leikskólann, alsæl með lífið.
Eitthvað er heilsan að stríða mér þessa dagana og lenti ég í því í gær í Bónus að vera að setja ofan í kerruna þegar ég fann eitthvað smella í bakinu á mér með þeim afleiðingum að ég stóð föst, hálf bogin ofan í innkaupakerruna og gat mig hvergi hreyft. Gjörsamlega að sálast úr verkjum ákvað ég að færa mig aðeins til hliðar svo ég væri ekki í beinni sjónlínu eins og eitthvert gamalmennið, hálf bogin í baki. Eftir smá stund gat ég pressað mig til baka svo ég ákvað að fara og borga. Treysti mér ekki til að halda áfram. Vissi það að ég var ein að versla svo ég yrði í öllu falli að bera draslið sjálf út.
Ég ákvað að létta mér lífið eftir að hafa klöngrað öllu upp á færibandið að setja allt í kassa og fara með það þannig út í bíl. þetta tókst....á endanum og með því að bíta á jaxlinn kom ég öllu draslinu í bílinn....ég ætla ekki að ljúga því að það hafi ekki laumað sér niður tár!!!
Þar sem ég hef týnt heilsunni einhverstaðar og finn hana ekki aftur, þá verður eitthvað minna um afmælisgleði hjá stuttunni minni. Ég leyfði henni að bjóða vinkonum sínum úr leikskólanum og nágrenni í gleði í Smáralindinni á morgun. Hún var alsæl með þá niðurstöðu og svo mamma og pabbi sem koma til mín í mat í kvöld...svo lengi sem Stefán minn stendur við eldavélina. Auðvitað reynir maður eitthvað en miðað við hvernig nóttin gekk og hvernig ég er í dag.....held að ég treysti mér ekki í meira partý en það.
Þið hin sem vonuðust eftir risa sex ára partýi aldarinnar....Sorry...some other day!!
Er búin að lofa mér í heavy vinnu um helgina....verð að standa þá vakt....hvort sem mér líkar betur eða verr. Get bara ekki beygt mig, teygt mig eða gert aðrar æfingar
Hafið það sem best kæru lesendur. Hlakka til að knúsa litla skottið mitt....sem er allt í einu ekki svo lítil lengur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2008 | 09:23
....og ég var þar :)
Við fengum boðsmiða á þessa "hátíð". Ákváðum að vera tvo daga til viðbótar á Akureyri til að sjá þetta hjá henni Siggu okkar.
Þessi kona sem á uppskriftirnar í bæklingnum er kjarnakona. Hún er hárgreiðslumeistari og vinnur sem slík. Þennan bækling kom hún á laggirnar og verð ég að segja að hún stóð sig rosalega vel og var öllum til sóma. Enda sóma kona þar á ferð
Hlakka til að sjá viðtökurnar á bæklingnum hennar. Ég er búin að smakka eitthvað úr honum og það sem ég hef smakkað var æði.
![]() |
Kartöflunni kippt inn í 21. öldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 13:47
Gleðilega páska
Það er búið að vera hreint út sagt BRJÁLAÐ að gera hjá mér upp á síðkastið. Ég var mömmu stoð og styrkur í útförinni hans Ásgríms ásamt því að undirbúa ferminguna hjá Dísinni minni. Það hefur rosalega margt drifið á mína daga sem ég ætla ekki að tíunda hér, enda algjör óþarfi að ýfa upp sár.
Eins og gaf að skilja þá var mamma ekki mikill bógur í að undirbúa jarðaför svo ég mátti sjá um allt frá a til ö. Ótrúlegt hvað það er flókið að láta jarða einn einstakling!! En þetta hafðist allt á endanum og úr varð mjög falleg athöfn. Rosalega margir sem mættu. Ásgrímur var vinamargur enda átti hann ótrúlega auðvelt með að aðlagast öðru fólki og kynnast.
Ég er einnig hreint ótrúlega hissa hvað margir hafa sýnt okkur samúð sína með blómasendingum og/eða gjöfum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir öll kertin, stjakana og blómin sem við höfum fengið frá ótrúlegasta fólki. Blakstelpurnar gáfu okkur rosalega fallegan kertastjaka úr gleri og konurnar á leikskólanum sendu okkur rosalega fallegt kerti með engli framaná. Sigga svila kom með blóm og kertastjaka sem var engill. Eyrún frænka og fjölskylda gáfu okkur "sorgar" bókina sem er yndisleg bók að lesa. Eins höfum við fengið rosalega mikið af blómum og vil ég þakka öllum þeim sem hafa hugsað svona hlýtt til okkar og sent okkur samúðarkveðjur. Þessi hlýhugur verður seint þakkaður.
Fór til gigtarlæknisins og þar var hann svartsýnn og taldi jafnvel að um brjósklos væri að ræða í hálsinum í kjölfar þessarar aftanákeyrslu sem gerir það að verkum að öxlin sé svona eins og hún sé. Fer í betra tékk fljótlega til að fá úr þessu skorið. Ef um brjósklos er að ræða, þarf ég að fara í aðgerð!!! FRÁBÆRT!!!! Ekki þýðir að vera að væla undan því þegar svona mikið gengur á eins og búið er að vera.
Fermingin gekk að óskum og nutum við öll dagsins, ekki síður fermingabarnið sjálft. Stelpan mín er ótrúlega flott og myndarleg og ég var að rifna úr stolti af henni. Ég setti inn fullt af myndum úr veislunni sem var haldin heima.
Mánudagurinn var kistulagning og tók það verulega á. Stóru stelpurnar mínar komu líka og stóðu sig hreint frábærlega miðað við aðstæður. Viktoría mín skrifaði kveðjubréf til Ása og Dísin lét barmmerki sem hún bjó til sjálf með í kistuna til hans. (barmmerkið var mynd af krossi og með trú, von og kærleika merkjunum allt í kringum krossinn)
Miðvikudagurinn var svo jarðsungið og ákváðum við að fara með þessa stuttu áður en athöfnin yrði að leyfa henni að koma og kveðja afa sinn, sjá kistuna og allt það. Fórum með hana í gæslu aftur á meðan athöfnin væri. Auðvitað var þetta erfitt fyrir hana líka en hún fékk allavega að kveðja og sjá kistuna. Stefán vildi að við færum strax eftir erfidrykkjuna norður og þar sem ég var algjörlega búin á því, vildi hann að ég myndi fljúga með Sunnu og hann kæmi keyrandi norður með stelpurnar. Ég ákvað að þiggja það eftir langa mæðu því mér fannst ekkert að því að keyra með honum norður í 5 tíma...en ákvað að vera skynsöm og þiggja þetta.
Einn frændi minn var nú svo orðheppinn í erfidrykkjunni þessi elska og sagði að ég væri letiHLUNKUR að fara fljúgandi...hefði kannski sætt mig við letiDÝR því eins og einhverjir vita að þá er það dálítið viðkvæmt að vera kallaður hlunkur þegar maður á við "smá" offituvandamál að stríða!!. En ég veit að hann meinti vel svo ég ákvað að brosa að þessu...enda ekki annað hægt.
Nú er maður í heilsulindinni fyrir norðan og lætur fara vel um sig hjá tengdó. Fórum á leikritið Fló á skinni og vorum á snjósleða í gær í Víkurskarði með fullt af skemmtilegu fólki í hreint frábærðu veðri. Stefnan var tekin á Kaldbak í morgun með snjótroðara upp...og auðvitað var ég vopnuð myndavélinni eins og svo oft áður. Fengum hreint út sagt frábært veður, algjör stilla og sólskin. Ekki laust við að maður sé orðin útitekin.
Until later......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
82 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín