. - Hausmynd

.

Gálgahúmor 6. ára grislings

Ég var að vinna til miðnættis í gærkvöldi. Hentist heim til að sækja stuttu í leikskólann og koma henni í pössun í 90 mínútur, eða þar til Stefán tæki við henni.

Renni mér í vinnuna og er á kafi í teikningum til miðnættis og þá var ég loks búin og fór heim gjörsamlega búin á því.

Stillti klukkuna mína 7:50. Nennti ekki að mæta kl 8 í vinnu, ákvað að mæta kl 9 í staðinn.

Klukkan 7:30 heyrði ég í Sunnu koma hlaupandi og mikið niðri fyrir. Kallaði á mig:

Mamma, mamma...það er síminn til þín...afi er í símanum.....fljót....!!

ég rís upp og reyni að nudda þreytu stírurnar úr augunum og sé litla gerpið mitt fyrir framan mig með símann. Réttir mér símann og ég tek við honum ringluð...enda ekki vöknuð ennþá. Sé á skjánum á símanum að það var enginn þar.....

litli hrekkjalómurinn skríkti af kátínu og kallaði til mín á leið út úr herberginu:

FYRSTI APRÍL W00t

Ég var ekki alveg sammála þessum hlátri hennar sem fylgdi í kjölfarið...ég var ÞREYTT!!! Sleeping

Skömmu síðar heyri ég dyrabjöllunni hringt. Ég bíð átekta eftir hljóðum en ekkert heyrðist. Aftur er dyrabjöllunni hringt og þá heyri ég í pískrið í litla dýrinu. Ég gat alveg ímyndað mér að það myndi enginn heilbrigður maður dingla dyrabjöllunni svo árla morguns svo ég beið bara átekta í rúminu og þver tók fyrir að fara frammúr.

Skömmu síðar finn ég kaldan andvara nálægt mér en þar stóð krakkinn orðinn kaldur á að bíða fyrir utan dyrnar eftir að ég svari dyrabjöllunni og spyr mig hvort ég ætli virkilega ekki að svara dyrabjöllunni. Ég neita því staðfastlega og sagði að hún gæti bara svarað sjálf þar sem hún er frammi hvort eð er Wink. Hún var alskostar ekki sammála mér þar og vildi að ég færi....fyrir utan dyrnar stendur ógurlegur maður...

Ég lít á hana og spyr: "tja...er ekki fyrsti apríl??"

Hún leit á mig með vanþóknun og fór fram og kveikti á Disney Channel GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ha ha, það er alltaf gaman að vera krakki - að nenna og hafa tíma fyrir smá prakkarastrik, það gefur lífinu lit!

Lilja G. Bolladóttir, 2.4.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skammastu þín að skemma fyrir barninu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.4.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 259687

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband