. - Hausmynd

.

Litlir andvökugormar

Nóttin einkenndist af andvöku, veseni og rafmagnsleysi.

Stöllurnar Hólmfríður Sunna og Fanney Lísa fengu að gista hér í nótt. Það er svosem ekkert einsdæmi en nóttin í nótt var sem betur einsdæmi...eða ég vona að ég upplifi ekki fleiri svona nætur í bráð.

Það átti aldeilis að taka á svefn-snúningnum og stelpurnar reknar inn í rúm um klukkan 22:00.

Þær voru ekki þreyttar svo þær sofnuðu ekki strax. Ég ákvað að láta Söndru Dís lesa fyrir þær eina sögu eða svo til að ná þeim niður en ekki gekk það.

Um miðnætti voru þær ekki sofnaðar og fór Stefán inn og ræddi við þær. Fljótlega sofnuðu þær.

Um tvö heyrði ég í sjónvarpinu frammi. Ég skrölti fram til að athuga hvað væri í gangi og þá mættu mér tvær sprækar dömur að horfa á sjónvarpið!

Ég rak þær inn í rúm með harðri hendi og sagði þeim að fara að sofa eins og skot.

hálftíma síðar eða rúmlega það heyri ég skruðninga inn í herbergi hjá stelpunum. Ég fer til að athuga með það og þá sátu þær að spila inn í herbergi. Halló! klukkan er að verða þrjú að morgni!!

Henti þeim í rúmið aftur og sagðist verða fjúkandi reið ef þær voguðu sér framúr rúminu á næstunni.

Ekki leið á löngu þar til Dísin mín mætti á svæðið og sagðist ekki geta sofnað. Ég hélt í alvörunni að ég yrði ekki eldri þann daginn.

Ég sendi hana inn í rúm með þau skilaboð að hún ætti að telja kindur. Vonaðist til þess að fá frið enda klukkan orðin 03:30.

Ekki varð það að ósk minni því Dísin kemur aftur og þá með þau skilaboð að ekkert rafmagn sé á herberginu hennar. Þar sem hennar herbergi er tengt bílskúrnum þorði ég ekki annað en að kíkja á málið. Ég skrölti inn í bílskúr og ætlaði að grípa vasaljós til a'ð kanna rafmagnstöfluna, greip ég í tómt. Vasaljósið var óvirkt og ekkert ljós að finna í skúrnum og fikraði ég mig áfram í myrkrinu og rak mig í lukt sem var í "viðgerð" hjá Stefáni mínum. Eftir nokkrar fortölur klukkan 4 um nóttina ákvað ég að reyna að halda áfram að slá inn rafmagninu hjá Dísinni. Ísskápurinn var í gangi svo ég opnaði hann til að fá lýsingu við það sem ég var að gera.

Eftir smá vesen við að ná í rafmagnstöfluna og slá inn rafmagninu sá ég að dýrin í skúrnum voru bæði vatnslaus og matarlaus svo ég fór í það að brynna dýrunum og gefa þeim að borða.

Loksins var allt eins og það átti að vera og ég skreið í rúmið í þeirri veiku von um að fá svefn það sem eftirlifði nætur.

Ég átti samt í mesta basli við að sofna því bakið kvartaði sáran ásamt hálsinum svo ég varð að telja kindur sjálf þegar upp var staðið. Ég náði samt að sofna á endanum.

Ég vaknaði þegar Stefán minn fór til vinnu og var fegin að geta lagst á hina til að sofa áfram enda fannst mér ég varla hafa náð að sofna.

klukkan 9 vaknaði ég aftur við stelpurnar og þá voru þær bara kátar og "út sofnar" Ég höndlaði það ekki að fara á fætur þá. Þreytan hafði yfirhöndina og ég skreið aftur uppí. Gjörsamlega búin á því.

Stöllurnar voru bara kátar í dag og þeim heitið því að þær færu MJÖG snemma í háttinn. Mín dama fór rúmlega 8 upp í rúm.

Sunna og Fanney

Sunna og Fanney

Sunna og Fanney

Sunna og Fanney

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband