. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

bööööööööööggggg

Ég er nú ekki færari í tölvugeiranum en svo að ég get ekki breytt formatinu á videoinu sem myndavélin mín tekur á. Hún tekur upp á xxx.MOV formati og ég geri "save as" og ætla að vista undir "windows metafile" eða eitthvað álíka en þá kemur hún með meldinguna "unusable format .MOV"

öll hjálp þegin. Langar svo að setja eitt myndband inn Crying


súrt og sætt, gamalt og nýtt

Við fórum á Þorrablót í gærkveldi hér á Álftanesinu. Það var rosalega fínt en maður hefur ekkert úthald í svona skemmtanaiðn svo við laumuðum okkur heim um kl 1. Það fyrsta sem maður gerði var að bursta tennurnar og kyssa Stefán góða nótt. Svo vaknaði maður í morgun og var jafnvel enn þreyttari Pinch Skelfilegt hvað maður hefur lítið úthald.

Hinsvegar voru skemmtiatriðin nokkuð góð. Ég var ein af "leikendum" á myndbandi sem var sýnt. Það var mjög spes. Ég skelli þessu myndbandi hér inn. (Ég er nr. 15 ef það skyldi fara fram hjá einhverjum Tounge)


ótrúlegt en satt

Ég var að fara yfir fataskápinn hjá þessari yngstu og ákvað að taka úr umferð föt sem eru merkt 2-3 ára og nr 98. Sumt reyndar passar ágætlega ennþá en ég er að reyna að þrjóskast við að barnið mitt er að verða FIMM ÁRA og það er ekki eðlilegt að hún skuli ekki vera komin upp úr þessum stærðum ennþá. Crying

Ég mældi hana um daginn og ef hún teigði vel úr sér þá náði hún einum metra. Ég veit að foreldrarnir eru ekkert sérlega háir en ég hefði haldið að hún ætti að vera samt aðeins hærri en þetta Blush. Hún er í skóm nr 25 (sem mér finnst reyndar ekki svo lítið miðað við að hún notaði skó nr 17 fram til 18 mánaða aldurs og þegar hún var 3 ára var hún í nr 20)

Hún fer í 5 ára skoðun eftir ekki svo langan tíma og þá kemur í ljós hvort þetta er eitthvað sem maður þarf að hafa áhyggjur af eða ekki.


döööööööh

Hvað er málið með suma. Það er ekki nóg með að það sé búið að vera í fréttunum að fólk skuli varast svikamyllur og svo hittir maður varla manneskju nema að viðkomandi hafi fengið einhver gylliboð gegn greiðslum á svikamyllum. Hvernig væri að fólk hætti að eltast við "auðfengið fé" og færi bara að fjárfesta í alvöru hlutum Shocking

Hvað HELDURU að það hefði mátt kaupa mörg góð hlutabréf fyrir þessar litlu 10 millur??? Ekkert mál að fara til ráðgjafa á því sviði með peninginn og fjárfesta í hlutabréfum. Margir hafa verið ótrúlega heppnir með slíkar færslur Pouty. Ef maður á ekki pening í svoleiðis, þá bara gera eins og ég....áskrifandi á einni röð í lottó Joyful. Ég hef fengið ansi marga hundraðkallana inn á reikninginn minn. Safnast þegar saman kemur Tounge


mbl.is Töpuðu tugum milljóna til svindlara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 sek í hundrað!

Maðurinn spurði konuna sína hvað hann ætti að gefa henni í afmælisgjöf. Hún svaraði um hæl; "Heyrðu elskan, hvað segiru um að gefa mér eitthvað sem er 3 sekúndur upp í hundrað" Kissing

Morguninn eftir kemur eiginmaðurinn heim með baðvigt! W00t


Falin myndavél.....eða ekki!

Ég var að keyra heim úr vinnunni (sem eru ekki nema 7 kílómetrar) þegar eldsneytisljósið kviknaði í mælaborðinu á Patrolnum. Þegar ég startaði bílnum næst, kviknaði ekkert ljós og ég gleymdi að sjálfsögðu að hann væri orðinn olíulaus. Svo í gær ákvað ég að sækja stelpuna mína á Álftanesið og fara til baka í Hafnarfjörðinn. Olíuljósið kviknaði á leiðinni út á nesið og ég ákvað að koma við og sækja mér olíu á leiðinni í Hafnarfjörð aftur þar sem engin bensínstöð er á Álftanesinu. Ég keyri svo til baka og þar sem ég er með dælulykil hjá AO ákað ég að fara á Kaplakrika að ná mér í olíu. Ég er komin inn á planið þegar bíllinn deyr á sér. Hann er við hliðina á dælu nr 3 en ca 3.5 metrum frá þar sem maður var á þeirri dælu. Ég stíg út úr bílnum til að meta fjarlægðina að tankinum að dælunni. Ég sagði við manninn se var að dæla hjá sér að ég hefði nú ekki geta verið olíulaus á betri stað. Hann horfði á mig og leit svo á jeppann og spurði hvort ég hefði virkilega verið olíulaus þarna! Ég jánkaði því og ákvað að bíða eftir að hann væri farinn. Hann kláraði sinn bíl og færði sig og spurði hvort við gætum ekki ýtt bílnum að dælu 2 (sem er mið-dælan). Ég þáði það að sjálfsögðu. Þetta voru einhverjir 3-4 metrar sem þurfti að ýta bílnum svo ég setti í N (bíllinn er sjálfskiptur) og ég stóð í hurðinni og ýtti og stýrði. Þar sem bíllinn er aðeins hækkaður er pínu hátt að stíga upp í hann og sérstaklega þegar maður er svona lágvaxinn Tounge svo ég fékk svona panik-kast þegar bíllinn var kominn á ferð og ég sá ekki beinlínis fram á að geta stokkið upp í bílinn til að stöðva hann né að tosa til baka til að stoppa!! Gasp. Þegar jeppinn var kominn ansi nálægt gerðist ég ótrúlega lipur, eins og ég hefði öðlast slíkan kraft og stökk upp í jeppann og bremsaði Grin. Ég steig svo aftur út og fór til mannsins sem hafði nota bene fengið konuna sem var með honum í bílnum til að hjálpa til við að ýta og þakkaði þeim fyrir og sagði svo við þau að þetta væri ekki falin myndavél Halo. Hann hló að því og kvaddi. Eftir var ég.....ein í heiminum líkt og Palli Joyful.

Ég skellti dælu lyklinum að nemanum og þá kom á skjáinn að dælan tæki ekki þessa kortategund W00t. Ég hugsaði með mér....hva!! KORTATEGUDND.....þetta er dælulykill FRÁ ÞEIM Angry. Ég reyndi nokkrum sinnum en allt kom fyrir ekki. Auðvitað gafst ég upp og skellti kortinu í slíðrið og skellti inn pin númerinu og upphæð og allt það. Tók byssuna úr slíðrinu og ætlaði að byrja að dæla þegar kom á skjáinn að dælan væri óvirk Crying. Ég leit í kringum mig og komst að þeirri niðurstöðu að ég var EIN og vissi EKKERT hvað ég átti til bragðs að taka.

Eftir smá umhugsun komst ég að því að ég YRÐI að redda mér....sama hvernig ég færi að því svo ég spýtti í lófana, opnaði dyrnar á jeppanum, setti í N, hélt um stýrið með annarri og svo var bara að ýta að dælu 1 GetLost. Ég gerði ekki ráð fyrir því að gefast upp svo ég gaf bara þvílíkann kraftinn í þetta allt saman og mér TÓKST að ýta jeppanum EIN að næstu dælu sem voru um 3 metrar Grin. Ég var samt ekkert viss um að ég hefði þetta af þar sem ég er búin að vera svo slæm í lungunum undan farna daga. Ég stóð smá stund og jafnaði mig, skellti svo dælu lyklinum aftur að og sem BETUR FER virkaði þessi dæla Blush.

Eftir að vera búin að skella svona ca 100 lítrum af olíu á jeppann skellti ég mér undir stýri og ætlaði að setja í gang. Ekki fór jeppinn í gang! Ég startaði og startaði og þorði ekki að ýta of mikið á olíugjöfina þar sem ég var búin að heyra að það megi ekki pumpa olíugjöfina á sjálfskiptum bílum. Ég var um það bil að klára rafgeyminn þegar ég ákvað að stoppa smá stund og hugsa. Þetta minnti á Búkollu söguna "taktu hár úr hala mínum......" Ég staldraði við og ákvað að setja svissinn á og stíga inngjöfina í botn smá stund í þeirri von að loftið færi af kerfinu og olía flæddi um í staðinn. Ég vissi að rafgeymirinn var að verða búinn svo þetta varð að virka.

Aftur skelli ég svissinum alveg í gang og reyndi að starta. Hann var farinn að snúast ansi hægt þegar sjálfrennireiðin loksins hökti í gang Happy. Afskaplega var ég fegin þegar jeppinn fór í gang og ég gat keyrt áfram.

Ég sagði svo Stefáni frá þessu þegar við vorum að fara að sofa og það eina sem hann sagði var: "Oooh Helga! Þetta er svo TÝPÍSKT þú"

say no more Whistling


hastala vista beibe

það verður gaman að sjá hvernig þetta mun koma út. Hvor það sé einhver "böggur" í þessu eða hvað. Oft er heljarinnar "böggur" í fyrstu útgáfunni svo það er spurning um að taka því rólega og fylgjast með af varamannapallinum Cool


mbl.is Öryggi stóreflt og notendaviðmótið gert aðgengilegra í Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 259683

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband