29.4.2007 | 10:38
Geðveiki eða þreyta
Allur dagurinn í gæri fór í blakið. Fjölskyldan sat á hakanum...eða bara áhorfandabekknum!! Stefán kom með þessa litlu að horfa á einn leik. Þetta er ekki það skemmtilegastas sem hann gerir svo hann lék einn duga á pallinum. Þetta er rosalega stíf keyrsla að leika 3 leiki og hafa þá svona vítt og breitt yfir daginn. Maður getur aldrei sest niður til þess að slaka aðeins á og hvíla sig, ekki gat maður farið því maður þurfti að hvetja hin liðin okkar á pallinum svo maður var að bókstaflega frá 8-19. Þá hentist maður heim í sturtu og mín beið dýrindis máltíð sem Stefán var búinn að töfra fram úr handleggjunum . Við stelpurnar ætluðumt svo að hittast smá stund heima hjá einni. Ég var svo þreytt að ég ætlaði ekki að fara. Sigrún kvatti mig til þess að koma svo ég ákvað að drífa mig smá stund. Eins og Öskubuska, var ég komin heim rétt fyrir miðnætti og með það strunsaði ég í bólið og steinsofnaði ég á stundinni
Maður var vakinn svo með harðri hendi í morgun af þessari litlu sem var "rise´n shine" kl 9 og þá var friðurinn úti . Nú er maður bara að taka sig til fyrir ekki minna strembinn dag í dag. Fyrsti leikur er kl 13:40 og er hann á velli 8 í Garðabæ við sundlaugina en svo er annar leikur kl 17 og þá er á velli 6 en hann í Mýrinni, íþróttahúsinu við Fjölbrautarskólann. Svo á mánudaginn eigum við leik kl 13:50 á velli 10 í íþróttahúsinu við sundlaugina, held að það heiti bara Stjörnuheimilið!
.....hmm....ertu að spyrja hvernig er búið að ganga?? ......sko...ég er OFSALEGA upptekin núna...þarf að þjóta!!!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.