7.7.2008 | 13:51
Dónalegt par!
Ég kom að þessum dónapörum í garðinum mínum.
Ég rak þau samstundis í burtu og kallaði á eftir þeim: "Get a room"
Annars tók ég þátt í keppni á www.ljosmyndakeppni.is og bar keppnin yfirskriftina "skór". Þetta er það fyrsta sem mér datt til hugar að gera en vissi ekki hvort ég ætti að framkvæma þessa vitleysu eða ekki. Viðraði þetta við vinkonu mína sem taldi mig á að gera þetta.
Var að vonast til að húmorinn myndi koma mér áleiðis að toppsætinu en raunin varð önnur. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að "lmk-ingar" eru húmorslausir!!! Ég endaði í 10 sæti af 33.
Mömmu langaði að taka þátt líka svo ég fór í "brain-storming" fyrir hana og framkvæmdi þetta með henni og þetta er afraksturinn.
Þessir skór hrepptu 15. sætið sem ég skil ekki. Miðað við mörg önnur pörin sem send voru í keppnina hefði þessi átt að fara ofar. Það segir líka dálítið mikið að þessi mynd hefur oftar verið skoðuð af notendum en allar hinar myndirnar nema þessar sem lentu í fyrstu fjórum sætunum. Fyrstu þrjú sætin eru á forsíðunni og hægt að skoða þær þar en þær sem lenda ofar en 3 sæti þarf að fara "sérstaka" leið til að skoða.
Ætla að fikra mig áfram í tilraunastarfseminni en ég sagði við vinkonu mína í morgun eftir slæmt gengi í annarri keppni að ég er HÆTT að taka þátt í asnalegum keppnum, ég ætla bara að taka myndir fyrir mig og opna flickr síðuna mína aftur og gera gott úr henni.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
266 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ég hljóma kannski leiðinlegur en myndirnar sem eru í 1,2 og 3'ja sæti eru frábærar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.7.2008 kl. 18:28
Þú hljómar alls ekki leiðinlega....þær eru rosa flottar...en mér finnst samt röðunin hefði mátt vera öðruvísi. Hefði strax sætt mig við 5 sætið
Helga Linnet, 7.7.2008 kl. 20:26
Ég er sammála því
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.7.2008 kl. 21:04
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:24
Mér finnst báðar þessar myndir skemmtilegar. Ég hef nokkrum sinnum sent inn myndir í þessa keppni og lent í allt frá 3. og niður í næst síðasta sæti
Oftast er ég nú nokkuð sammála úrslitum - en ekki nærri alltaf.
Gúnna, 8.7.2008 kl. 00:27
Þinn tími mun koma.......
Sóley (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.