28.12.2006 | 21:10
gallabuxnabeib
ég hef einmitt velt þessu fyrir mér öðruhvoru þegar ég fer í frekar þröngar gallabuxur að ég eigi eftir að drepast á því að ganga í þeim *NOT*. Ef ég fer í of þröngar gallabuxur, þá líður nú ekkert rosa langur tími þar til ég fer og skipti bara um buxur, brýt hinar saman og set þær undir allan buxnabunkann og hugsa með mér að þega ég hef lagt af eins og 300-500gr
(má sko ekki við meiru) þá geti ég sótt mér gallabuxur sem líta út eins og nýjar.
Kona eins og Victoria hafa svo alveg efni á því að kaupa sér við og við gallabuxur og þurfa ekkert að "safna" þeim fyrir mögru árin eða hugsa með sér að hún VERÐI að nota þær þar sem þær voru ekki á útsölu og voru dálítið dýrar, .....eða 3990kr
Mitt mottó er að kaupa ÞÆGILEG föt sem ég get gengið í þar til kemur gat
![]() |
Viktoría Beckham óttast að gallabuxur verði sinn bani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 14:30
örfáar raketturnar ha!

![]() |
550 þúsund flugeldum skotið upp um áramótin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 11:31
sorglegt :(
Mér finnst þetta sorglegt hvað margir hafa látist í umferðinni í ár. Ég þekki engan þeirra persónulega og leyfist mér að segja sem betur fer. En það er eigi að síður sorglegt fyrir þá sem þekktu einhverja hinna látnu . Ég veit ekki alveg hvað er í gangi í umferðinni. Hún er jú orðin hraðari en áður en svo er það líka þetta blessaða gatnakerfi og göturnar á landinu yfir höfuð. Það virðist einfaldlega ekki vera hægt að finna "framtíðar" malbik sem ekki skemmist á mettíma
. Það vill loða dálítið við mann að miða við önnur lönd eins og til dæmis Þýskaland en þá gleymir maður að taka inn í veðráttuna. Það hefur jú áhrif á malbikið líka. Eins er það líka að þegar verið er að hanna vegi og gatnamót, þá gleymist oft að horfa fram á veginn og til framtíðar. Oft á tíðum þegar framkvæmdirnar við veginn eru búnar, þá er hann orðinn of "lítill" fyrir umferðarþungann og aftur eru þeir á byrjunarreit.
Ég vil miklu frekar borga þessu hönnunarliði fyrir að skreppa til þeirra landa sem eru framarlega í gatnagerð og fá þá til að læra af þeim.
Eigi að síður er gatnakerfið okkar svona og fæst okkar hafa möguleika á að hafa áhrif á það. Verðum við því að taka því eins og hverju öðru hundsbiti.
Farið varlega í umferðinni og treystið ENGUM.
![]() |
Alvarlegum slysum fjölgaði um 28,7% fyrstu tíu mánuði ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 15:05
fólk er fífl!
að detta það til hugar að geta stungið lögreglu af hér á Íslandi og það í gegnum Hvalfjarðargöngin þar sem eftirlitsmyndavélar eru. Nema hann hafi hugsað það þannig að hann fer svo hratt að hann sést ekki
.
Ótrúlegt hvað það leynast margir svartir sauðir í umferðinni.
![]() |
Ók á 150 km hraða gegnum Hvalfjarðargöng undan lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2006 | 12:53
sól og sumar yl ;)
nú styttist heldur betur í Kúbuferðina stóru . Ég er farin að hlakka gífurlega mikið til. Fengum farseðlana í hendurnar rétt fyrir helgi og nú stúderar maður hægri vinstri hvað maður þarf að taka með sér. Þeir segja í bæklingnum að ef maður vill "tipsa" þernurnar á hótelinu er besta tipsið plástur og snyrtivörur
, ég er ekki viss um að þernurnar hér heima myndu láta sér það nægja
. Það sem er gott að taka með sér út og gefa eins og börnum eru blýantar, litir og litabækur. Ég ætla að versla e-ð svoleiðis og fara með út.
Eitt gott sem ég heyrði um Kúbu, verð að koma því að.
Þegar Atlanta flaug í fyrsta sinn út til Kúbu á einni breiðþotunni, með um 200 íslenska farþega. Einn af farþegunum ætlaði nú aldeilis að skoða Kúbu og sjá hana með öðru sjónarhorni en hinir. Hann settist upp í taxa og sagði við leigubílstjórann: "Viltu vera svo vænn og sýna mér e-ð mjög óvenjulegt hér á Kúbu, e-ð sem enginn ferðamaður sér". Bílstjórinn brosti sínu breiðasta og sagði að sjálfsögðu að það væri ekki mikið mál. Hann byrjaði að keyra og ók út á flugvöll og sagði svo við ferðalangann: "Sjáðu stóru þotuna þarna, þarna eru 200 milljónamæringar frá Íslandi". Aumingja íslendingurinn seig niður í sætið og sagði ekki meira þann daginn.
hafið góðan dag kæru landar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2006 | 12:09
rjóminn
nú er "rjóminn" af jólunum búin. Á þessu heimili gekk þetta mjög vel. Allir voru sáttir við sitt og allar gjafirnar hittu í mark . Við gáfum stelpunum stóru iPod nano spilara sem að sjálfsögðu hitti vel í mark. Litla dýrið okkar fékk Pony hest í "göngugrind".
og ekki skemmdi að hún fékk lítinn pony frá frænda sínum í Fagraberginu . Sem betur fer var engin jólagjöf svona "hávaðagjöf"
aðeins eitt skartgripaskrín (unicorn) sem H.Sunna fékk og svo bangsi sem lætur frá sér fullt af hljóðum en hann var bilaður svo það var ekki hægt að kvarta undan hávaða í honum
. Honum verður reyndar skipt um leið og búðirnar opna
ætli það verði ekki hávaði þá!
Ég fékk það sem ég vildi frá mínum manni, en ég fékk 4 daga ljósmyndanámskeið frá www.ljosmyndari.is Það verður spennandi að fara á það. Ég gaf mínum manni gæsadúnsæng frá Gæði og mýkt http://www.innmark.is/?item=91&v=item , hún hlýtur að vera ágæt því nóg kostaði hún
Ég fór svona í ganni að telja gjafirnar sem voru undir tréinu þegar mest var......já......og þær voru NÁKVÆMLEGA 61 (sextíu og ein) . Mér finnst þetta gríðalega mikið, veit ekki hvernig þetta eru á öðrum heimilum með svona mörg börn (ef mörg skal kalla)
setti inn nokkrar myndir.
kv Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 14:27
góðir jólasveinar
Mér finnst þetta ÆÐI að "framarar" hafi gefið henni Þuríði litlu hluta af verðlaunaféinu í 1x2. Maður þekkir það svo sannarlega sjálfur hvað það er erfitt að eiga ekki aur til að reyna að sinna börnunum sínum. Það er alveg sama hvað maður ætlar sér að gera fyrir þau, það kostar ALLT. Bara það eitt að fara með börnin í húsdýragarðinn...já....það kostar sko 2000kr inn á svæðið fyrir 5 manna fjölskyldu. Svo kannski fá börnin e-ð smotterí í sjoppunni og það er annað eins. Þetta er sko fljótt að fara þegar maður horfir í aurinn.
Ég veit og trúi því að þau noti þennan pening til að gleðja börnin sín, því þegar maður gleður börnin sín, þá gleður það mann sjálfan að sjá hvað þau eru ánægð
Ef allir hugsuðu svona, þá væri lífið auðveldara.
jólaknús.
![]() |
Gáfu fjölskyldu langveikrar stúlku af getraunavinningnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 11:10
biðraðir - martraðir
Það er með eindæmum hvað þetta gatnakerfi er ekki að bera þennan bílaflota hér í Reykjavíkinni. Maður getur ekki annað en hugsað um HVAÐ þessir einstaklingar sem hönnuðu þetta vegakerfi voru að HUGSA.....eða voru þeir ekki að hugsa???? Það þarf ekki að fara mjög langt til að sjá hvernig maður á að gera þetta. Þegar ég fór til Þýskalands í sumar sá maður NÁKVÆMLEGA hvernig þetta átti að vera. Það eina sem var ábótavant í þeirra menningu voru ljósastaurar! Það voru ENGIR ljósastaurar á hraðbrautunum. Þetta vandist líka alveg vegna þess að vegmerkingarnar voru líka fullkomnar og þurfti ekkert að setja út á það. En hér eru vegmerkingarnar þannig að ef þú átt að beygja til vinstri, þá segir skiltið til um það þegar þú ert alveg að komast framhjá þeim gatnamótum
Það er alveg ótrúlegt þetta veður sem búið er að vera. Ég sótti dóttur vinkonu minnar frá svíþjóð í Keflavík en stúlkan er 15 ára gömul og ætlaði að eyða jólunum hjá ömmu sinni og afa á Akureyri. Hún kom um kl 15 á völlinn og átti pantað flug kl 18:30 í Reykjavík til Akureyrar. Á leiðinni heim fór að hvessa ansi hressilega og var ég farin að sjá fram á það að stúlkan kæmist ekki heim til ömmu og afa fyrr en næsta dag. Það passaði, ekkert flug var svo hún gisti hjá okkur. Næsta dag var maður í startholunum og ætlaði að koma henni í flugið, fórum á völlinn um kl 13 þar sem við fengum beinar upplýsingar frá Akureyri að veðrið væri að hægja á sér. Hélt að ég væri voða tímanlega og allt það, en vá.....ekkert smá margt á vellinum. Stóðum í biðröð í 40 mín en það borgaði sig alveg. Allt í einu var tilkynnt að þeir ætluðu að fljúga norður og þá fóru líka einar 5 vélar í loftið á 30 mín. Stelpu greyjið komst loksins norður.
Ég fór yfir til mömmu í skötu í gær. Það var voða gott að smakka aðeins á skötunni. Svo fórum við Stefán aðeins í bæjarleiðangur. Fengum Viktoríu til að passa Sunnu en tókum Dísina með okkur í staðinn. Við vorum ótrúlega heppin með umferðina enda fórum við EKKI í Smáralindina eða Kringluna.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla. Knúsið hvert annað og haldið friðinn. Ég er farin að hlakka til að sjá gleðisvipinn á börnunum mínum þegar þau taka upp pakkana. Eins er ég farin að fá vatn í munninn við tilhugsunina um dádýrið sem við ætlum að snæða í kvöld
jólakveðjur
Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 260778
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
77 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín