. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

sweet sixteen

Viktoría Rós

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Nú er stóra prinsessan mín orðin sextán ára W00t. Get kannski ekki sagt að mér líði eins og það hafi gerst í gær.....en ótrúlega líður tíminn samt hratt.

Það þýðir ekkert að reyna að halda eitthvað afmæli, hún hótar því bara eins og í fyrra að vera að heiman ef ég vogaði mér að hóa saman fjölskyldunni. Svo ég verð að vera með henni í ráðum hvað það varðar. Við erum reyndar að fara út úr bænum um helgina og hún er að vinna og neitaði að koma með.

Set inn myndaseríu sem hún hefur tekið af sjálfri sér. Þetta eru allt myndir eftir hana og kemur berlega í ljós að hún hefur mikla listræna hæfileika í ljósmyndun. Hún gæti orðið góð í þeim geiranum Joyful

vrg2

vrg3

 

 

 

 

 

vrg4

vrg5

 

og ekki reyna að segja að þetta sé ekki falleg stelpa Wink


Blood Diamond

demantur
 

Ég horfði á myndina Blood Diamondum daginn. Mér var sagt að ég hefði engan áhuga á demöntum ef ég horfði á þessa mynd. Jú vissulega var þetta rosaleg mynd, hún fjallar um herskáa menn sem safna þrælum til þess að finna demanta í Sierra Leone í Suður Afríku. Hún var mjög subbuleg þessi mynd og sennilega lítið dregið undan. Á þessu svæði eru sennilega hreinustu demantar í heimi svo verðið er hátt fyrir hvern bita sem finnst. Þrælarnir eru myrtir ef þeir svo mikið sem voga sér að horfa of lengi á demants bútinn sem þeir hafa fundið og hvað þá reyna að stela þeim.

Eftir myndina fór ég að hugsa um mína demanta. Þeir eru kannski ekki margir miðað við marga aðra en ég er með eina 70 demanta á höndunum og þar af 50 3p demanta. Ekki veit ég hvort þeir eru með uppruna sinn í Sierra Leone en ef maður á að fara að hafa áhyggjur af því, hvers vegna á maður þá ekki líka að hafa áhyggjur af barnaþrælkun í heiminum? Það er ekki minna af því í t.d. Nike framleiðslunni! Á maður þá ekki bara að hætta að kaupa Nike? Auðvitað eru enn fleiri framleiðslur en þetta sem bæði er þrælahald og barnaþrælkun. Ég er bara svo heppin að vera svo vitlaus að ég veit ekki um nema brot af þessu ógeði sem fyrirfinnst í þessum heimi.Shocking

 


Bílaleigubíll á milli 8-16 á daginn!

Ég fór á myndina í gær ásamt manninum mínum. Þetta var náttúrulega heimildarmynd og hún stóð í eina 4 tíma. Ég var alveg viss á því að ég myndi ekki endast myndina en það var ótrúlegt hvað tíminn flaug áfram og áður en maður vissi af, var myndin búin og eftir sat maður hálf dofinn.

Þetta er pottþétt mynd sem, sem flestir ættu að gefa sér tíma til að sjá. Hún er átakanleg en svo blá-köld staðreynd og ekkert dregið undan. Ef maður heldur að táragöngin séu stífluð, þá er um að gera og skella sér á myndina Wink

Stefán hringdi svo í tryggingarnar til að athuga hvort ég hafi ekki verið dæmd í 100% rétti í þessum árekstri um daginn. Jú, ég var það víst og við fáum bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur (ef þeir hjá tryggingafélaginu borga hann ekki bara út sjálfir) og honum var bent á það að ef þyrfti að bíða eftir varahlut/um, yrði bíllinn ekki á þeirra kostnað!!!

Hann varð að sjálfsögðu gáttaður á þessu og benti konunni á það að ef bíllinn er í viðgerð, þá fáum við annan bíl á þeirra kostnað, ALLAN TÍMANN...það væri ekki okkar vandamál ef ekki væru til varahlutir, við þyrftum á öðrum bíl að halda og ekki okkar tjón að svona fór. Angry

Ég fór þá að hugsa hvað þeir eru að spá þessir aðilar. Ég efast um að meðal jóninn sé að kaupa sér bíl/a bara til að eiga þá og láta þá standa á hlaðinu, just because og ég efast um að nokkur hafi ánægju af því að borga himin há iðgjöld af bílaflotanum sínum bara til að láta bílana standa án þess að nota þá! Ég býst fastlega við því að þeir sem kaupa sér bíl séu að því til að nota þá og margir af brýnni þörf fyrir bíl. Hvað meina þeir með því að draga mörkin ef vantar varahlut?? Ætla þeir þá ekki líka að borga bara bílinn á milli 8-16 á daginn eða bara akkúrat á meðan verið er að vinna í bílnum?? Svo til að bæta það, þá má maður ekki keyra nema 50km á dag!!! Halló...hvað á maður að gera ef maður er að vinna í 25-30km frá heimilinu? eða eins og þetta er á mínu heimili, vinnan byrjar fyrst þegar heim er komið að skutla og sækja krakkana! Ég er að keyra stundum hátt í 150km yfir daginn. Suma daga meira og aðra minna.

Ansk&%$# martröð alltaf sem maður þarf að lenda í Angry

Er nánast allt að því verkjalaus í dag og hef ekki brutt verkjalyf síðan á laugardag, mætti svo aftur í ræktina í morgun og ákvað að hlífa mér ekki mjög mikið og svo virðist sem þetta sé allt að því búið Grin vona svo sannarlega að engin eftirköst verði af þessu, og ef það verður ekki, er ég ein af örfáum sem slepp svona vel miðað við aðstæður Smile

Fór á sunnudaginn að prufukeyra nýjan Yaris með MM skiptingunni. Voða flottur skvísu bíll, býst fastlega við því að losa mig við hinn (ef hann verður ekki borgaður út) og fæ mér bara nýjan Yaris Kissing


A Lion in the House

Ég ætla að gerast ótrúlega menningarlega sinnuð og skreppa á þessa Alþjóðlegu kvikmyndahátíð sem er í Reykjavík þessa dagana.

Myndin sem ég hafði hugsað mér að sjá er A Lion in the House og er heimildarmynd um 5 krabbameinsveik börn og spannar myndin 6 ár í lífi barnanna og fjölskyldna þeirra. Þetta er örugglega mynd sem flestir ættu að gefa sér tíma til að skoða.


mbl.is Mikil aðsókn að RIFF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankakaffi

ég rakst á skemmtilegan "kaffispurningaleik" hjá einum bloggara. Ég tók prófið og niðurstaðan var þessi:

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.

Bankakaffi!

Þú ert harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og ferð síðastur heim. Vinnufélagar þínir líta upp til þín og hugsa með sér í hljóði hvaðan þú fáir alla þessa orku.

Þeir vita ekki sem er. Þú færð nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða.

Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.


 

taktu prófið hér og sjáðu hvaða kaffi þú ert Joyful


stór hættulegt forrit

Það er sko hægt að svipta hulunni af ansi mörgu með þessu Google Earth forriti. Komst til dæmis að því að maður frænku vinkonu mágkonu minnar stendur í framhjáhaldi! Bíllinn sést í Google Earth heima hjá systur vinkonu vinkonu mágkonu frænku minnar eitt hádegið Tounge

google-earth

mbl.is Google Earth afhjúpar risa-hakakross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

undarleg umferðarmenning!

Skrítið hvað margt getur komið manni á óvart. Ég skutlaði Viktoríunni minni í Flensborg og er að fara út af stæðinu þar, lít til beggja hliða en átta mig á því að til hægri er einstefnugata og bara hægt að keyra niður svo það var augljóst að ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur af bílaumferð frá hægri svo ég gæti þá bara að bílaumferð frá vinstri og svo þegar það var á hreinu að ég kæmist yfir, þá kemur allt í einu bíll frá hægri! W00t Þessi manneskja ók semsagt gegnt einstefnu, þvert á öll lög og reglugerðir. Mér kross brá, enda hef ekki áhuga á því að lenda aftur í árekstri en konu greyið vissi alveg upp á sig sökina svo hún stoppaði til að hleypa mér yfir.

Því næst var að skunda í ræktina. Já, nenni ekki að drabbast svona niður lengur og ákvað að fara allavega í góða brennslu og aðeins í tækin. Ég fer nýja veginn, Reykjanesbrautina í átt að IKEA og þar framhjá. Ég er rétt komin að fyrstu ljósunum þegar ég sé að það er stífla á brautinni, báðar akreinar uppteknar. Ég hélt að þetta væri bara einhver smá stífla sem myndi leysast fljótt...en raunin varð önnur. Þessi tvöfaldi vegur, annaði ekki umferðinni. Það stoppar alltaf allt á ljósunum. Hvað varð um mislæg gatnamót????? Með eindæmum hvað er ekki hugsað fram í tímann. Þessi vegur sem er leyfilegt að aka á 70 eða 80 á, endaði sem vistgata (max 15km/klst) alla leið inn í Kópavog. Shocking

Ég endaði í ræktinni, hrikalega stolt af sjálfri mér fyrir að hafa mætt. Gætti þess bara að taka ekki of stíft á öxlum en aðeins þó, tók þá bara betur á maga og fótaæfingum í staðinn. Ef þetta gengur vel, og ég þarf ekki að bryðja verkjalyf í dag, þá er bara aldrei að vita nema maður fari í blakið á miðvikudaginn Smile Það væri draumur ef ég gæti það. Ætla samt að fara aftur í tækin á miðvikudagsmorgun ef ekkert bakslag kemur og þá tek ég endanlega ákvörðun um blakæfingu á miðvikudaginn.

Ég vaknaði ekki með sáran verk í handlegginn eins og aðra daga svo ég hef trölla trú á því að þetta sé allt að koma Grin


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband