18.7.2007 | 14:22
Kæra Bettý
Mér hefur tekist hið ótrúlega!!
ég kláraði bókina Bettý eftir Arnald Indriðason á einum og hálfum "vinnudegi" . Hún byrjaði rólega og ég var ekki viss hvort ég myndi meika þessa bók eða ekki....en þegar á leið var ég orðin svo spennt að ég gat ekki sleppt þessu.
Ég var sko að vinna með "bókalestri"...þetta er hægt...ekkert mál. Ég meira að segja afrekaði meira en "venjulega" þrátt fyrir allt . Var sko ekki að slæpast...en tókst þetta samt!!
Þessar hljóðbækur eru algjör snilld . Ég fékk nefnilega hljóðbók í mp3 formi hjá DA, henti því á iPod-inn minn og ákvað þar sem ég er ein í vinnunni allan liðlangan daginn að byrja að hlusta. Viti menn....þetta var svo spennandi að ég gat ekki hætt að hlusta. Fór meira að segja ekki í hádegismat...því þá myndi ég tapa dýrmætum hálftíma í hlustun
Ég var beðin um að vinna frameftir...sem var ekkert mál...þá fékk ég aðeins lengri "hlustunartíma" í leiðinni
Ótrúlega sniðugt...nú þarf ég að skella mér aftur til DA til að fá aðeins meira hjá henni. Er með Konungsbók sem ég á eftir að hlusta á líka...en ég vil ekki verða "lens" á hlustunarefni...
DA...áttu ekki meira??
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 260737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
92 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
FULLT !
DA (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.