Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 21:07
hvar endar þetta?
Ég er alveg gáttuð á því hvað er búið að innkalla mikið af leikföngum upp á síðkastið! Hvar klikkar þetta í gæðaferlinu? Eða er ekkert gæðaferli í gangi þegar verið er að búa til leikföng? Halda þeir kannski að það komist ekkert upp um þá ef þeir svindla aðeins og svo leiðir eitt af öðru og þeir orðnir kærulausari en áður?? Manni verður bara um og ó yfir þessu og hugsar sig tvisvar um áður en maður kaupir leikföng.
440.000 kínversk leikföng innkölluð í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2007 | 11:06
minn tími er semsagt alveg að koma =o)
Í sólbað og svuntuaðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 11:02
sagan af unglingum nútímans
Heyrði þetta í útvarpinu í gær og hef verið að andast úr hlátri síðan
Í Bónus
viðskiptavinur: fyrirgefðu, geturðu skannað þetta inn á kassann fyrir mig og sagt mér hvað þessir tveir hlutir kosta?
afgreiðslu-unglingurinn: Já, þetta kostar X, og þessi hlutur XX
viðskiptavinur: já, takk, ég ætla að fá hvorutveggja
afgreiðslu-unglingurinn: ha...hvorutveggja...hvað þýðir það???
afgreiðslu-unglingur á kassa fyrir aftan: hey, jó! ég fékk svona spurningu í síðustu viku og þetta þýðir að hún ætlar að fá bæði
_____________________________________________________________
Rúmfatalagerinn
viðskiptavinur: fyrirgefðu, hvar geymið þið herðatrén?
afgreiðslu-unglingurinn: ha!!...það er sko búið að pakka öllu sumardótinu niður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2007 | 08:43
Patrol til sölu.....anyone!
Við ákváðum það hjónin að selja Patrolinn okkar. Góður bíll í topp standi og með 2 ára ábyrgð á vélinni (ábyrgðin er til ágúst 2009), Ekinn 118.000.
Hann er....
leðursæti (hiti í sætum), rafknúnir speglar (með hitara), rafknúin sæti, Hella kastarar, grind, litaðar rúður, rafdrifin sóllúga, Cruise control (ekki mælt með að leggja sig samt ef maður stillir á það!) sjálfskiptur and so on
Ef þú veist um einhvern sem vill góðan bíl...þá er þessi málið. Fer allt sem maður vill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 19:12
Rökræður við matarborðið
Þessi börn eru oft skarpari en maður telur. Það sannaðist í kvöld við matarborðið. Eftirfarandi samtal átti sér stað milli okkar mæðgna. Þessi yngsta, Hólmfríður Sunna, sem er ekki nema 5 ára gömul var með allt á hreinu.
HS: mamma, mér finnst grænmeti vont, ég vil ekki grænmeti
mamma: Jú, þú verður að borða smá grænmeti
HS: mamma, ég fékk mér grænmeti í leikskólanum og mér FINNST það vont.
mamma: Allt í lagi, þá ertu þú bara ekki latabæjarstelpa!
HS: Ekki þú heldur.
mamma: Jú, ég borða grænmeti
HS: En Solla er ekki FEIT
Dísin mín fór til eyrnalæknisins í dag. Ekki enn komið í ljós hvort hún þarf í enn eina aðgerðina, á að fresta þessu um viku í viðbót áður en tekið verður ákvörðun um aðgerð eða ekki. Væri voða gott að sleppa við það....eins og barnið þurfi á því að halda!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 09:57
Skipið
Mér fannst eitt andartak að það væri verið að ræða um bókina Skipið eftir Stefán Mána . "las" hana fyrir 3 vikum síðan eða svo. Ég er svo ljóshærð að ég hélt að það væri liðin tíð að vera sjóræningi!
Skyldi vera til þá Sjóræningjaskóli
Sjóræningjaskipum sökkt við Sómalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 09:32
tónleikar í höllinni
Við skelltum okkur á tónleikana með Rúnari Júll og félögum í Höllina um helgina. Við fórum með vinafólki okkar og áttum við ekki von á neinu stórkostlegu á þeim forsendum að kallinn er orðinn gamall og getur eiginlega ekki sungið og ekki skilur maður orð af því sem hann segir... en þetta var bara ljómandi skemmtilegt og það sem hélt þessu uppi, voru gestirnir sem komu til hans. Mér fannst þetta náttúrulega toppurinn þegar kóngurinn hann Bubbi steig á svið og tók nokkur GCD lög með Rúnari....vá...það var geggjað, enda fór ég hamförum með myndavélina þegar hann steig á svið skellti inn nokkrum myndum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 14:36
Dásamleg setning
Þegar elsta skottan mín var um það bil 14 ára vorum við að ræða saman. Ég var að kenna henni eitthvað (sem ég man ekki hvað var) og þá heyrist í þessari dömu; "Já, mamma. Ég veit þetta alveg, ég veit alveg jafn mikið og þú, bara aðeins meira"
Ég varð hvumsa yfir þessu og benti henni á það að það væri ekki allskostar rétt. Hún þrætti við mig og með það fór ég fram og ákvað að leyfa henni að leysa þetta verkefni sjálf.
Skömmu síðar kom hún til mín með spurningu og ég svaraði um hæl: "tja, seg þú mér það...veistu ekki allt jafn mikið og ég, bara aðeins meira?". Henni var ekki skemmt.
Eftir þetta hef ég notað þetta á hana í tíma og ótíma, bara til að minna hana á visku hennar. Hún hefur dregið alla þessa visku sína til baka og ég má segja henni það sem ég veit (til viðbótar við það sem hún veit)
Í dag var ég svo að vinna að verkefni í nýju forriti sem við erum að prufukeyra. Ég var ekki alveg nógu sátt við þetta og vinnuveitandi minn sagði að á morgun kæmi maður sem gæti kennt mér meira á þetta. Ég var ekki ósátt við það, ekki fyrr en ég heyrði hver það átti að vera, þá féllust mér hendur...því ég efaðist stórlega að sá einstaklingur gæti kennt mér eitthvað meira en ég kann í dag á þetta forrit. Þá laust upp í huga mér setning heimasætunnar...ég veit alveg jafn mikið og hann...bara aðeins meira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2007 | 13:22
Sjaldan er ein báran stök
Var frekar þjökuð af verkjum í gær svo ég ákvað að vera skynsöm og fara ekki í blakið. Tók mér svo verkjalyf um kl 23 og þegar þau voru farin að slá verulega á, skreið ég í rúmið.
Þegar ég vaknaði í morgun leið mér ágætlega. Fann ekki neina verki svo ég gat ekki annað en brosað út að eyrum við þá tilhugsun að í dag væri VERKJALAUS DAGUR. Ekki leið á löngu þar til Dísin mín kom inn í herbergi og sagði að það væri aftur farið að leka úr eyranu! Ég sem hélt að þetta væri búið...en nei, ekki alveg. Síðast þegar hún fékk þessa sýkingu var hún í 3 vikur með lyf í æð, viðloðandi spítalann. Þurftum "bara" að koma 3x á dag í lyfjagjöf.
Þar sem ég var orðin verkjalaus ákvað ég að skella mér í sturtu og reyna að hreinsa "ljótuveikina" af mér með því að fara í skárri föt og hafa mig aðeins til.
Þegar ég var búin að þurrka mér og klæða, fann ég að verkirnir voru að byrja aftur. Ég hundsaði það, hringdi í skólann hjá Dísinni og sagði að hún kæmi ekki í dag. Hringdi svo til að athuga hvar læknirinn hennar væri niðurkominn.
Fór í vinnuna en hringdi svo í lækninn hennar um kl 10 og þá var ekkert annað en að skjótast og ná í barnið og fara með hana í læknaheimsóknina.
Get ekki beinlínis sagt að það hafi komið jákvætt út úr þessu hjá lækninum, en það er bara að taka á því með jafnaðar(ó)geði.
Skutlaði stelpunni svo heim, með dúndrandi höfuðverk og þráði að komast í "gotterí" boxið mitt og verkjastilla mig aftur niður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 09:54
einn svartur sauður
þetta er greinilega einn af þessum svörtu sauðum í umferðinni sem litar marga aðra saklausa unga ökumenn
Okkur hættir til að setja alla unglinga sem eru ný-komnir með ökuréttindi, og þá sérstaklega drengi, í einn hatt sem nefnist; "varúð, ungur drengur á ferð". Það þarf bara einn svartan sauð til að skemma fyrir öllum hinum.
Mér finnst enn ótrúlegra að þessi ungi drengur hafi fengið að fara heim eftir þessa byltu, ekki út af því að hann slapp ómeiddur heldur vegna þess að mér hefði fundist það eðlilegt að hann fengi að dúsa í fangageymslu allavega eina nótt. Þetta hefði getað endað sem manndráp að gáleysi ef þetta hefði farið illa. Ævilangt ökuréttindabann er kannski nóg fyrir svona gutta....en sama
Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín