. - Hausmynd

.

söknuður

Það var lítil mjóróma rödd sem var á línunni og það fyrsta sem hún spurði var: "mamma, saknarðu mín ekki mikið?!" Ég gat ekki annað en jánkað því við sex ára dóttur mína og þá sagði hún aftur af einlægni: "mamma, ég sakna þín mjög mjög mjög mikið"

Eftir að hafa rætt við litla skottið mitt smá stund fékk ég að heyra í Stefáni. Það fyrsta sem hann spurði mig að var: "Helga, saknarðu mín ekki? Á ég ekki bara að koma heim núna?"

Ég skal alveg viðurkenna það að ég sakna bæði mannsins míns og dóttur. Tíminn hefur samt verið fljótur að líða. Ég ætlaði að vinna eins og "MF" en reyndin varð önnur. Ég hélt í alvörunni að ég fengi "frið" til að vinna, væri ekki bundin yfir Sunnu. Í stað þess að vinna...eða fá vinnufrið, hef ég eytt tímanum á bílasölum,í bílakaupum, bílaviðgerðum, bílareddingum, bíladekkjaskiptum, bílaforfæringum, bílaflutningum, bílaþrifum, bílasprautum, bílaskoðun, eyða tugum þúsundum til einskins í bílaáfyllingar og heavy tiltekt á barnaherberginu svo tíminn til vinnu hefur verið ansi takmarkaður.....

Held að það verði hreinlega hvíld fyrir mig að fá Stefán heim aftur. Kissing

Það vill því til happs að ég vinn hjá einstaklega þolinmóðum, geðgóðum, ljúfum og skemmtilegum manni sem stressast ekkert þó ég sé ekki mætt á slaginu og ef hádegismaturinn verður lengri en góðu hófi gegnir og ég sé farin fyrir fjögur á daginn. Hann veit það að ég skrifa bara þá tíma á mig sem ég er í vinnu og treystir því. Eins tek ég tarnir á móti ef áríðandi verkefni kalla.

Jeppinn kom úr sprautuviðgerð í dag, agalega ánægð. Tók svo eftir því þegar ég skrapp í neglur að það var eitthvað sem lak á bílnum. Við nánari eftirgrennslan sá ég að ljósa-rúðuþurrkan lak, sennilega hafa þeir þurft að aftengja eitthvað og ekki tengt aftur með þeim afleiðingum að það lekur. Smotterý...held ég...ætla allavega aftur með hann og láta þá laga þetta.

Sótti dóttur vinkonu minnar á völlinn í kvöld. Hún ætlar að eyða tíma með okkur þar til mamman og systkinin koma til okkar í næstu viku. Ákvað að taka ísrúnt til Viktoríu og þar sé ég að ljósin virkuðu ekki á jeppanum. En eftir þessu tek ég þegar ég er búin að rúnta um bæinn eina 50 kílómetra....seint að kvöldi....allt eins. Því verð ég að redda...eins og svo mörgu öðru á morgun.

Byrja samt á vinnunni....svona til málamynda Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, greinilega nóg að sýslast hjá þér. Mér leiðist ekkert meira en svona "reddingar" og það sem ég flokka undir púra vesen. Bara hreinlega þoli það ekki!!

Have a nice day

Lilja G. Bolladóttir, 4.7.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband