18.12.2006 | 10:58
allt að verða vitlaust!
Svei mér þá alla daga, það er allt að verða vitlaust þarna fyrir austan fjall
Hvað er eiginlega málið??
![]() |
Árekstur á Eyrarbakkavegi í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 23:22
Bylta á Álftanesi
Við vorum að koma heim eftir langan og strangan dag. Ég var með fullt fangið af dóti og steig út úr jeppanum með þeim afleiðingum að ég í orðsins fyllstu merkingu öðlaðist vængi í fyrsta sinn og flaug út úr bílnum . Það var ótrúlegt hvað tíminn virtist standa í stað og allt gerðist lygilega hægt. Þetta minnti helst á þegar verið er að endursýna hægt mörkin í boltanum. Ég reyndi að grípa í haldfangið á hurðinni en missti það, reyndi þá að snúa mér við í loftinu og grípa í sætið en rann af því, fæturnir fundu ekki festuna og spóluðu á malbikinu og á endanum hlunkaðist ég í malbikið hálf undir bílnum
. Auðvitað setti ég hendurnar fyrir mig og lenti illa á hendinni með þeim afleiðingum að öxlin fékk hnykk svo nú er ég að drepast í allri hliðinni og öxlinni. Ég sá að Stefán var að tæma skottið á jeppanum og bað hann um að aðstoða mig á fætur þar sem ég gat ekki sett hendina fyrir mig og reist mig upp. Aumingja maðurinn fékk nett sjokk þegar hann sá mig í götunni og hálf henti dótinu frá sér sem hann var að taka úr bílnum.
Þetta er í lagi eins og er, spurning hvort þetta dragi dilk á eftir sér eða ekki.....jú....svo er eitt í viðbót....Sandra Dís er aftur farin að kvarta um í eyrunum . Ég sver það......ég veit ekki hvað ég á að gera....ætli ég byrji ekki á því að hringja á Lansann og tala við lækninn hennar.
Ég nennissu ekki
Helga skakka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 20:01
500 metrum frá heimilinu
Ótrúlegt hvað margir hafa látist í umferðinni í ár. Enn sorglegara er að heyra af fyrsta banaslysinu á Álftanesveginum. Ótrúlegt að þetta slys átti sér stað þegar við vorum rétt komin heim af jólahlaðborðinu með Jarðborunum.
Þessi piltur býr rétt fyrir aftan mig og vil ég votta fjölskyldu hans og vinum, mína dýpstu samúð.
![]() |
Banaslys á Álftanesvegi í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 19:48
Jólin
þau eru á hvers manns vörum í dag. Fyrir mér hafa jólin alltaf verið það erfiðasta sem ég upplifi. Minningarnar sækja á mig endalaust. Ég virðist engan vegin geta lokað á minningarnar og sagt þeim að vera ofan í kistunni. Jólin 95 byrjaði fyrst ballið fyrir alvöru hvað varðar slæmar minningar. Sandra Dís var búin að vera svo mikið lasin og ég var endalaust að fara með hana til læknis. Einn læknirinn var orðinn svo hrikalega pirraður á mér og minni móðursýki að hann bauðst til að skrifa recept fyrir geðlækni.....fyrir mig altso. Ég var ekki nema 21 þegar þetta var og vissi ekki neitt. Var 500 kílómetra frá mínu nánasta fólki (fyrir utan frænku mína sem bjó þarna á svipuðum slóðum) og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. andvökunæturnar voru margar, afhverju barnið grét allan sólarhringinn var e-ð sem enginn vissi afhverju það stafaði og mér var beinlínis hent út í kuldann í hvert skipti sem ég reyndi að nálgast svör lækna. Þessi jól eru líklega ein ÖMURLEGUSTU jól sem ég hef upplifað. Þau eru það ömurleg að á hverju ári dúkkar upp þessi hugsun aftur og aftur. Ekkert virðist fengið þessu breytt. Eftir áramótin ávað ég að vera enn grimmari en ella og neita að fara frá lækninum fyrr en ég hef fengið einhver svör. Engin svör virtust vera sýnileg svo það var ákveðið að senda mig suður með barnið til læknis. Ég flaug suður sama dag og mætti til læknis kl 8 morguninn eftir. Þessi heimsókn endaði með spítalavist í heilt ár og einangrun heima í annað ár. Alltaf var sagt við mig að taka bara einn dag í einu og njóta hans á meðan barnið væri á meðal okkar. Þetta var semsagt óbeint vitnun í það að barnið myndi ekki hafa þetta af. Ég var og er mjög þrjósk manneskja og ákvað að standa með mínu barni í hennar veikindum og neitaði að gefast upp. Barnið fann fyrir þessu líka geri ég ráð fyrir vegna þess að hún gafst ekki upp. Þó svo að liðin séu ein 10 ár frá því að barnið greindist með þennan illvíga sjúkdóm, er hún enn að berjast í bökkum með eitt og annað. Ónæmiskerfið var bælt og átti hún að ná því upp á 2-4 árum samkvæmt læknum. Jú, það tókst henni að mestu....en þetta litla sem vantar uppá enn í dag er það sem hrjáir barnið næstum dags daglega. Hver einustu jól eftir 1995 hafa endað með "vitleysu", semsagt hún lögð inn vegna sýkinga eða e-ð annað álíka. Ég gat alltaf stólað á það að þegar nær dregur jólum, þá erum við að byrja píslargöngu okkar inn á Landspítala. Síðustu 2 jól hafa verið undantekningin en í staðin þá byrjar þessi helför aðeins fyrr eða á haustin og stendur yfir í 2-3 mánuði. Þetta er bara viss passi og ekkert virðist þessu geta breytt. Þetta er bara e-ð sem við tökum á hverju sinni. En það er samt e-ð við jólin sem gerir það að verkum að ég fæ hnút í magann við tilhugsunina að jólin séu á næsta leiti. Ég kemst ekki í jólaksap fyrr en jólin eru næstum yfirstaðin . Ár hvert reyni ég að breyta þessari hugsun og vil lifa jólin með börnunum mínum í þeirri hugsun að þetta séu bestu jólin og notalegasti tíminn sem maður getur átt. Það er ekki sjálfgefið að maður hafi heilsu eða getu til að halda jólin á næsta ári. Það þarf ekkert að vera að ég verði á lífi næstu jól, það þarf ekkert að vera að börnin mín séu með mér á næstu jólum. Það er ekkert "garenterað" í þessu lífi. Hættum að eltast við lífsgæðakapphlaupið og eltumst við að faðma börnin okkar og láta þau vita að við elskum þau. Það er heldur ekki sjálfgefið að maður eignist barn/börn svo við verðum að vera þakklát fyrir það að hafa það sem við eigum. Við eyðum aldrei of miklum tíma í það að faðma hvert annað og tjá okkur hvað vinirnir og ættingjarnir eru okkur mikils virði.
Elskum friðin og njótum dagsins í dag eins og þetta sé okkar síðasti dagur. Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2006 | 01:17
ég hef einfaldan smekk...ég vel fötin frá Sævari Karli!
Já, misjafn er smekkur mannanna. Ég var að vinna í heimasíðu sem ég var að gera í verkefni í tengslum við skólann. Mér fannst ég koma þessari síður ágætlega frá mér í alla staði.....bæði uppsetning og annað. Svo kom kennarinn...jú...9 fyrir útlit á síðu og 9 fyrir aðgengi en innihaldið fékk slakari dóma! Hey....kommon....við hverju bjóst hann???? að ég setti gullleitarkort sem hann ætti að prenta út og leita að gulli eftir . Hann setti þessi markmið sjálfur og mér fannst við koma þessu alveg ÁGÆTLEGA frá okkur takk fyrir. Ég er allavega EKKI sátt.
kveðja
ein ÓSÁTT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2006 | 22:35
ökuþórar!
Þetta með að fylgjast með gildistíma ökuskírteinisins.....vó...ætli ég verði ekki ein af þeim sem gleymi því .....það rennur nefnilega út 15.05.2047
Ekki hægt að ÆTLAST til þess að maður muni þetta svona langt fram í tímann
![]() |
Ökumönnum bent á að fylgjast með gildistíma ökuleyfa sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 17:17
meira dóp, meira dóp!!
hey....kommon...hvað er að fólki....ætlast til þess að fá bætur fyrir að sitja inni fyrir að smygla dópi inn í landi....
Jebb....ef það er réttvísin...spurning um að flytja inn dóp og fá bætur fyrir að sitja inni
![]() |
Fær ekki bætur fyrir gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2006 | 18:44
staffsettnninngar!!!
dísess hvað maður er lesblindur....ég skrifaði hér í gær forÉtinn.....auðvitað er þetta FORRÉTTINN. Ég er nefnilega ein af þeim sem HATA stafsetningavillur og verð mest ill út í mig sjálfa ef ég geri villur. Ég fékk nefnilega póst frá manni í gær sem er nota bene rosalega vel menntaður og ætti að kunna þetta sæmilega svona miðað við það stöðugildi sem þessi maður gegnir...en í einni smá setningu voru tvær HRIKALEGAR villur
Setningin var nákvæmlega svona (koperað)
"þið lítið yfir þessar teikningar og ath hvort það þurfi að breita einnhverju"
Jæja...þið hin sem takið ekkert eftir þessu......HEPPIN ÞIÐ
Annað mál á dagskrá....ein góð vinkona mín benti mér á ótrúlegan hlut nú um daginn. Hún var að fárast yfir jólatrjáasölunum sem eru víðsvegar um borgina (og landið að sjálfsögðu). Ég hafði svosem aldrei gert neitt veður út af þessari setningu
JÓLATRÉSSALA......
auðvitað á þetta að vera JÓLATRJÁASALA.....ekki eru þeir að selja EITT tré....þó svo að fólk kaupi í flestum tilfellum bara EITT tré þá eru þessir kappar að selja heilan haug af jólatrjám og auðvitað er það ekki þá rétt að skrifa JÓLATRÉSSALA. Bara svo þetta sé á hreinu. Ekki voga þeir sem selja flugelda að segja þeir séu með einn flugeld....niiii....þetta eru víst margir flugeldar
Jæja. Síðasta prófið á föstudaginn. Engar EINKUNNIR eru komnar inn so far....ég er að drepast yfir því....finnst þetta ekkert sérlega réttlátt Vona það besta allavega.
until later.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
76 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín