11.4.2007 | 14:51
Ég hef komist að einu....
það er að ég hef ENGAN tíma . Það er svo mikið um að vera hjá mér þessa dagana að ég hef bara engan tíma!
Í kvöld er æfingaleikur við Stjörnuna í blakinu. Ég mæti þangað að sjálfsögðu, svo á laugardaginn er Kjörísmót á Selfossi sem ég er skráð á líka. Um kvöldið fer ég, Stefán og Viktoría á leiksýninguna með Ladda. Sunnudagsmorgun fer ég á smá fund milli 10-12 og svo æfingaleikur í blaki um kvöldið.
Það er svooo erfitt að vera ég
Annars fengum við góðar heimsóknir um páskana. Málfríður og Siggi komu með börnin sín tvö í kaffi á laugardeginum. Það var voða gaman að spjalla aðeins við þau. Þau ætluðu svo keyrandi vestur aftur annan í páskum.
Á mánudeginum komu Eyrún og Jobbi með krílin sín tvö. Þau komu með síðbúna afmælisgjöf handa Sunnu, æðisleg náttföt sem hún fór í strax um kvöldið og neitar að leyfa mér að þvo þau . Sunna var búin að hlakka svo til að fá tvíburana í heimsókn en svo þegar á hólminn var komið fannst henni þau full miklir óvitar ennþá! En hún þver-neitaði að viðurkenna það.
Fannst þau bara sæt....sem þau eru að sjálfsögðu
Við fjölskyldan fórum svo í hjólatúr á páskadag, svona til að viðra liðið aðeins. Sunna hjólaði eins og herforingi og alveg ákveðin í það að nú væri hún nú sko orðin FIMM ÁRA og hún þyrfti ekki nein hjálpardekk á hjólinu. (Maður getur nú verið stór þó svo maður sé ekki nema 103cm á hæð) Hún á frekar lítið hjól en hún er það smá að hún veldur því ekki hjálpardekkjalaus. Sjáum hvað hún verður dugleg í sumar. Við foreldrarnir fundum nú alveg fyrir því að hafa ekki hjólað mjög lengi....allavega treysti ég mér ekki á hjólið daginn eftir....og heldur ekki daginn þar á eftir
. Gjörsamlega komin úr allri æfingu....en ég stefni á að breyta því hratt og örugglega
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
144 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Rok og rigning í Herjólfsdal
- Átakalína sauðkindarinnar og lúpínunnar
- Iðjagrænt og glæpsamlega vinsælt
- Virkja viðbragðsáætlunina á Þjóðhátíð
- Vel græjuð eins og sést
- Bifreið brann í Grafarvogi
- Fæddi barn á ferð í miðjum Hvalfjarðargöngum
- Hvað eru landsmenn að gera um helgina?
- Fangavörður lagði í stæði fyrir hreyfihamlaða
- Bara þjappa í hús og vona það besta
Erlent
- Maxwell færð í vægara fangelsisúrræði
- Skilgreinir sig ekki lengur sem Nígeríumann
- Settu upp gervifyrirtæki
- Ræsir út kjarnorkukafbáta vegna ögrandi ummæla
- Hve háir eru tollar Trumps?
- Frakkar senda 40 tonn af hjálpargögnum til Gasa
- Háskalegur fundur í hænsnahúsi
- Mun hafa veruleg áhrif
- Björgunaraðgerðum lokið í Kænugarði
- Tollar á vörur frá Íslandi hækka
Fólk
- Gekk dregilinn í götóttum kjól
- Skemmtikrafturinn Tom Lehrer er látinn
- Hannibal Lecter bauð Kardashian í kvöldmat
- Yngsti flytjandinn átján ára
- Ellý notar bökunarpappír til að kalla fram sólina
- Dansar hárfínan línudans
- Í guðanna bænum, kysstu hana
- Trudeau tók ekki augun af Perry
- Við erum mörg þó það heyrist ekki
- Pakkar lummum, vinum og stígvélum fyrir helgina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.