. - Hausmynd

.

Borð fyrir tvo!

Ég hef verið hrikalega löt að elda dýrindis steikur þegar ég er meira og minna ein. Viktoría er alltaf að vinna, Sandra Dís hefur jú verið hjá mér síðustu fimm daga but that´s it.

Nú er ég með dóttur vinkonu minnar í heimsókn sem er ári yngri en Dísin mín og fyrsta kvöldið sem hún var hjá okkur var ég að vinna til sjö svo það var ekkert annað að gera en að koma við á pizza stað og grípa flatböku með heim....semsagt snögg eldað.

Í kvöld hinsvegar gerðist ég úber dúber dugleg og ákvað í minni einlægni að nú skyldu stelpurnar fá almennilegan mat og þá bjóða mömmu gömlu í mat líka, þá yrðum við allavega fjórar við matarborðið sem gerir útslagið að nú skyldi Helga litla elda almennilegan mat.

Ég ákvað að skella mér í dekur samt í morgun til að starta deginum og klukkan 11 í morgun var ég mætt í Heilsubyltinguna og á leið í leirvafninga. Ég var smurð grænleitu geli, pökkuð inn í plast og skellt í "svefnpoka" sem var eins og álpappír að innan. Það var hitateppi sem átti að halda góðum hita á mér næsta hálftímann eða svo.

Ekki leið á löngu þar til innilokunarkenndin fór að bera á sér svo ég reif mig lausa og tók hendurnar uppúr prísundinni en restin af kroppinum var inn í pokanum. Þetta var óþægilega heitt og ég er lítið gefin fyrir mikinn hita. Ég er ekkert "hitabeltisdýr" og finnst fátt eitt betra en að sofa við frostmark.

Loksins kom konan og leysti mig úr prísundinni, byrjaði að þurrka af mér gelið og fór svo að segja mér hvað ég ætti að gera í framhaldinu af þessu. Ég fór að heyra bara óminn af því sem hún sagði, sá allt orðið á hreyfingu og smá saman fór allt að dökkna í kringum mig. Ég fann að ég var að líða útaf og ætlaði að styðja mig við eitthvað til að fallið yrði ekki mjög hátt en það eina sem ég fann var að fæturnir urðu að gúmmí, maginn fór í hnút og mér varð flökurt og allt varð svart áður en ég vissi af. Konu ræfillinn fór alveg í mínus yfir þessu og náði í vatnsglas og reyndi að fá mig til að sötra á því. Ég hafði það svo af að setjast í stól með höfuðið á milli fóta (það var reyndar ekki erfitt...gerðist að sjálfu sér) og sötraði smá sopa af vatni en maginn fór alveg í flækju við það.

Eftir drykk langa stund hafði ég það af að koma mér í larfana en ég hafði haft vit fyrir því að fara í jogging buxur og peysu svo það var ekki mjög erfitt að klæða sig.....eftir að ég náði fullri meðvitund aftur. Ég vildi svo bara fara heim en konan var ekki á því að senda mig út strax. Ég talaði hana til og sagðist vera orðin góð, en reyndin var sú að ég var ekkert orðin góð, það hring snérist allt í kringum mig en ég skakklappaðist í bílinn og trúði því sjálf að ef það væri örlítil köld gola, þá myndi ég jafna mig hratt.

Ég ákvað að klöngrast í búð að versla fyrir kvöldið, henti í körfu það sem ég mundi eftir að ætla að kaupa og fór svo að kassa og beina leið heim. Þegar ég kom heim var það eina sem komst að hjá mér var að leggja mig. Ég gat ekki hugsað skýrt, fæturnir báru mig ekki og maginn enn í hnút. Það sem hafði komið fyrir var að ég þoldi ekki svona mikinn hita og vökvatapið svo mikið á skömmum tíma að það var meira en ég þoldi. Enda á sólarströnd ekki mikið við mig. Væri betri á Grænlandi en í Afríku!

Ég í bókstaflegri merkingu andaðist í eina 4 tíma. Um klukkan 5 drattaðist ég framúr með bömmer yfir því að hafa eyðilagt daginn bæði fyrir mér og stelpunum. Ég gat náttúrulega ekki vitað að þessi slökunar og fegrunarmeðferð myndi enda svona. Á handahlaupum sagði dóttir vinkonu minnar að hún væri að fara í heimsókn til pabba síns en kæmi í mat. Mamma hringdi í sömu andrá og bað mig um að skutla sér í mat til vinafólks svo ég hafði ekki tækifæri til að bjóða henni svo allur maturinn sem ég keypti var orðinn fyrir þrjá. Það var svosem í lagi, á þá bara afgang sem hægt verður að narta í.

Ég hendi kjúklingaleggjum inn í ofninn og krydda. Öll eldamennskan fór fyrir bí því ég var ekki með heilsu, enn hálf vönkuð og illa fyrir kölluð. Korter yfir sjö, þegar maturinn var um það bil að verða klár, fæ ég sms frá dömunni um að pabbi hennar ætlar að fóðra hana svo hún kemur ekki í mat. Eftir sátum við Sandra Dís með kjúklingaleggi og franskar fyrir 5 manns!!

Þetta smakkaðist samt ágætlega. Fyrsta fasta fæðan mín síðan 10 um morguninn og maginn farinn að róast. Óhætt er að segja það að afgangurinn af matnum dugir vel fyrir sunnudagskvöldið...þarf ekki að hafa fyrir því að elda. Hendi þessu inn í örbylgjuofninn og maturinn klár!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er næstum því sorgarsaga...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.7.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Þú ert alveg ágæt..... Þarftu annars eitthvað að fegra þig??? Nei Helga mín, þú ert flott eins og þú ert

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 259689

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband