8.7.2008 | 16:20
Ótrúlega seinheppin
Það var ákveðið í morgun á milli míns og bílasalans að ég myndi mæta með Patrolinn milli 13-14 í dag upp á Sævarhöfða og gera þar bílaskipti. Allt var klappað og klárt, Pattinn kominn úr viðgerðinni og ekkert annað eftir en að fara og skipta.
Í hádeginu var ég orðin svöng svo ég þurfti að redda mér einhverju að borða áður en ég færi með bílinn svo samloka var málið og eitthvað að drekka. Kom við í næstu bílalúgu og bað um samloku og Coke Light. Hugsaði það þegar ég opnaði samlokuna að þetta væri bara til þess að ég myndi sulla niður á mig. Hafði vit fyrir því að biðja um þurrku svo ég ákvað að hafa hana sem næst mér svo ekki sullaðist niður á mig.
Ég var alveg að verða búin með samlokuna og farin að hrósa því að það hefði ekki farið neitt niður þegar ég lít niður en þá að SJÁLFSÖGÐU hafði ég náð að sulla niður á mig. Ekki þýddi að þurrka þetta með bréfinu og ekki gat ég hugsað mér að ganga um bæinn með blett framan á mér svo ég straujaði niður í ZikZak og fann mér "outfit" á slánni, skellti mér í fötin, bað konuna um að klippa miðana af, borgaði og þrammaði í bílinn aftur með ZikZak pokann en í nýjum fötum. Ég þorði ekki svo mikið sem að opna gosflöskuna af ótta við að sulla aftur niður á mig!!
Strikið lá svo beint á Sævarhöfðann og þar þurftu verkstæðismennirnir að taka Patrolinn aftur út, þ.e.a.s. viðgerðina á honum og á meðan skellti ég mér í bíltúr á væntanlega, nýja bílnum. Sótti Stefán (en passaði mig á því að leyfa honum ekki að keyra ) og fórum svo að skrifa undir kaupsamninginn.
Eftir óheyrilegt pappírsflóð, blekeyðslu og liðagigt í úlnliði sökum "ofskriftar", fengum við lyklana í hendurnar og okkur óskað til hamingju með nýja bílinn. Skutlaði Stefáni í vinnuna (og passaði það enn eina ferðina að ÉG fengi að keyra), fór svo í vinnuna sjálf en þá var klukkan bara orðin hálf fjögur. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt.
Í fyrramálið er svo stefnan tekin í filmu-ísetningu og fljótlega förum við með nýja bílinn í smá lakk-viðgerð en Stefán kom auga á skemmd á bílnum sem hann sagðist ekki taka í mál að láta gera við sjálfur. IH ætlar að borga brúsann þar. (kominn tími til að einhver annar en ég borgaði fyrir bílavesen )
Heima hjá mér gistir vinkona mín ásamt þremur börnum hennar svo það er mikið fjör á heimilinu, yngsti guttinn sem er 2 ára gerir ekki annað en að stríða þessum 6 og 7 ára, 13 og 14 ára stelpurnar reyna að losna við þessi yngri, hanga óheyrilega utan í okkur mæðrunum, þessi sem er að verða 17 ára er enn á gelgjunni og vill helst ekkert af hinum krökkunum vita og er þar með stungin af heimilinu en hringir svo alveg kol-brjáluð þegar hún kemst að því að yngstu grislingarnir sitja inní hennar herbergi að horfa á eina virka DVD tækið á heimilinu....þau eru ekki "nema" 6 DVD tækin heima en tækið hennar Viktoríu var langtum ódýrasta tækið og er það eina sem spilar alla DVD diska. Í stofunni er Pioneer heimabíó fyrir hundruð þúsunda sem ekki virkar!!!!! (ókey...ekki mörg hundruð...en vel yfir hundrað....kaupi aldrei aftur svona dýrt merki, næst verður það United...eða álíka ódýrt "no-name" merki að hætti AMS vinkonu )
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
Athugasemdir
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 19:34
Helga, Helga, Helga! EKKI spilla niður!!!! hella niður, sulla niður ;) ástarkveðjur úr kjallaraholunni úr firðinum :)
Addú (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 20:33
Þetta var ekkert grín með SEINHEPPINNA, Addú!!
Auðvitað er þetta rétt hjá þér...maður hugsaði bara ekki svona "djúpt"...ef maður var þá að hugsa eitthvað!!
Helga Linnet, 9.7.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.