. - Hausmynd

.

Á hraðferð í gegnum lífið

Ég fór að velta því fyrir mér í gær á hverslags hraðferð við erum alltaf. Í gær fannst mér ég ekki ná andanum yfir því hvað það var mikið að gera hjá mér. Mér fannst þetta reyndar aukast til muna eftir að ég fór að vera í fastri sjúkraþjálfun ásamt því að rúlla á milli lækna. Þessi hraðferð er ekki bara svona í dag...þetta er viðloðandi ástand.

Dagurinn byrjar á því að vakna, koma krökkunum í skóla/leikskóla. Brunandi hratt og örugglega í Hafnarfjörð til að keyra þessa elstu í skólann. Alltaf er maður á síðustu stundu með allt svo það má ekkert skeika svo hún komi ekki of seint. Þá passar það að klukkan er ORÐIN átta þegar ég get farið að huga að minni vinnu og þangað bruna ég eins hratt og leyfileg mörk leyfa. Komin þangað 10-15 mínútur yfir 8. Þar liggja verkefni sem þarf að klára á hraðferð svo viðskiptavinir þurfi ekki að bíða of lengi. Allt í einu pípir síminn og minnismiðinn segir mér að ég eigi að mæta hjá sjúkraþjálfa eftir korter. Á hraðferð fleygi ég mér í skó og jakka og út til að hitta sjúkraþjálfann. Flýti mér þar svo ég komist aftur í vinnu þar sem ógrynni af verkefnum bíða mín.

Næ aftur í vinnuna 45-60 mín. síðar, alveg með bömmer yfir því að hafa misst úr þennan klukkutíma og mín bíða 5 skeyti þess eðlis að verið er að bíða eftir niðurstöðum frá mér. Á öðru hundraðinu klára ég þau og um leið og maður er búinn að senda skeytin pípir síminn aftur og þá að minna mig á það að ekki eru nema 45 mínútur þar til mið-stelpan mín á að vera mætt til barnalæknis inn í Reykjavík.

Ég gríp upplýsingar með mér úr vinnunni, hendist heim til að sækja barnið og keyri eins hratt og leyfilegur hámarkshraði er inn í Reykjavík því ég þarf að koma við á tveimur stöðum áður en ég mæti með barnið til læknis og ekki má það bíða þar til eftir læknisheimsóknina því þá verður búið að loka.

Gjörsamlega í svitabaði nær maður í Byggingarfulltrúann og biður um plögg og upplýsingar og um leið og afgreiðsludaman snýr sér við, bölvar maður í hljóði yfir þessum hægagang og langar mest til að kalla á hana um að flýta sér aðeins....ég er orðin of SEIN í læknaheimsóknina.

Borga viðkomandi skjöl og hendist út. Ek í bræðingskasti  yfir til læknisins og formæli ansi oft á leiðinni (í huganum) afhverju fólk getur ekki komið sér úr sporunum eða út af vegaframkvæmdum sem verða á vegi manns.

Til læknisins er maður kominn og heldur að maður geti kastað mæðinni hratt og örugglega en þá er maður kallaður inn á teppið. Þar eys maður því sem liggur á hjarta og finnst læknirinn vera ótrúlega hægvirkur og langar mest til að gefa honum einhver örvandi efni svo hann geti klárað þetta hratt og örugglega því ég þarf að vera mætt annarstaðar eftir 30 mínútur og ég á eftir að keyra barnið heim fyrst!

Loks komumst við út en þá með lyfseðil sem þarf NAUÐSYNLEGA að komast í apótek strax og þar tekur alltaf við bið. Í Hafnarfjörð er ekið eins hratt og hægt er og leyfileg mörk leyfa. Skundað í apótekið í Fjarðarkaup. Þar tekur við önnur óþreyja yfir biðinni og loks þegar búið er að afgreiða okkur á hraða skjaldbökunnar er brunað heim með barnið því ég átti að vera mætt fyrir 5 mínútum síðan annarstaðar í Hafnarfirðinum.

Þegar heim er komið var maður búinn með formælingarkvótann og þar skundaði ég inn með dót sem þurfti að fara inn strax en þar beið minn elskulegi eiginmaður með risa stór hvolpa augu og bað mig um aðstoð ÁÐUR en ég færi aftur. Þar sem formælingarkvótinn var búinn, gat ég ekkert annað sagt en "já elskan, hvað viltu að ég geri?" Kláraði manninn minn hratt og örugglega Tounge og skundaði af stað í Hafnarfjörð...orðin ALLT OF SEIN...eins og svo oft áður.

Afsakaði töfina þegar inn var komið og hlammaði mér í stólinn. Auðvitað var ég að flýta mér því það var komið svo nálægt matartíma að ég þurfti að flýta mér heim.

Ég slapp út aftur og skundaði heim...hratt og örugglega og þegar heim var komið, gleymdi ég því að ég ætlaði að koma við hjá elstu dóttur minni og losa hana við þungar töskur...Frown Ákvað þess í stað að sækja hana um miðnætti. Ég væri hvort eð er ekki farin að sofa...því það var svo mikið sem beið mín þegar ég kom heim.

Stefán minn var búinn að elda matinn þegar ég kom heim, mér til sællar ánægju. Skóflaði matnum í mig, stóð upp og gekk frá því helsta en Stefán var byrjaður að ganga frá líka. Afsakaði mig og hljóp í þvottahúsið að ganga frá stafla af þvotti sem beið eftir að yrði settur í skápana. Á ferð minni um húsið sá ég að það þyrfti að taka til inni hjá þessari yngstu og í miðjum þvottaleiðangri ákvað ég að taka til. Þegar ég fór fram með dót sá ég annað sem þurfti að fara á sinn stað svo ég varð að ganga líka frá því. Svona gekk þetta til kl 23 en þá ákvað ég að gera ekki meira. Hentist í sturtu og eins og allur dagurinn var, þá var ég að flýta mér í sturtunni! Var rétt stigin fram þegar smáskilaboð kom í símann um að ég mætti sækja heimasætuna. Brunaði á náttfötunum einum klæða og inniskóm í bílinn og inn í Hafnarfjörð. Fattað það á leiðinni að ég var skilríkjalaus með öllu því náttfötin voru föt sem þýða að maður er að fara að sofa...ekki á rúntinn!

Sótti drama queen og skundaði heim. Stefán var farinn að sofa þar sem klukkan var að nálgast miðnætti. Bauð prinsessunni góða nótt og dreif mig í rúmið...og flýtti mér að sofna svo ég fengi allavega 6 tíma svefn. Auðvitað svaf ég hratt alla nóttina og náði ekki að hvílast nóg (reyndar út af öxlinni líka) en 6:30 var ég svo vakin af þessari stuttu. Hún skreið undir sængina mína, ískalt og gerði ekki annað en að nudda sér upp við mig.

Flýtti mér svo frammúr rúmlega 7....dauð þreytt eftir að hafa sofið svona hratt. Gaf börnunum að borða, klæddi þessa yngstu og svo var drifið sig út í bíl því við vorum orðin ALLT OF SEIN GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband