18.5.2007 | 01:23
bank bank!
Það hlaut að koma að því að einhver skyldi verða veikur!
Í gærkveldi þegar við vorum að fara að sofa, kíktum við á litlu dömuna og fundum að hún var orðin heit. Við ákváðum að panikka ekkert og vorum róleg yfir þessu öllu saman. Svo í morgun vakti hún mig og sagðist vera svoooo illt í höfðinu. Ég rabbaði við hana smá stund og ákvað svo að ná í verkjalyf handa henni. Því næst hlammaði hún sér í sófann í stofunni, kveikti á barnaefninu og dró sængina yfir sig. Þannig var hún í allan dag. Um kl 14 var hún með tæplega 40°c hita. Þessi litli ólátabelgur sem aldrei situr kyrr, vill helst róla sér í ljósakrónunum, stendur á höfði í sófanum á meðan hún horfir á sjónvarpið, lá eins og slytti í allan dag og hreyfði sig ekki. Til marks um slappleika hennar þá bað hún um vatnssopa öðru hvoru, en það er eitthvað sem hún hefur aldrei viljað!
Ég fór svo kl 18 á ljósmyndanámskeiðið og Stefán tók við heimilinu. Vonandi verður þetta skárra á morgun. Maður er bara svo óvanur því að hún verði veik, yfirleitt er það Dísin sem á allan "heiðurinn" af þessum veikindum
Amma átti svo afmæli í dag. Ég vissi svosem ekki hvort hún ætlaði að halda eitthvað upp á það eða ekki, en ég hefði hvort sem er ekki geta mætt þar sem Stefán var að vinna og litlan veik. Ég hringdi bara í hana og óskaði henni til hamingju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 12:40
Gosh....ég meina Josh....
Ooooohhh....dagurinn í gær einkenndist af spennu, hraða, adrenalíni og gleði. Strax eftir vinnu fór ég með Dísina mína í "tjékk" hjá lækni. Fyrsta sinn í 10 ár kom þetta tjekk vel út . Það var kominn tími til líka. Hún er að fara 3-4x á ári í svona tjekk og stundum oftar svo þetta var ljómandi góð tilfinning að ganga út frá lækninum með það í vasanum að þurfa ekki að koma aftur fyrr en í DESEMBER ef allt gengur upp
.
Ég hentist svo heim og þar beið frænka mín eftir okkur. Við buðum henni upp á kjúkling (sem ég greip með á leiðinni heim) og svo köku. Því næst var drifið í sparifötin og farið í Laugardalshöllina.
Tónleikarnir voru hreint út sagt GEGGJAÐIR....þvílík engla rödd sem þessi maður hefur, vááá...ég er enn í skýjunum yfir þessu öllu. Ég tók að sjálfsögðu myndavélina mína með og ákvað að nota þetta sem mér var kennt á þessu ljósmynda námskeiði og læt ég fylgja 3 ágætar myndir.
Takk fyrir öll símtölin og sms-in sem ég fékk í gær....og ég tala nú ekki um tölvupóstana og "athugasemdirnar" á blogginu. Gaman að fá kveðjur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 15:32
frábær byrjun á degi.
Ég bara verð að segja frá því að ég er búin að eiga frábæran dag það sem af er. Við Anna vinkona ákváðum að hitta fyrrum vinnufélaga í hádegismat. Þegar við komum þangað var hún komin og beið eftir okkur. Anna gerði sér lítið fyrir og bauð mér upp á hádegisverðinn sem var bara mjög góður. Anna spyr vinkonu okkar hvort hún komi ekki upp á stofu með okkur og hún jánkar því. Ég í grandaleysi og ljóskuhætti fannst bara ekkert athugavert við það svo við förum upp á stofu. Þegar þangað var komið dró Anna vinkona fram þessa dýrindis tertu úr ísskápnum og sló fram veislu á staðnum.....vá...ÆÐI . Við sátum dágóða stund og borðuðum köku og drukkum kaffi. Svo var mér sagt að fara heim með restina af kökunni til að gefa fjölskyldunni með mér.
Ekki slæmt að eiga svona góða vini.
Anna.......
TAKK FYRIR MIG þú ert frábær
Nú er bara að vona að Josh Groban blikki mig í kvöld...þá er þessi afmælisdagur fullkominn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 08:45
blóm og kransar afþakkaðir
Það voru kátar stelpur sem vöknuðu í morgun til þess að óska mér til hamingju með daginn . Ég fékk samt sms kl 00:01 í nótt...það var elsta stelpan mín að senda mér sms úr herberginu sínu. Mér fannst það voða sætt af henni.
Litla skottið afhenti mér svo bleikan pakka og var að andast úr spenningi sjálf. Inn í pakkanum var bleikur iPod spilari . Ég spurði hana hvort hún hefði farið og keypt hann en hún sagði að pabbi hefði farið og valið hann alveg sjálfur
. Svo bað hún um að ég setti lögin SÍN inn á hann! Þá veit maður afhverju hún vildi að ÉG fengi BLEIKAN iPod
Þetta endurspeglar það hvað hana langar í.
Í kvöld er svo stóra stundin. Við hjónaleysin förum saman á Josh Groban tónleikana í höllinni í kvöld. Af þeim sökum verður ekkert partý heima. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast mín í kvöld eru vinsamlega beðnir um að halda ró sinni og ef það er algjört möst að koma í heimsókn, þá verð ég komin heim eftir tónleikana og get þá tekið á móti frjálsum framlögum....og gestum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 15:36
áttu ekki bara svona kort?
Litla dýrið mitt vaknaði í morgun og teygði úr sér og spurði mig svo hvort ég ætti ekki afmæli á morgun. Jú, ég jánkaði því og spurði hana hvort hún væri búin að kaupa handa mér afmælisgjöfina. Hún svaraði um hæl að það væri hún ekki búin að gera svo ég spurði hana aftur hvenær hún ætlaði að kaupa afmælisgjöfina og hvað hún ætlaði að gefa mér. Hún svaraði um hæl að hún ætlar að koma með mér bara á morgun að kaupa hana og hún ætlaði að gefa mér bleikan iPod spilara. Ég varð mjög hissa á því þar sem ég vissi að Stefán ætlar að gefa mér iPod svona á annað borð og bjóst við að hann hafi frætt barnið á því hvað þau ætluðu að gefa mér í afmælisgjöf. Ég ákvað að testa það svo ég spurði Stefán að því hvort hann hafi eitthvað tjáð sig á annað borð en hann harð neitaði því.
Ég spurði þá barnið hvernig hún ætlaði að borga fyrir iPod spilarann og hún spurði mig með stór augu: "mamma, áttu ekki bara svona kort?"
þessi börn eru óborganleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 12:44
breytingar
Ég ætlaði svo sannarlega að gera breytingar í dag. Ég ætlaði til dæmis að fara í annan skáp en nr 101 í ræktinni í morgun, en ég guggnaði á því....endaði í skáp 101 . Svo ætlaði ég að fara bara sjálf á annan bekk í Gravity-inu....en ég guggnaði á því. Mín kæra, fallega, blíða og undur fagra unga vinkona fór á annan bekk svo ég fór þá bara á MINN bekk
. Svo í sturtunni ætlaði ég að fara í aðra sturtu, en áður en ég viss af, þá var ég búin að kveikja á MINNI sturtu
.
Svona er þetta, stundum er bara erfitt að breyta til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 12:49
áráttu og þráhyggjuröskun
Þetta myndi nú sennilega vera kallaður nýtískusjúkdómur hjá mörgum en ég hef nú grun um það að þetta sé nú ekki mjög nýtt á nálinni.
Dísin mín er með svona áráttu og þráhyggjuröskun og mér finnst hún vera komin á það stig að hún er að verða bæði óbærileg fyrir hana og svo okkur foreldrana. Það snýst allt um reglu hjá henni og ef reglan er brotin gæti allt farið í vitleysu. Hún er að vísu mjög næm fyrir breytingum en maður tekur því bara með jafnaðargeði og spilar úr því sem maður hefur.
Ég hef svo hugsað um þessa röskun og í hverju hún felst. Það er ekki nóg að horfa bara á barnið og segja: "Jahá, svona er þetta já". Nei, ekki alveg. Ég ákvað að líta mér aðeins nær....semsagt bara mig sjálfa. Ég gæti hæglega verið greind með slíka röskun eins og barnið, ég væri samt ekki með alveg jafn slæmt tilfelli og hún þar sem ég get haft stjórn á sjálfri mér ef eitthvað gengur ekki upp. Ef við tökum dæmi.
þá nota ég ALLTAF sama skápinn í Sporthúsinu, skápur nr 101. Ef hann er frátekinn lít ég í kringum mig og athuga hvort "þjófurinn" sé nokkuð nálægur, ef ekki, þá nota ég þann við hliðina á. Mér finnst það alveg glatað og líður bara bölvanlega ef skápurinn minn er í notkun.
Ég nota alltaf sömu sturtuna í Sporthúsinu líka. Það hefur einu sinni klikkað að ég gat ekki notað sturtuna MÍNA en ég hafði alveg hemil á mér samt og notaði aðra sturtu.
Ég klæði mig ALLTAF eins úr og í fötin mín, alltaf sama röðin, því breyti ég ekki.
Mjólkin VERÐUR að vera á sama staðnum í ísskápnum, ef ég tek eftir því að hún er annarsstaðar þegar ég næ mér í annað en mjólk, breyti ég því umsvifalaust.
Ég nota alltaf sama kaffibollann í vinnunni. Ef minn bolli er óhreinn, þríf ég hann frekar en að taka annan. Ef ég sé hann ekki, þá leita ég hann uppi og tek hann.
Heima vil ég hafa allt í röð og reglu. Ég raða garninu mínu upp í flokka og geymi þannig. Ég vil að bláu glösin séu hægra megin í skápnum. Ég vil að CD diskarnir mínir séu flokkaskiptir í skápnum og hef alltaf haft það þannig en svo fór allt í flækju þar inni og ég hef ekki enn gefið mér tíma til að laga það en fyrir vikið reyni ég að komast hjá því að fara í skápinn.
Svona má lengi telja, ég er ofsalega erfið þegar kemur að skipulagi og röð og reglu en ég lifi með það. Mér hefur aldrei liðið illa með það svo þá hlýtur þetta að vera í lagi.....eða ég hélt það! Ég komst svo að því í morgun þegar ég fór í Gravity tíma með einkaþjálfanum mínum að þetta er kannski aðeins erfiðara en ég bjóst við. Ég er til dæmis ALLTAF með sama bekkinn þar nema að núna var ein búin að "hertaka" bekkinn og mér leið illa allan tíman í tímanum!! Ég var ekki á RÉTTA bekknum (þó svo að það sé ENGINN munur á þeim) og ekki rétta staðsetningin í salnum. Þó svo að ég hafi farið á bekkinn við hliðina á, þá skipti það engu!!
Niðurstaðan er sú að ég skil barnið mitt ótrúlega vel að fara í þunglyndi og fara að gráta ef hún nær ekki að smyrja nestið í skólann kvöldið áður. Þetta hefur hún gert alla tíð að smyrja nestið á kvöldin og það hefur komið 2x fyrir að hún fékk ekki tækifæri til þess en það kostaði það að hún grét sig í svefn!!
Það borgar sig ekki að gera lítið úr áráttu og þráhyggjuröskuninni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2007 | 17:19
Eurovision
Jæja, nú eru ekki nema rétt tæplega 2 tímar í Evróvísíjón. Ég var nú kannski ekki allt of sátt við lagið okkar en úr því að það fór, þá er það bara fínt (pínu Pollyönnu stíll). Ég sit nú samt alveg föst á því að það fari ekki upp úr forkeppninni í kvöld....en EF svo ólíklega vill til að það komist upp úr forkeppninni, verður það mjög neðarlega í úrslitum í aðalkeppninni . Þetta er ekki sagt í einhverri illsku eða neitt þannig, málið er bara að við erum svo "ein í heimi" og við eigum engin landamæri að okkur til að múta svo við verðum dálítið afskekkt fyrir vikið. Ég get nú ekki alveg dæmt um það hvaða lag mun bera sigur úr býtum en miðað við hvað Úkraína er flott finnst mér ekki ólíklegt að þeir deili sæti á topp 5. Úkraína er sko með pottþétt sjó, svona miðað við myndbandið allavega.
Mér finnst það stór merkilegt að tvær dragdrottningar séu á sviðinu í þessari keppni en mikið finnst mér þessi dani vera lásí....svona miðað við þennan úkraínumann...eða konu....eða skiptir ekki!!
Það er svakaleg flóra af lögum í keppninni. Allt frá "pissupásulagi" í "algjörtmöstaðhorfalag". Eiki okkar er mjög sterkur og öflugur söngvari þó svo að mér finnist þessi texti alveg mega missa sín...en það er mín skoðun. Það verður gaman að sjá hvar við endum svo eftir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
78 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Dæmdur fyrir innherjasvik og nú ákærður fyrir skattabrot
- Stefna á daggæslu í vor og skólahald næsta haust
- Fylgið fellur af flokkunum í Suðurkjördæmi
- Rampi frá Breiðholtsbraut lokað á morgun
- Úthlutun listamannalauna einkennist af klíkuskap
- Lögreglan greip engan vændiskaupanda
- Með töflulager í farangrinum á leið til landsins
- Þyrlan flutti tvo frá Grundarfirði á bráðamóttöku
Erlent
- Kanslari hótar að sniðganga Eurovision
- Svo hvarf þakið bara
- Friðarviðræður standa yfir á merkilegum tímamótum
- Vonarneisti fyrir konur og stúlkur
- Í ógöngum á Everest: Heppinn að sleppa í burtu
- Hæstiréttur segir nei við Maxwell
- Sultur sverfur að í umsetnum borgum í Súdan
- Sagt fækka um 6.000 störf: Fyrirtækið neitar
Fólk
- Fyrrverandi kærasta Kelce svarar aðdáendum Taylor Swift
- Schumer frumsýndi myndarlegt þyngdartap
- Þriðji sonur Tinu Turner látinn
- Myndskeið Meghan Markle vekur mikla reiði
- Gullpiparsveinninn trúlofaður rúmu ári eftir skilnað
- Svona lítur Sisqó út í dag
- Sigga Beinteins sló í gegn
- Maðurinn á bak við hryllinginn