. - Hausmynd

.

aftur til fortíðar

Oftar en ekki miðar maður allt við hvernig þetta var í "gamladaga". Þegar ég var lítil var bara til svart/hvítt sjónvarp og engum fannst athugavert við það þar sem þeir þekktu ekkert annað. Svo kom litasjónvarp og maður var ekki með mönnum nema eignast litasjónvarp. Svo þróast þetta allt saman og 30 árum eftir að litasjónvörpin komu eru komnir á markað þynnstu sjónvörpin sem nokkur hefur séð (LCD). Auðvitað vilja flestir halda í við þróunina og eignast svona græju. Engum DETTUR það til hugar að reyna að nálgast stórt og klossað svart/hvítt sjónvarp!!!

Ég ætlaði í pósthúsið að ná mér í frímerki. Var á leiðinni að senda jólakort. Þegar ég nálgast pósthúsið í Firðinum í Hafnarfirði sé ég gríðarlega biðröð eftir afgreiðslu. Ég leit á biðröðina og hugsaði með mér að þetta væru ekki nema 15 manns á undan svo þetta hlyti að ganga skafið. Þegar ég var búin að standa í biðröðinni í 20 mínútur ÁN þess að stíga svo mikið sem EITT skref áfram var nú farið að renna á mig tvær grímur. Ég ætlaði að skjótast í matartímanum mínum til að ná í frímerki og einungis 10 mín voru eftir af þessum matartíma mínum svo ég sá fram á það að ég myndi ekki ná að vera BARA 30 mín í mat GetLost. þegar þessar 30 mín voru liðnar hafði röðin aðeins hnikast í "rétta" átt og einungis 5-6 manns voru á undan mér. Ég sá svo aðeins inn þar sem afgreiðslan fór fram og sá þar mér til mikillar furðu að fólk var að koma inn og út án þess að hafa staðið í röðinni. Ég er ekki sú þolinmóðasta þegar kemur að biðröðum og þegar er gengið framfyrir mig og læt í mér heyra þegar mér mislíkar e-ð. Það kom fyrst maður sem sagði e-ð við afgreiðslustúlkuna og hún hætti að afgreiða þann sem hún var að afgreiða, fór e-ð á bakvið, sótti dót og lét hann hafa. Mér fannst þetta ekki sniðugt, sér í lagi þar sem ég var búin að bíða í röðinni ansi lengi. Ekki leið á löngu þar til kona kom inn með "gulan" miða og fór framfyrir og rétti dömunni, samstundis fékk hún sömu meðferð og maðurinn og með það var hún þotin. Þegar þarna var komið var farið að sjóða á mér. Var harð-ákveðin í að láta í mér heyra EF þetta skyldi koma fyrir aftur.

Ég fór svo að fylgjast með afgreiðslunni þarna og veistu.....mér fannst stundum þetta lið sem var að afgreiða, vera einfaldega bara að bora í nefið á sér stundum, það vissi ekki hvort það var að koma eða fara! Til dæmis þá þurfti kona nokkur fóðruð umslög og strákurinn í afgreiðslunni HORFÐI á hana skrifa á ÖLL umslögin í stað þess að afgreiða næsta til að flýta fyrir. Ég var orðin svo kex brjáluð að ef einhver hefði sagt BÖÖÖH við mig hefði ég að öllum líkindum MISST MIG. dí hvað ég var orðin súrrandi brjáluð. Til að reyna að láta þetta fólk átta sig á þessu þá fór ég að tala upphátt um ÞJÓNUSTUNA þarna og benti manni á það í röðinni hvernig hefði mátt nánast eyða þessum biðröðum með því að HUGSA. Ég er farin að hallast að því að til að fá vinnu hjá póstinum þarf maður að þreyta próf og allt fyrir ofan 100 er fall!!!!!

Mér finnst þetta vera afturför miðað við hvað þetta var alveg ágætt fyrir ekki svo mjög löngu síðan Woundering

 


ef ég nenni!!

er það bara ÉG eða eru fleiri sammála því að asnalegasta jólalagið sem samið hefur verið er "Ef ég nenni" með Helga Björns????? Frown

Ég í bókstaflegri merkingu ÞOLI EKKI LAGIÐ....hvaða FÍFL veit ekki hvort hann nennir að kaupa jólagjöf handa þeim sem hann/hún elskar W00t ég veit það eitt að minn maður væri í slæmum málum ef hann segðist ekki vita hvort hann myndi gefa mér jólagjöf eða ekki, færi eftir því hvort hann NENNTI því. Shocking

úff hvað þetta er pirrandi Pinch


allt hægt í ameríkunni!

útfrá þessari frétt fór ég að hugsa hvernig þetta gegnumlýsingartæki virkar. Ætli þetta sé svipað og röntgen geislarnir sem maður fer í við ákveðnar aðstæður eða er þetta e-ð öðruvísi??

Væri gaman að fá skýringu á þessu Smile


mbl.is Ungbarn sent í gegn um gegnumlýsingartæki fyrir handfarangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að gerast

Ég skellti mér á námskeið í kvöld hjá Hans Petersen. Það eitt og sér var gott og gilt en námskeiðið var haldið á Fiskislóð 75 Reykjavík. Það hefði svosem ekki verið saga til næsta bæjar nema að sveita stelpan á Álftanesinu var að fara á þetta heimilisfang í Reykjavíkinni og þar sem ég vissi nú alveg hvar Fiskislóð var átti þetta nú ekki að vera mikið mál Woundering. Ég mundi eftir X-18 sem var þarna á Fiskislóð X og mundi það að húsnúmerið þar var töluvert hátt svo ég GAT ekki villst!! Ég keyri Fiskislóðina og finn X-18 heildsöluna og sé það mér til mikillar ánægju að það hús var númer 81 svo 75 hlaut að vera ca 1-2 húsum lengra. Ég keyri að næsta húsi og það er bókstaflega ekkert merkt svo ég fer bakvið það og ekki finn ég nr 75 svo ég fer að húsinu þar við hliðina og það var heldur ekkert merkt svo það voru farnar að renna tvær grímur að ég hafi einfaldlega ekki tekið rétt eftir og hringi í Jóhann bróður til þess að fá frekari upplýsingar hjá honum um þessa Fiskislóð. Hann segir að þetta sé sama húsið og X-18 sé í nema austan megin! Ég fer þá aftur til baka til að athuga þetta "austan megin" en ég er sú áttavilltasta hér á þessari jörð, heppin að vita hvað snýr annarsvegar upp og hinsvegar niður. Ég fer að húsinu og horfi á þetta hús, þar er lagerhurð, vinstramegin við það var inngönguhurð sem tilheyrði lagernum svo ég kíkti hægra megin og þar voru "kokkarnir" með aðsetur svo þá var bara vinstri eftir....jú...ég sá glitta í Hans Petersen merki og þegar ég fór út úr bílnum og leit inn um glugga sá ég að þar INNI var merkt 75!!!!! GetLost Naumast tilgangur með merkingunni og svo FÁRÁNLEGT að hafa húsið að framan 81 og SAMA húsið bara AUSTAN MEGIN 75.

Hallærislegt....og ekki furða að maður verði áttavilltur í Reykjavík Angry


jólasveinarnir eru víða =o)

Ég bara VERÐ að segja frá því að við hjónaleysin fórum í gær með minnsta skottið og elsta skottið í gleraugnaleiðangur. Ég var búin að skoða á nokkrum stöðum og taka púlsinn á verðinu þar sem maður er þokkalega blankur svona rétt fyrir jólin og Stefán eina fyrirvinnan á þokkalega dýru heimili Shocking. Við enduðum svo á að fara í Gleraugnaverslunina Sjónarhól sem er á Reykjavíkurveginum í Hafnarfirði. Þar fundum við voða sæt gleraugu á þessa litlu með einhverskonar "flex" umgjarðir (hentugt fyrir 4 ára gamlan leikskólakrakka) og Viktoría ráfaði um búðina og skoðaði umgjarðir fyrir sig. Eftir frábæra þjónustu, fundu allir það sem þeir leituðu að og var ákveðið að fara og borga brúsann. Tvenn gleraugu voru á borðinu. Mikið rætt um eitt og annað og svo kom að upphæðinni W00t. Óboj.....ég var með kvíðahnút í maganum, vitandi það að gleraugu eru ekki það ódýrasta sem maður kaupir. Jú, viti menn. 18.200kr kostaði "brúsinn" sjálfur. já, þú last rétt....ÁTJÁN ÞÚSUND OG TVÖHUNDRUÐ kostaði allur pakkinn með glerjunum og öllu!!! Svo ætlaði hún að hringja í okkur á hádegi daginn eftir til að fá þær í mátun Smile. Semsagt, einn sólarhringur í bið ef allt gengi upp. Ef þetta heitir ekki að detta í lukkupottinn þá veit ég ekki hvað er að detta í lukkupottinn Wink.

Þau í Sjónarhól frá mitt atkvæði hvað varðar þjónustulund, verð og gæði Kissing


www.mbl.is

þeir fá hrós skilið fyrir að sjá villuna í textanum sínum og laga það Wink

stafsetningarugl

það er ekki bara ég sem geri villur í stafsetningi Wink. En mér finnst þessi villa frekar slöpp!!

(3 lína og svo síðasta línan)


mbl.is Jólasveinainnrás í Magasin í nafni listarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

döööh

Ég vinn á "efri hæð" og þarf að ganga upp tröppur....ég veit vel að það er hættulegt að ganga upp tröppurnar og enn meiri hætta á að ganga niður tröppurnar......EF hnéið skyldi bila allt í einu. Ég er í skóla upp á Höfða og þarf að keyra þangað, ég veit að það er hættulegt að keyra í skólann. Ég reyni að fara varlega hvort sem ég geng upp/niður tröppur eða ek bíl með/án barna en ef eitthvað kemur uppá og ég eða börnin slasast, þá reynir maður að fá einhverjar slysabætur. Ég veit ekki betur en að fólk sem lendir í bílslysi, hvort sem það átti "sökina" á því eða ekki, fái bætur.

Að hafna þessum manni um bætur á þeim forsendum að hann vissi vel af hættunni við að ganga inn á blautt gólf og fara ekki nógu gætilega er náttúrulega bara firra. Ég er ekki að segja að maðurinn hefði átt að fá einhverjar millur í sárabætur, allavega viðurkenningu á því að þetta var ekki gott. Fyrirtæki ættu að vera skyld til að taka ábyrgð.


mbl.is Bónus ekki bótaskylt vegna slyss í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

76 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband