27.12.2006 | 12:53
sól og sumar yl ;)
nú styttist heldur betur í Kúbuferðina stóru . Ég er farin að hlakka gífurlega mikið til. Fengum farseðlana í hendurnar rétt fyrir helgi og nú stúderar maður hægri vinstri hvað maður þarf að taka með sér. Þeir segja í bæklingnum að ef maður vill "tipsa" þernurnar á hótelinu er besta tipsið plástur og snyrtivörur
, ég er ekki viss um að þernurnar hér heima myndu láta sér það nægja
. Það sem er gott að taka með sér út og gefa eins og börnum eru blýantar, litir og litabækur. Ég ætla að versla e-ð svoleiðis og fara með út.
Eitt gott sem ég heyrði um Kúbu, verð að koma því að.
Þegar Atlanta flaug í fyrsta sinn út til Kúbu á einni breiðþotunni, með um 200 íslenska farþega. Einn af farþegunum ætlaði nú aldeilis að skoða Kúbu og sjá hana með öðru sjónarhorni en hinir. Hann settist upp í taxa og sagði við leigubílstjórann: "Viltu vera svo vænn og sýna mér e-ð mjög óvenjulegt hér á Kúbu, e-ð sem enginn ferðamaður sér". Bílstjórinn brosti sínu breiðasta og sagði að sjálfsögðu að það væri ekki mikið mál. Hann byrjaði að keyra og ók út á flugvöll og sagði svo við ferðalangann: "Sjáðu stóru þotuna þarna, þarna eru 200 milljónamæringar frá Íslandi". Aumingja íslendingurinn seig niður í sætið og sagði ekki meira þann daginn.
hafið góðan dag kæru landar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
- 74 fórust í árás Bandaríkjahers
Athugasemdir
HUrrðu þetta er alveg rétt með Þernúrnar á Kúbu..
Við hjónakornin vorum á Kúbu um daginn ( ekki samt í Flugdólgaferðinni ;)
og ég fór í Lyfju og fékk 2 fulla poka af ilmvatnsprufum fyrir konur og karla ...og trúðu mér það virkar að gefa þeim sollis :) ... og mundu svo að fara á Al capone veitingastaðinn ef þið verðið í Varaderó.. Þú segir við leigubílstjórann " A la gasse De la AL" hrinkega lega góður matur :)
Góða skemmtun :)
Kv, Jóhanna Kúbufari
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 15:52
takk fyrir þetta. Við verðum bæði á Varadero og Havana. Hlakka til að fara á Al Capone
Helga Linnet, 29.12.2006 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.