. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ljóskan og bílstjórinn

Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona
stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.
"Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.

Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram.
Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði
stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar
hjá bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau
hefðu aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.

Hristandi hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna.
Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur
stökk sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu."

Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama
að næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann
sig út úr trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann
bankaði bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann: "Hæ, ég heiti
Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN."
 

vangaveltur

Ég fór allt í einu að velta því fyrir mér hvað er í innkaupakörfu landans og úrvalið af því sem var í körfunni. Í einu af mínu þráhyggjuköstum fór ég að velta því fyrir mér hvað klósettpappír er dýr og hvað hann er mis drjúgur Shocking

Ástæðan fyrir þessu er sú að Sandra Dís er að selja pappír sem er svosem ekki til frásögu færandi nema að því að mér fannst þetta heldur dýr pappír. Ég fór að skoða umbúðirnar utan á pappírinn (wc pappírinn altso) og komst að ótrúlegri niðurstöðu.

í "kassanum" eru 48 rúllur og kostar það 3300kr. Ég ákvað að kafa aðeins dýpra því á umbúðunum stendur að það séu 360 blöð á einni rúllu (ég lofa, þetta stendur, ég taldi ekki sjálf). Hvert blað er 14cm langt svo ef ég margfalda þetta upp eru 50 metrar á rúllunni. Ef ég deili þessum 3300kr niður í þessar 48 rúllur útlegst rúllan á einar 68.75kr pr rúllu. Metrinn er þá á 1kr og 37 aura og ef við deilum enn lengra niður þá ætti hvert blað að vera á 19 aura! Þetta gæti þýtt að ég skeini mig fyrir eina krónu pr dag ef ég fer 2x á dag á klósettið!

Til að hafa samanburð þá fór ég í Fjarðarkaup í hádeginu í smá "leiðangur" (misjafnt í hvað fólk eyðir matartímanum sínum í). Ég komst að þeirri niðurstöðu að ef ég keypti Fjarðarkaups wc rúllur þá væru 12 rúllur í pakkanum (svo kallaður xxl pakkning) og kostaði sú pakkning 379kr og ef ég deili því í þessar 12 rúllur eru þetta einungis 31.58kr pr rúlla. En ekki er allt sem sýnist. Hvert blað var 14cm á lengd og á rúllunni voru 160 blöð sem gera 22metra af pappír á rúllu (ég taldi ekki í búðinni....). Metrinn er þá á 1kr og 43 aura og ef við deilum enn lengra niður þá ætti hvert blað að vera á 19 aura! Semsagt sama verð og á þessum "dýra" pappír. 

Svo skoðaði ég pappír sem heitir Andrex (með hvolpunum utan á) og voru 6 rúllur í pakkningunni og kostaði pakkningin 426kr. pappírinn var áfram 14cm hvert eyðublað og á rúllunni voru 230 blöð sem útleggst í 32metra rúllan.  Ef við leikum okkur aftur með tölurnar þá útleggst rúllan á einar 71kr og hvert eyðublað ætti því að kosta um 31 aur! Metrinn er þá á 2kr og 22 aura

Viðkoman á Andrex og þessum Katrin pappír sem SD er að selja er mjög svipuð. Verðmunurinn þarna á milli eru ein 60% sem ég er ekki að ná!

Þetta hljómar allt ótrúlega heimskt....en ef maður spáir í þetta þá getur maður sparað ótrúlegan pening á því að velta svona "smámunum fyrir sér.

Svo það sé á hreinu, þá erum við með til sölu hágæða wc og eldhúspappír. Gæði í gegn. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu Joyful


hvaða æsingur er þetta

Maður einn fær skelfilegan hausverk í vinnunni, ákveður að taka sér frí eftir hádegi og fer heim. Þegar hann kemur heim, fer hann inn í eldhús, finnur magnyl og tekur tvær. Svo heyrir hann tónlist, fer upp á loft og kemur að konu sinni með dverg. Hann öskrar á hana: Hundrað sinnum hef ég fyrirgefið þér þetta endalausa framhjáhald, þú lofaðir fyrir viku síðana ð hætta og svo kem ég að þér svona. Konan lítur á hann og segir: Vertu ekki að æsa þig elskan, sérðu ekki að ég er að reyna að minnka við mig? 

 

allt að verða vitlaust!

Þetta er nú meiri skrípaleikurinn orðinn þetta Baugsmál. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér þetta orðið þannig að þessir kappar VERÐI bara að finna eitthvað á móti þeim, þeir skulu ná að krossfesta einhvern.....sama hversu lítið það er!!

Hefði alveg vilja sjá þessa menn bara að fá að setjast niður og vera leystir úr þessum reipum sem búið er að negla þá í. Það getur vel verið að það sé einhver flækja á bakvið þessi mál en það er örugglega ekki alvarlegra en samráðin í olíusöðvamálunum GetLost


mbl.is Jóni Gerald vísað úr réttarsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þriðja röð til vinstri

Þegar við keyrðum suður á sunnudaginn notuðum við allar sætaraðirnar í jeppanum. Við Stefán vorum á fyrstu röðinni, Viktoría Rós og Hólmfríður Sunna í þeirri næstu með sjónvarpið hengt upp á milli framsæta og svo þriðja röð á vinstri bekk sat Sandra Dís. Það var horft á DVD eins og gefur að skilja og Sandra Dís sér vel aftur í þar sem skjárinn er það stór. Eitthvað var Viktoría að vesenast svo Sandra Dís verður pirruð og biður hana í pirringsskap að færa sig. Hólmfríður Sunna gerir sér lítið fyrir og snýr sér til systur sinnar og hvæsir á hana: "Góða besta, róaðu þig aðeins stelpa". Það var ekki nokkur séns að ég gæti skammað þessa litlu sökum þess að ég var í hláturs kasti framí Whistling

 


ekki séns!

Elsta dóttir mín vaknaði einn morguninn í síðustu viku eftir miklar draumfarir. Hún sagði mér hvað hana hafði dreymt og ég fékk nett sjokk Shocking

Draumurinn var sá að við vorum flutt norður til Akureyrar og bjuggum ekki langt frá Helenu vinkonu sem er alveg í lagi nema hvað að ég var að sinna nýlega fæddum börnum mínum, tvíburar, stelpa og strákur W00t. Var meira að segja búin að skíra og hét stelpan E??? Líf og strákurinn Kristófer ???.

Ég fékk nett sjokk yfir þessum upplýsingum og hef tekið þá ákvörðun að ég flyt ekki norður til Akureyrar nema að fara í "klippingu" eða þegar ég er komin YFIR frjósemistímabilið og farin að taka hormónalyf til að jafna út ellihrörnunina GetLost

Annars veit ég um eina sem fór í svona "klippingu" fyrir nokkru en varð samt ófríks! og svo veit ég um enn aðra sem sendi manninn sinn í svona "klippingu" og 3 árum síðar verður hún ófrísk Gasp. Þetta gréri bara svona nett saman Undecided

Ekki laust við að maður fái netta velgju yfir þessu öllu saman Sick


home sweet home

Við skruppum Norður til Akureyrar í sæluna þar. Rosalega fallegt veður allan tímann og frostið var alveg niður í -10°c. Fórum í þessar rútínubundnu heimsóknir til vina og vandamanna. Nú er Dísin fagra að taka sig til fyrir Reyki. Hún er að fara alla vikuna þangað. Stefán búinn að lofa sér í vinnu norður næstu helgi og ég ætlaði að fara á blakmót Shocking. Það er haldið í Ólafsvík. Ekki viss um að ég komist víst ég var svikin um barnapíustarfið Angry bömmer. Ætli eg þurfi ekki að leggja heilann í bleyti eitthvað frekar ef ég á að komast.

aumingja strákurinn

Mér finnst það dálítið fyndið að syrgja eitthvað sem aldrei hefur verið til nema á prenti!! Það getur vel verið að ég syrgi Potter líka ef ég les alla seríuna...hver veit Woundering

Það hangir í mér svona haltu mér/ slepptu mér að vita hvernig síðasta bókin endar. Kannski ég drífi í því að lesa allar hinar svo ég geti lesið þessa síðustu í sumar Undecided Mér finnst bara svo gaman að lesa Potter á ensku þó svo að maður sé örlítið lengur að lesa fyrir vikið, en ætti ekki að skipta máli þar sem maður er í pásu í skólanum.


mbl.is Rowling segist syrgja Potter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

áfallahjálp

Ætli ég geti flokkast undir "ungan lensanda" Tounge

Ég er djúpt sokkin í Harry Potter á ensku. Assgoti skemmtileg lesning, maður er dottinn inn í ævintýraheim Harry Potters og maður reynir að tala við aðra um bókina og svo þegar ég vara að tala um bókina við eina vinkonu mína þá sagði hún: "nei, veistu...ég er ekki í þessum bókum...ég er meira svona á jörðinni"  Mér fannst þetta ekki réttlátt Blush


mbl.is Hvað ef Harry Potter deyr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæmt en þarft málefni

Ég verð nú bara að viðurkenna það að maður er agndofa eftir að Kastljósið dró fram Breiðuvíkurmálið. Þetta er skelfilegt hvað þessir drengir hafa mátt þola. Enn skelfilegri er sú tilhugsun að Barnanefndarmenn viss af þessu en aðhöfðust ekkert. Ekki síður skelfileg tilhugsun að æðstu toppar landsins á þessum tíma vissu þetta en aðhöfðust ekkert. Hvar er manngæskan? Hvar er réttlætið? Var réttlætinu framfylgt að láta frekar erfiða drengi (sem í dag myndu fá lyf/aðstoð vegna ofvirknis/athyglisbrests) á slíkan stað sem þennan til þess eins að brjóta þá niður andlega séð svo þeir verði ófærir um að takast á við lífið?

Eins er Byrgismálið skelfilegt en nær ekki 10% af Breiðuvíkurmálinu. Þessir þættir sem hafa fjallað um þessi málefni sem hafa verið skelfileg hvort sem það er Telmumálið, Breiðuvíkurmálið, Byrgismálið og svo frv. þá finnst mér þeir hafa skilað þessu mjög vel frá sér. Ekkert ósiðlegt eða grimmt heldur einungis dregið fram sannleikann eins og hann er.

Það eru ekki allir á sama máli hvað varðar þessi viðkvæmu mál. Auðvitað sýnist sitt hverjum eins og alltaf en þessu er ég hlynt. Þetta gæti verið víti til varnaðar á komandi kynslóð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband