. - Hausmynd

.

Jólin

þau eru á hvers manns vörum í dag. Fyrir mér hafa jólin alltaf verið það erfiðasta sem ég upplifi. Minningarnar sækja á mig endalaust. Ég virðist engan vegin geta lokað á minningarnar og sagt þeim að vera ofan í kistunni. Jólin 95 byrjaði fyrst ballið fyrir alvöru hvað varðar slæmar minningar. Sandra Dís var búin að vera svo mikið lasin og ég var endalaust að fara með hana til læknis. Einn læknirinn var orðinn svo hrikalega pirraður á mér og minni móðursýki að hann bauðst til að skrifa recept fyrir geðlækni.....fyrir mig altso. Ég var ekki nema 21 þegar þetta var og vissi ekki neitt. Var 500 kílómetra frá mínu nánasta fólki (fyrir utan frænku mína sem bjó þarna á svipuðum slóðum) og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. andvökunæturnar voru margar, afhverju barnið grét allan sólarhringinn var e-ð sem enginn vissi afhverju það stafaði og mér var beinlínis hent út í kuldann í hvert skipti sem ég reyndi að nálgast svör lækna. Þessi jól eru líklega ein ÖMURLEGUSTU jól sem ég hef upplifað. Þau eru það ömurleg að á hverju ári dúkkar upp þessi hugsun aftur og aftur. Ekkert virðist fengið þessu breytt. Eftir áramótin ávað ég að vera enn grimmari en ella og neita að fara frá lækninum fyrr en ég hef fengið einhver svör. Engin svör virtust vera sýnileg svo það var ákveðið að senda mig suður með barnið til læknis. Ég flaug suður sama dag og mætti til læknis kl 8 morguninn eftir. Þessi heimsókn endaði með spítalavist í heilt ár og einangrun heima í annað ár. Alltaf var sagt við mig að taka bara einn dag í einu og njóta hans á meðan barnið væri á meðal okkar. Þetta var semsagt óbeint vitnun í það að barnið myndi ekki hafa þetta af. Ég var og er mjög þrjósk manneskja og ákvað að standa með mínu barni í hennar veikindum og neitaði að gefast upp. Barnið fann fyrir þessu líka geri ég ráð fyrir vegna þess að hún gafst ekki upp. Þó svo að liðin séu ein 10 ár frá því að barnið greindist með þennan illvíga sjúkdóm, er hún enn að berjast í bökkum með eitt og annað. Ónæmiskerfið var bælt og átti hún að ná því upp á 2-4 árum samkvæmt læknum. Jú, það tókst henni að mestu....en þetta litla sem vantar uppá enn í dag er það sem hrjáir barnið næstum dags daglega. Hver einustu jól eftir 1995 hafa endað með "vitleysu", semsagt hún lögð inn vegna sýkinga eða e-ð annað álíka. Ég gat alltaf stólað á það að þegar nær dregur jólum, þá erum við að byrja píslargöngu okkar inn á Landspítala. Síðustu 2 jól hafa verið undantekningin en í staðin þá byrjar þessi helför aðeins fyrr eða á haustin og stendur yfir í 2-3 mánuði. Þetta er bara viss passi og ekkert virðist þessu geta breytt. Þetta er bara e-ð sem við tökum á hverju sinni. En það er samt e-ð við jólin sem gerir það að verkum að ég fæ hnút í magann við tilhugsunina að jólin séu á næsta leiti. Ég kemst ekki í jólaksap fyrr en jólin eru næstum yfirstaðin Blush. Ár hvert reyni ég að breyta þessari hugsun og vil lifa jólin með börnunum mínum í þeirri hugsun að þetta séu bestu jólin og notalegasti tíminn sem maður getur átt. Það er ekki sjálfgefið að maður hafi heilsu eða getu til að halda jólin á næsta ári. Það þarf ekkert að vera að ég verði á lífi næstu jól, það þarf ekkert að vera að börnin mín séu með mér á næstu jólum. Það er ekkert "garenterað" í þessu lífi. Hættum að eltast við lífsgæðakapphlaupið og eltumst við að faðma börnin okkar og láta þau vita að við elskum þau. Það er heldur ekki sjálfgefið að maður eignist barn/börn svo við verðum að vera þakklát fyrir það að hafa það sem við eigum. Við eyðum aldrei of miklum tíma í það að faðma hvert annað og tjá okkur hvað vinirnir og ættingjarnir eru okkur mikils virði.

Elskum friðin og njótum dagsins í dag eins og þetta sé okkar síðasti dagur. Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Pouty


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband