31.7.2008 | 00:27
sveitasælan
Við erum búin að hafa það stórkostlegt í sveitinni. Fór með Dísina í keilu ásamt 4 öðrum. Hitinn var óbærilegur og erfitt að hreyfa sig en þetta var rosalega skemmtilegt. Á eftir fengu sér allir ís.
Skellti mér í klippingu og strípur til Siggu svil. Hún klikkar ekki frekar en venjulega.
Heimferð á morgun að knúsa kallinn minn aðeins og svo liggur leiðin í bústaðinn í viku. Vona að veðrið verði gott....ekki til í meiri sól eins og er því ég er sólbrennd í "rusl" eins og unglingarnir segja.
Annars er ég bara svo fegin að vera heil á húfi eftir að hafa verið svínað all- hrottalega fyrir mig í dag á Drottningarbrautinni. Með fullan bíl af börnum og dró öll hjól og mín myndavél sem er ekki NEMA 1.5kg kom frammí með látum og börnin hálf hengdust í beltinu. Ég var lengi að ná mér eftir þetta en þakkaði mínu sæla fyrir að hafa verið UNDIR löglegum hraða þegar þetta átti sér stað og vil ég meina að það hafi bjargað því að við sluppum. Ég fæ enn "deisjavú" við tilhugsunina en ég held að það hafi ekki hjálpað að ég er mjög tortryggin í umferðinni eftir að hafa lent í að láta keyra aftan á mig fyrir rétt tæpu ári síðan.
Hér er svo myndir frá í gær og í dag.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.7.2008 kl. 07:26
Vá þvílíkar myndir.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 22:35
Hæ elsku vinkona
Takk kærlega fyrir frábærar ánægustundir á þessu sumri sem brátt fer að líða hjá. Frábærar myndir hjá þér eins og venjulega . Er að leita mér að myndavél svo ég geti orðið eins dugleg og þú...
Selma (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.