10.6.2007 | 17:33
Unginn farinn í frí
Jæja, nú er Dísin mín farin til Lökken í Danmörku. Ég var með hnút í maganum að senda hana "eina" út, en ég er sannfærð um að hún hefur gott af þessu. Þetta er rosalega stór hópur stelpna sem fer út og eitt er víst að það eru ekki allar vinkonur innan hópsins! Krossa fingur og vona það besta.
Ég heyrði í henni í dag, allt í sómanum.....ennþá....vona að það hangi þannig.
Í gær fórum við svo út að borða með Viktoríu. Fórum á Hereford steikhús sem er á Laugaveginum. Maturinn var fínn (fyrir utan vatnsþynntu sjávarrétta súpuna), nautasteikin var frábær og eftirrétturinn var góður. Þjónustan var mjög góð en ég ÞARF ekkert að fara þarna aftur!!! þetta er sko langt frá því að vera eitthvað kósý staður! Maður heyrði ekki í sjálfum sér þarna fyrir glym. Ég er sannfærð um að ef þeir létu laga hljóð einangrunina þarna, yrði þetta þægilegur staður, en þangað til að það verður lagað fer ég ekki aftur . Eftir matinn buðum við henni svo í bíó og fórum við á sjóræningjana. Góðir brandarar í myndinni, flott tölvugrafík, vel tekið en gjörsamlega innantóm mynd. Maður vissi ekki hver var að bomba á hvern eða hver var með/móti hverjum eða hvort það var vondi kallinn eða góði kallinn sem dó!!!
Kannski var ég bara svona vitlaus! leyfum mér að njóta vafans
Á heimleiðinni segir Viktoría að sér sé aftur orðið svona illt í höfðinu og sé orðið flökurt. Við báðum hana um að segja okkur það í tíma ef hún þyrfti að æla. Skyndilega biður hún okkur um að stoppa NÚNA. Hún stekkur út úr bílnum og þar ælir hún lifrum og lungum . Mér er hætt að finnast þetta eitthvað sniðugt. Þetta er farið að gerast ansi oft. Hún fær skyndilega svona illt í höfuðið (nánar tiltekið bakvið augað öðrumegin) og þá ælir hún skömmu síðar. Ég ætla að fara með hana til læknis. Ég vil bara búin að finna út úr þessu sjálf áður en ég tala við lækni. Þeir sem mig þekkja, vita ástæðuna
.
Í dag hafði ég það af að gróðursetja nokkur sumarblóm í garðinn. allt að verða voða flott þarna . Verst hvað ég er EKKI með græna fingur
Öll blóm í kringum mig deyja, ég er farin að hallast að því að þau drepist úr leiðindum!!
Sjáum hvað þessi blóm gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2007 | 00:25
ég er húsið mitt.
Ég var að lesa fyrir Sunnu í gær. Hún bað um að ég læsi bókina "Ég er húsið mitt". Ég hafði einhvern tíman lesið þessa bók fyrir Söndru Dís en ég man ekkert eftir henni. Bókin fjallaði um hann Steina sem var að flytja í nýtt hús. Fólkið sem aðstoðaði við flutninginn fór inn á skítugum skónum og það líkaði honum illa þar sem húsið var hreint og fínt. Móðir Steina tekur hann eintali og bendir honum á að það sé annað hús sem hann þyrfti að passa enn betur, það væri húsið hans. Húsið hans er nefnilega líkaminn. Augun í barninu stækkuðu meir og meir, eftir því sem nær dró endann í bókinni. Steini áttaði sig á því að húsið hans væri líkaminn. Móðir drengsins predikaði um það að húsið hans vildi alls ekki vera óhreint. Það þyrfti að borða hollan morgunverð svo húsið yrði hreint og fínt, alltaf að bursta tennurnar og þvo hendurnar þegar maður er búinn að vera úti og svo frv. Eftir lestur bókarinnar spjölluðum við mæðgur um þetta tiltekna hús sem við eigum öll. Hún var mög hissa á þessu öllu saman. Stelpan fer svo að sofa og ég spái ekkert meir í þessu.
Í morgun vaknaði ég við stelpuna við hliðina á mér (en ekki hvað) og ég ýtti við henni þar sem klukkan hringdi. Hún teygði úr sér og sagði svo í svefnmókinu að nú vildi hún fá Cheerios í morgunmat. Ég varð mjög hissa og sagði ekki neitt heldur beið útskýringa á því hvers vegna hún vildi það. Jú, ekki löngu síðar sagði hún að nú vildi húsið hennar fá HOLLAN morgunmat . Það er alveg stórmerkilegt hvað hún tekur öllu svona bókstaflega.
Á morgun (laugardag) fer Dísin mín fagra til Danmerkur með fótboltanum. Allt orðið reddý fyrir ferðina og hún orðin spennt eins og lög gera ráð fyrir.
Á morgun er ég jafnvel að spá í að skella mér til Viðeyjar í smá myndunarleiðangur. Held að það gæti verið gaman ef veðrið verður gott.
Annað kvöld ætlum við að bjóða Viktoríu eitthvað flott út að borða. Staðurinn er enn leyndó þar sem hún fær ekki að vita neitt fyrr en komið er á staðinn.
Myndin af Viktoríu er mjög flott í Víkur fréttum. Ég get ekki annað en verið rosalega stolt af henni. Ég frétti svo frá einni sem ég þekki að myndir af henni hafa einnig birst í Fréttablaðinu (vissi af viðskiptablaðinu ekki hinu) varðandi verkefnið sem hún vann í skólanum. Hún (ásamt 2 öðrum dömum) áttu að "stofna" kaffihús og gera teikningar af því og líkan ásamt kostnaðaráætlun, vínveitingaleyfi, starfsleyfi og svo frv. Þótti þetta einkar vel heppnað hjá þeim að áveðið var að kalla út blaðamenn. Ég sá þetta því miður ekki sjálf en að sögn þeirra sem sáu þetta, þótti þetta mjög flott. Nú þarf ég að útvega mér þetta Fréttablað sem kom út í síðustu viku.
Nóg í bili, langur og strangur dagur framundan á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 14:35
stolt móðir
Í gær var Viktoría mín að útskrifast úr grunnskóla. Það voru veittar verðlaunir fyrir eitt og annað og þá sérstaklega fyrir stærðfræði, Íslensku og dönsku og svo voru verðlaun veitt fyrir íþróttir. Viktorían mín var nú ekki beinlínis í bóklegu fögunum en hún fékk verðlaunin Íþróttakona Álftanesskóla . Hún fékk bókaverðlaun og farandbikar sem búið var að merkja nafnið hennar á. Ég var nú ekkert smá stolt af prinsessunni minni. Skólastjórinn minntist á það að þegar Viktoría var í 7.bekk, þá hefði hún unnið titilinn "Járnkerling" og Guðmundur Heiðar bekkjabróðir hennar unnið "Járnkarlinn" það ár. Nú, 3. árum síðar, þá standa þau tvö aftur uppi sem sigurvegarar sem Íþróttakona og Íþróttamaður Álftanesskóla 2007.
Víkurfréttir tóku myndir og var okkur sagt að það kæmi klausa um þetta í næsta blaði frá þeim.
Bloggar | Breytt 7.6.2007 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 13:16
Allt að gerast
Það er bókstaflega allt að gerast. Í gær fékk ég til mín fríðan hóp blak-kvenna. Allar komu með einn rétt að heiman til að setja á hlaðborðið....en allar hugsuðu það sama....að hafa nóg handa öllum svo það er óhætt að segja að borðið svignaði undan kræsingum.
Frábært kvöld sem við áttum.
Í dag eiga svo tvíbura frændsystkin okkar 2 ára afmæli og vinkona mín eignaðist frumburðinn sinn í morgun rétt fyrir sjö. Reyndar með Akut-keisara en hraust dama lét sjá sig, einar 16 merkur
Í dag á svo kunningjakona mín fimmtugs afmæli og var ég beðin um að sjá um barinn í veislunni í kvöld sem ég geri að sjálfsögðu með glöðu. Maðurinn hennar kokkaði nefnilega í afmælinu hans Stefáns og hann ætlar einnig að sjá um veislu fyrir okkur í haust
Munið þið eftir þessari færslu? (allra neðst)
http://www.hlinnet.blog.is/blog/hlinnet/entry/46094/
Ástæðan fyrir þessari gjöf var sú að minn maður lagðist á skeljarnar FINALLY eftir 10 ára bið.
Stóri dagurinn verður 8.september í ár en sá dagur er mjög stór hjá okkur. Við erum bæði skírð þann 8.sept (með 7 ára millibili) og við trúlofuðum okkur þennan dag fyrir 10 árum síðan, foreldrar hans eiga 40 ára brúðkaupsafmæli þennan dag líka svo það er allt að gerast
Best að gera sig klára í tvær afmælisveislur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 10:01
Partý.....eða....!
Við héldum veislu um helgina. Fengum kokk til að standa í því að grilla ofan í mannskapinn. Sjáum sko ekki eftir því.
Stefán fór og tjaldaði risa partýtjaldi á lóðinni. Fengum það gefins frá einum sem hafði nýlega haldið upp á fimmtugsafmælið sitt. Ég þráaðist við, vildi tjalda því þar sem við áttum von á um og yfir 30 manns. Stefán vildi meina að það væri ekkert mál að koma því fyrir í stofuna (sem var svosem alveg rétt). Það var rok þegar Stefán tjaldaði tjaldinu og það var enn rok þegar búið var að tjalda því.....eða það náðist aldrei að tjalda því almennilega....rifnaði alltaf upp aftur!! Auðvitað fór allt að gefa sig og áður en veislan hófst hafði tjaldið rifnað á nokkrum stöðum, súlur farnar að brotna svo Stefán mátti til með að hlaupa út reglulega og teipa súlurnar saman, kósar rifnuðu út úr götum, plastgluggar á hliðum farnir að rifna, stögin á tjaldinu öll farin að gefa sig . Stefán sagði það að ef þetta tjald myndi enn standa áður en afmælið byrjaði, yrði það þvílík hamingja! Og ég sem ætlaði að bjóða í annað partý næstu helgi
. Jæja, en víst við gátum látið 35 manns sitja í stofunni þá hljóta 15 "brjálaðar" blak-kerlingar geta setið við stofuborðið mitt
Þetta lukkaðist allt ljómandi vel og var ótrúlega gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn. Stefán minn fékk mjööög mikið í afmælisgjöf og var fjölbreytni gjafanna alveg á við afmæli sjötugs manns Hann fékk til dæmis: Koníak, KOníak, KONíak, KONÍak, KONÍAk og svo KONÍAK, viskí, VIskí og svo veiðidót. Það er alveg á hreinu að mínar óskir komu ekki í gegn
. Hann fékk reyndar tvö veiðihjól, bæði hjólin ætluð á kaststöng svo nú þarf bara að hugsa hvoru hjólinu hann ætli að skipta. Bæði hjólin virðast mjög vönduð og fín svo valið verður erfitt.
Allan laugardaginn var Stefán að snattast fram og til baka á fína jeppanum sínum með einkanúmerinu að sækja stóla og grill. Svo kemur hann til mín í sótfúll í pirruðu skapi (ekki síst út af tjaldinu FÍNA) og segir mér að jeppinn sé bilaður...má ekki keyra hann...e-r hosu.....pakkning....dós....legur eða hvað þetta heitir allt saman sé farið. Olía leki af og jaríjaríjarí. FRÁBÆRT! Ég vildi bara panta tíma í viðgerð A.S.A.P en hann benti mér á það að þetta væri DÝR pakki... ég eins og ljóska spurði hvort þetta væri 30-40 þús! Hann horfði á mig eins og ég veit ekki hvað og sagði ef þetta væri málið væri þetta einfalt, ég gæti margfaldað þessa tölu með ca 5-10 .
Ég sá þá bara fyrir mér að fara á hjóli í vinnuna næstu daga....viku...eða jafnvel mánuði. Er ekki alveg að sjá það fyrir mér að geta borgað 300.000 í viðgerð akkúrat núna....svo mikið framundan hjá mér. Stefán ætlar að reyna við þetta sjálfur...en vara hlutirnir eru víst mjööööööög dýrir. Kemur í ljós.
Ég er búin að staðfesta stelpuferðina til Orlando í ágúst. Fljúgum fyrst til Baltimore og tökum tengiflug til Orlando, leigjum bíl og keyrum til Kissimee þar sem við erum búnar að leigja okkur disney-villu í viku. Gosh...þetta verður svona "shop til you drop" ferð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 22:57
afmæli
Hann Stefán minn á afmæli í dag. Fertugur kallinn....alveg hund-gamall...gjörsamlega langt kominn í fimmtugsaldurinn á meðan ég rétt næ þrítugu . Hann ELSKAR þegar ég segi þetta við hann.... *NOT*
Ég gaf honum einkanúmer á jeppann. Hann er víst búinn að nöldra um þau í ansi mörg ár svo ég lét bara verða að því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 00:07
ljósmyndun
Jæja, nú er ég formlega búin með þetta ljósmyndanámskeið. Ég lærði ótrúlega margt og fannst þetta gríðarlega skemmtilegt og lærdómsríkt.
Ég gerði möppu með þessum þemamyndum. Endilega kommentið á myndirnar. Ég veit hvað hann fann að þeim og ég veit líka hvað hann var ánægður með. Væri gaman að sjá hvað öðrum finnst.
Hann sagði við mig svo í lokinn: "Þetta er frábært hjá þér, þú ert með næmt auga og góður myndatökumaður. Haltu þig á þessari braut....endilega...en þessi vél sem þú átt er kannski ekki nógu góð fyrir þig ef þú heldur þessari braut áfarm"
Ég er náttúrulega í skýjunum yfir þessu. Ég sætti mig við þessa myndavél til að byrja með en þegar fram líða stundir, fæ ég mér kannski alvöru pro vél
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 00:03
strengjabrúða
Ég fékk Stefán með mér í Gravity tíma á mánudaginn. Hann fékk sig lausan úr vinnu til að koma í einn tíma og kynnast þessari snilld sem þessir Gravity bekkir eru. Ég var að sjálfsögðu búin að fegra þetta fram og til baka svo hann var bara nokkuð spenntur.
Við hittum Hr. einkaþjálfa sem tók vel á móti okkur (eins og venjulega) og Stefán lítur yfir bekkina og hugsar með ser hvurslags kellingatæki þetta væru nú, þetta væri sko "pís of keik" Við erum í nettan klukkutíma í þessu og svo skiljast leiðir.
Um kvöldið er Stefán alveg búinn á því. Hlammaði sér í sófann og sagðist vera dauð þreyttur eftir þennan tíma í morgun. Viðurkenndi það að honum hafi ekki alveg litist á þetta í byrjun, taldi þetta vera "ísipísí" dæmi. Ég benti honum á það að hann ætti eftir að vakna í fyrramálið, hann hló við. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem ég hef reynsluna af þessu.
Morguninn eftir vöknum við saman, eins og oft áður. Tók eftir því að hann var eitthvað svo "þjakaður" og þá viðurkenndi hann það að hann ætti erfitt með að hreyfa sig vegna strengja í öllum líkamanum
Gettu hver hló mest?!?!?!?!?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 260763
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
79 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín