. - Hausmynd

.

í hreinskilni sagt.....

við mæðgur, þ.e. ég og Viktoría sátum saman í bílnum á leið í vinnu og skóla. Ég ætlaði, eins og venjulega að skutla henni í skólann og fara svo beint í vinnu.

Í leit minni að sumri sem engan árangur hefur borið hingað til ákvað ég samt að fara í gallajakka í stað einhverrar peysu/lopapeysu. Ég leita af jakkanum sem ég mundi eftir að hafa hengt inn í skáp þegar vetur konungur skall á fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þennan jakka keypti ég í einhverri forlátri verslun í Kringlunni fyrir tveimur árum og finnst hann bara nokkuð móðins ennþá. Nema hvað að ég ætlaði að sýna Viktoríu minni að það er hægt að ganga í fötum oftar en 2x og eiga lengur en 1 mánuð!!

Eftirfarandi samræður áttu sér stað í bílnum á leiðinni.

ég: er ég ekki bara fín?

Viktoría: ha! ka meinarru (og hún renndi augunum yfir klæðaburð móður sinnar)

ég: nú...gallajakkinn...finnst þér hann ekki bara góður??

Viktoría: Jújú...alltílæ sosem

ég: Hann er sko orðinn TVEGGJA ÁRA GAMALL :D

Viktoría: sé það

ég: hvað meinar þú með því? finnst þér hann svona ljótur?

Viktoría: mamma, ég vil ekki móðga þig...hættum að ræða þetta!

þegjandi saman sátum við í bílnum og næstu orðaskipti voru einföld....

 

Bless!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hahaha, þar fékkstu einn á snúðinn, eða hvað ?!  Þau geta nú verið ansi beinskeytt, þessi elskulegu kríli sem við ólum af okkur.

Ég man eitt sinn, þegar ég stóð fyrir framan spegilinn og virti mig fyrir mér. Minn, sem þá var líklega bara 6 ára stóð hjá, og ég sagði við hann: "Æ, æ, elskan mín, hvað mamma er orðin gömul og ljót." Hann klifraði upp á klósettið til að skoða mig almennilega og tilkynnti svo hátt og skýrt: "Mér finnst þú nú ekkert svo ljót...."    Vá, þú getur ímyndað þér, að aðeins hefur bæst við skorurnar í andlitinu síðan þetta var.....

Baráttukveðjur!!

Lilja G. Bolladóttir, 4.4.2008 kl. 04:38

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hahahahaha frábært svar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 07:33

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég sendi þér bara knús elsku frænka í sárabætur,og vonandi verður helgin hjá þér góð elskan mín,ástarkveðjur linda frænka

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:43

4 identicon

heyrðu mamma mín, farðu nú að blogga eitthvað yfir þetta, vil ekki að allir lesi þetta  þú veist vel að ég elska þig hvernig sem þú ert

viktoría rós (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 259754

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

222 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband