. - Hausmynd

.

Gangur lífsins

Það er nú ekki oft sem ég leggst í dvala en ég hef alveg verið á jaðrinum samt undanfarna daga. Stoðkerfið er eins og dómínó og þegar eitt "hrynur" er eins og keðjuverkun fari í gang og eftir smá stund er allt farið!

Eftir áreksturinn 2007 fór öxlin eitthvað í "burtu". Ég hef verið sprautuð reglulega til að halda henni í skefjum en það er að verða ljóst að ég þarf líklega í aðgerð þar sem mér verður flett eins og banana og skrapað af axlarbeininu. Hugguleg tilhugsun...eða ekki. Bakið hefur heldur ekki verið stöðugt og sífelldir verkir í hálsinum eru að æra mig í bókstaflegri merkingu. 3 hálsliðir skemmdust við áreksturinn og er efast um að þeir lagist nokkurn tímann.

Síðustu daga hefur góður "vinur" verið hjá mér en það er hann Parkódín Forte. Hann hefur náð að lina verstu verkina og gert mér kleyft að sofa á næturnar, allavega að hluta.

Það hefur samt ekki aftrað mér að sinna ástríðu minni en það er myndastússið mitt. Ég er alveg að fíla þessa iðn og er því ekki frá skotið að ég fari og læri þetta og nái mér í réttindi svo ég geti auglýst sjálfan mig eitthvað.

Ég hef aldrei auglýst mig en það hafa verið þónokkur símtöl og mér sendur tölvupóstur til að kanna hvort ég sé tiltæk í myndatöku. Ég leigi stúdíó í Reykjavík og hef fengið marga þangað.

Viktoría mín kom svo til mín um daginn (að ósk mömmu gömlu) í listræna bumbumyndatöku og var þetta frumraun mín í slíkri myndatöku. Það var eins og maður hafi aldrei gert annað því þetta heppnaðist frá fyrstu mynd.

Auðvitað dró ég Ólöfu Helgu frænku með mér í þetta svo við gætum lært saman og hjálpa hvor annarri. Hún er með ólæknandi ljósmyndaáhuga eins og ég (enda nöfnur) en hún er meira fyrir tískuljósmyndun en ég í þessu listræna "stöffi".

Hér kemur svo árangur okkar í myndum. Joyful

Ég :)

Guðmundur Sölvi

Guðmundur Sölvi

Guðmundur Sölvi

 

Viktoría Rós

Birgir Steinn og Viktoría Rós

Birgir Steinn og Viktoría Rós

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 259677

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband