15.7.2008 | 23:27
cup of coffee
Vinkona mín hló að mér þegar ég sýndi henni myndina af brosandi disknum og spurði hvort ég ætti mér ekkert líf!
Hún hélt í fyrstu að ég hefði fundið myndina á netinu og skellt henni inn á bloggið. Ég viðurkenndi það fúslega að þegar maður er ekki með litla orkuboltann sinn yfir sér, þá hefði maður bara aðeins meiri tíma en venjulega...og þá notar maður tækifærið og gerir eitthvað heimskulegt...eins og að leggja eldhúsið í rúst til þess að búa til brosandi ávaxtadisk!!!
Mér finnst þetta bara gaman....ég LOFA.
Aftur fór ég á hugarflug í dag og gat ekki beðið eftir að komast heim úr vinnunni til að framkvæma enn eina vitleysuna. Stefán minn hristir bara hausinn og spyr einskis.
Þetta er afrakstur tilraunarinnar. Fyrri myndin er bara fallegur kaffi/kakóbolli sem við fengum í jólagjöf frá ömmu og afa í Sunnuhlíð. Skellti kaffi í hann, flóaði mjólk og stráði kakói yfir. Mmmmm...ljúffengt. (var reyndar orðinn kaldur þegar ég ætlaði að dreypa á honum!!)
Seinni myndin er macro mynd af sykur-ögn....já...þetta litla...sem við setjum út í baksturinn og fleira....LOFA....svona er ögnin í nærmynd upp á prjón.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.